Færslur: 2011 Júní

19.06.2011 19:08

Snilldar helgi

Mikið lifandi skelfingar var þetta góð helgi. Byrjaði á því að fara í útskriftarveislu hjá Þórdísi Öddu frænku en hún var að útskrifast sem þroskaþjálfi núna í júní og bauð í grill og djamm á fimmtudaginn. Mikið fjör eins og sjá má af myndum sem eru komnar hér inn. Síðan á laugardag var komið að ættarmóti númer 2 þetta sumarið og var það haldið á Hólmavík. Alveg hið fínasta ættarmót, ratleikur um Borgirnar og fullt af fólki fór og dröslaði börnum og kerrum...mikið stuð og fæturnir mínir í klessu á eftir, en jafnaði sig fljótlega. Endaði síðan á því að það var sameiginlegur matur og einhver smá skemmtidagskrá...síðan farið í partý til Bjössa frænda og endað á Cafe Riis....alveg hinn ágætasti dagur og kvöld. Auðvitað eru komnar inn myndir frá ættarmótinu líka. 
Ekki hægt að segja að það hafi verið mikill hiti hér á Ströndunum svona í kringum 6 - 7 stiga hiti...sem telst nú ekki vera hátt svona í júní. En mikið skemmtilegt og já ég er komin í sumarfrí ef það hefur ekki komið fram áður! ;) ;) 

13.06.2011 10:00

hvítasunnuhelgi..

jæja þá er hvítasunnuhelgin að líða undir lok...búin að vera alveg ágætis helgi hef aðalega verið að jafna mig á helv..kvefinu og gengur það svona þokkalega. Allt að gerast en of hægt að mínu mati...en þýðir svo sem ekkert að kvarta og kveina :)
Kíktum til mömmu og pabba í gær og var notalegt að hlaða aðeins sólarrafhlöðuna á pallinum hjá þeim..að vísu hélt ég á tímabili að ég væri í afhleðslu þar sem ég hélt varla augunum opnum en þá var bara að baka vöfflur :) og síðan var hin æsispennandi formúlukeppni ársins í gær, þvílíkt og annað eins, en bara gaman að þessu og endaði hún bara alveg ágætlega :) 
Ég fékk nú síðan eitthvað í magann eftir daginn og rétt náði að komast innúr dyrunum og þá var bara ælt lungum og lifur...vá langt síðan mar hefur fengið svona. En síðan var það bara búið...ekkert meir í gangi...ekki eins og er, ekki alveg nógu góð í maganum en vonandi kemur þetta fljótlega :) 
Annars var ég að setja inní gær myndband sem ég bjó til og er fyrsta sem ég bý til í makkanum mínum...mikið skemmtilegt :) endilega kíkið á það hér.
Nú styttist hratt í sumarfrí...aðeins þrír dagar eftir í vinnu...hef varla tíma til að vinna, svo mikið eftir að gera áður en ég fer hehe en það hlýtur að reddast eins og allt annað :) nýta tímann vel. 

06.06.2011 19:21

Halló Akureyri...

...Sauðárkrókur...Siglufjörður...Ólafsfjörður..Dalvík...Kaldi..Akureyri.... já þetta er búinn að vera rúnturinn á mér í dag, aðeins að kíkja á nokkra staði á norðurlandi emoticon 
Kom til Akureyrar kl 8:00 í morgun og var brunað af flugvellinum á Sauðárkrók þar sem við fórum að skoða Iðju þar. Já sem sagt ég er með stjórn Hlutverks hér á ferð... Mikið var nú gaman að koma á Krókinn og labba aðeins um Aðalgötuna, þó svo ekki mikið meir skoðað þar, en gaman að keyra í gegn...kom jú við í apótekinu og keypti hálft apótekið þar sem ég er með hita og kvef..þannig að nú er ég komin með nóg af verkjatöflum og nefspreyi til að lifa restina af hehe
Frá Sauðárkrók fórum við á Siglufjörð og þangað hef ég bara ekki komið í mínu minni...mamma segir reyndar að ég hafi komið þangað sem ungabarn, en auðvitað man ég ekki eftir því. En mikið var nú gaman að koma þarna og við skoðuðum lika Iðju þar og skemmtilegt húsnæði sem þau eru komin í og margt skemmtilegt verið að gera þar. Tók slatta af myndum og set þær inn síðar í vikunni emoticon
Eftir Sigló var farið í gegnum Héðinsfjarðargöng og stoppað í Héðinsfirði, síðan haldið áfram á Ólafsfjörð og þaðan Dalvík og stoppað í Kalda (enn einu sinni hehe) er orðin fastagestur þarna liggur við!  En annars frábær dagur og nú er verið að fara útað borða á Strikinu og þarf ég að drífa mig....skrifa meira síðar, segi frá degi tvö á Akureyri.  Skál í panodil hot! emoticon

05.06.2011 19:39

Fyrsta útilega ársins...

..og það er ekki alveg kominn tími á það, skítakuldi og mar þurfti næstum því að grafa sig útúr skafli þegar var vaknað í gærmorgun! hehe emoticon þannig að við ákváðum að fara í svefnpokapláss í gærkvöldi og taka niður tjaldið..enda eins gott það var grenjandi rigning í morgun!  En ástæða fyrir þessari útlegu var að sjálfsögðu ættarmót og mikið lifandi skelfing var gaman. Sýndist allir skemmta sér bara vel og er ég ánægð með nefndina sem skipulagði þetta, við stóðum okkur bara helv...vel emoticon
 
Frá kirkjugarðinum á Hólmavík

Fer síðan að setja inn fleiri myndir...tekur bara smá tíma, enda ekki smá fjöldi. Komið eitthvað inná fésið.. :) 


01.06.2011 22:35

ný tölva....

...já það kom að því..ný tölvan komin í hús, enda var sú gamla hætt að virka..að minnsta kosti var orðið erfitt að stóla á hana með ýmsa hluti, tók kannski hálfan dag að ræsa hana upp...gengur ekki þegar mar þarf að nota tölvu svona mikið eins og ég geri fyrir alla hluti og sérstaklega cisv þessa dagana...á vaktinni 24/7
Annars er ég komin með macbook núna og vá hvað það er gaman...er að fíla þetta í tætlur, á eftir að læra helling en líka búin að fikta helling hehe emoticon hef sem sagt nóg að gera í sumarfríinu hehe
það er svo sem ekki mikið að frétta úr fjöllunum, talið niður í sumarfrí sem verður mjög velkomið! nóg að gera í cisv þessa síðustu daga og styttist í unglingabúðir sem verða haldnar á Hellu þann 1. - 23. júlí. Einnig er stór hópur að fara erlendis í ár og fer fyrsti hópurinn bara núna 15. júní! emoticon 
En læt þetta tuð duga í bili..þangað til næst, þarf að fara að læra meira á tölvuna híhí 
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43