Færslur: 2011 Júlí

29.07.2011 19:40

júlí að klárast...

finnst þetta búið að vera alltof fljótt að líða...fríið bara alveg að verða búið! úff púff...en ég hef verið að setja inn myndir og svona þannig að hægt að kíkja á hvað hefur verið í gangi...set líka hérna inn myndband á eftir sem ég hef líka sett á fésið, svona smá samantekt eftir þetta allt saman. :) 
Annars búið að vera stórfínt sumarfrí...sólin hefur látið sjá sig ásamt öllum hinum veðrunum, þannig að allt gott í bland :) 
En nú er verið að klára að pakka niður í tösku fyrir cisv ferð...og hún endar á Balí í byrjun næstu viku...en verður staldrað lítilega við í Singapore á leiðinni út...og á heimleið verður það Kuala Lumpur..bara spennandi...þá á ég örugglega eftir að setja inn helllllinnnnnggggg af myndum hehe ;) skal reyna að vera dugleg meðan ég er úti ;) þ.e ef mar hefur tíma til þess.. ;) 
Ætlaði bara rétt að láta vita af mér að þessi síða er ekkert að deyja...bara verið smá leti undanfarið að blogga þó svo það komi inn myndir reglulega ;) þannig að ekki gleyma að kíkja þangað :) 
Þangað til næst...hafið það gott...reyni að blogg og setja inn ferðasögur ;)

07.07.2011 18:22

rólegt í bloggi!

jújú mín er á lífi...bara verið rólegheit í gangi hér á netinu, að minnsta kosti bloggi :) en hef lika verið á ferð og flugi og er best að kíkja á myndir til að sjá svona í grófum dráttum hvað er að gerast. 
Nóg framundan og verður bara stuð og fjör. CISV á fullu núna enda sumarbúðir á Hellu, fullt af fólki útum allt að aðstoða og er frábært hvað fólk er tilbúið í að gera. 
Það verður opinn dagur þann 16. júli og hvet ég alla til að mæta þá, verður líklegast eftir hádegi (veit betur þegar nær dregur) og eru allir velkomnir í heimsókn þann dag. 
En já ætla ekkert að blaðra mikið hérna eins og er, frá mörgu að segja og myndi vera erfitt að stoppa þannig að tek bara saman í lok sumars einhvern pistil...en jújú skelli hér inná milli annað slagið einhverju fyrir ykkur að lesa.. ;) Þangað til næst, hafið það gott og sól í hjarta :) 
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43