Færslur: 2011 September

29.09.2011 18:48

þá er það hafið....

...já púlið er hafið...Helena systir kom á þriðjudaginn og fór í gegnum prógramm með mér og líst mér bara vel á...á einum tímapunkta sá ég fyrir mérl Bob í biggest loser og hlusta á litlu sys í leiðinni til að meika æfinguna...en hafðist að lokum en vá hvað ég var búin á því...en áfram var haldið! :) mikið stuð framundan. Fór síðan í dag og tók dag 1 í prógramminu, er með tveggja daga prógramm. 
Dagur 1 reynir ansi mikið á hendur og hnéin á mér en mar þrjóskast áfram og tók ég tvo hringi í dag og er bara sátt með sjálfan mig! náið að svitna eins og svín og það hlýtur að segja eitthvað hvað átökin voru mikil hehe ;) 
Annars er að vanda fína að frétta úr fjöllunum..að vísu netið búið að vera að hrella okkur og dottið út bæði um helgina og síðan í gær aftur. Tókst með einhverjum undarlegum hætti að koma því inn seint í gærkvöldi..þannig að við enduðum á þvi að fá okkur nýjan ráder í dag og svei mér þá ef hraðinn á netinu hafi ekki batnað um sirka 90% hehe greinilega handónýtt síðasta drasl! :) 
Læt þetta duga í dag...en púlið heldur áfram næstu daga...spurning hvort ég þurfi aðstoð við að klæða mig..helv..harðsperrur í höndum að drepa mig hehe :) later! 

24.09.2011 18:53

líður bleikt...

finnst kominn tími á að síðan mín sé bleik...birta aðeins til svona þegar skammdegið fer að hellast yfir :) eða hvað??? 
Annars já allt fínt að frétta úr fjöllunum, same old. Nóg að gera í vinnunni og nú erum við byrjuð að plana námsferð til Svíþjóðar þann 18. apríl 2012! já ekki seinna vænna, þannig að ég vona að vinir og vandamenn taki vel á móti mér þegar ég fer að selja ýmislegt til styrktar ferð okkar! :) erum með ótrúlega mikið og skemmtilegt til sölu..og mun aukast þegar liður á veturinn!  Hér kemu einmitt auglýsing um hvað er framundan..frábær klútamarkaður á vegum vinnunnar minnar og síðan ætlar Starfsmannfélagið Hallgerður að selja til fjáröflunar. Þannig að endilega ef þið viljið panta og svona þá endilega hafa samband við mig :)  Auðvitað er hún bleik líka! :) 


Í dag fórum við hjónakornin í Kolaportið og var þar rölt um og skoðað, síðan hitti ég litlu sys í Smáralindinni og fórum við á hinum ýmsu staði og eyddum pening...að vísu ekki miklum..bara smá. :) Eignaðist loksins það sem hefur langað í mörg ár en það var töfrasproti...endaði á útsölu í Max...fín verð þar á ýmsum vörum, held að Helena hafi gert fín kaup þar! :) fékk síðan fyrirfram afmælisgjöf frá litlu sys :) takk fyrir það :) og síðan verður víst fjör eftir helgi á þeirri gömlu (mér sem sagt) en þá á að fara að henda manni í eitthvað prógram í ræktinni...nú verður tekið á því svo hægt sé að versla í HM í svergje...og já einhverjum fleiri skemmtilegum búðum. Setjum samt raunhæf markmið...en einhverjar fatastærðir niður væri bara fínt! ;) Kannski blogga ég eitthvað um það..væri kannski ágætt aðhald...enda ekkert svo margir sem lesa hér eða hvað hehe ;) 
En þangað til næst...og já muna að horfa á Singpore formúluna á morgun! geðveikt útsýni og flotta byggingar...just love them! :) 

18.09.2011 22:37

Réttarhelgi....

jæja þá er réttum lokið þetta árið :) mikið stuð að vanda og GEGGJAÐ veður! Annað eins varla sést á þessum árstíma..smá roði á nefi eftir helgina. 
Réttir hófust seint þetta árið þar sem ekki gekk nógu vel að smala...þjósku kindur á ferð enda líka hitinn gífulegur til að hlaupa mikið í fyrir rollugreyin. En allt fór síðan fram samkvæmt venju og síðan voru held ég vel yfir 50 manns í mat...Döddi stóð sig vel yfir grillinu og síðan er Hafdís algjör sósusnillingur! :)  Allir skelltu sér í "risa" heitapottinn eftir mat en sundlaugin var það heit að allir voru bara þar á chilli...ótrúlegur fjöldi hehe bara bilun ;) og ýmislegt drukkið þar....verst að eiga ekki vatnshelda myndavél á svona momentum! 
Síðan var auðvitað ballið...hmm spurning að segja bara no comment um þá góðu hljómsveit sem var eitthvað að tjá sig þar...en hef aldrei lent í því á minni 20 og eitthvað árum í akstri á réttarball að flestir eru komnir heim áður en ballið er búið! ;) skyldi það segja eitthvað...well spurning ;)  En annars var auðvitað gaman að með skemmtilegu fólki...spurning að halda bara Oddaball á næsta ári...enda stórmeirihluti ballgesta þaðan :)  Engar myndir teknar á balli þetta árið..þær lifa bara í minningunni ;) en annars eru aðrar myndir auðvitað komnar hér inn og velkomið að skoða og kommenta. 

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43