Færslur: 2011 Nóvember

29.11.2011 18:07

wow...

...ég klikkað ekkert á æfingu á sunnudaginn...gleymdi bara að blogga ;) en tók þá dag 1 2x og gekk vel...var samt ekkert alveg í mínu besta formi þennan dag...en lét mig hafa það :) 
Fór síðan áðan og tók dag 2 og alveg 3x..fyrsta sinn sem ég tek hann 3x og spurning hvernig mar verður á morgun! hehe..ég þyngdi flestar æfingar eitthvað...tók þyngri lóð í göngu og allt! :) og já síðan tók ég tabataæfinguna sem ég dey alltaf í...byrjaði á crosstrainer í fyrstu umferð...er að verða ágæt þar..hjól í annari umferð...og viti menn ég tók á bretti í 3ju umferð uss suss og svei...svo sem ekkert mikið erfiði svona í fyrstu tilraun en HLJÓP á hraða 7,2 í 20 sek og síðan hvíld í 10...alveg eins og Helena systir sagði...nema hún hefði örugglega látið mig hlaupa á 9...hehe en er sátt með þetta...held ég þurfi samt aðeins að passa mig á brettinu..fæ strax í kálfann og framan á honum...en þetta kemur með æfingunni :) ...efast samt um að þessi æfing dugi til að ég nái mínum 400 gr á morgun á vigtinni...vikan ekki búin að vera sú besta, en þá gengur bara betur næst ekki satt?! emoticon
þangað til næst...adios!

24.11.2011 19:15

fimmtudagur...

...og það er komin helgi hjá mér! :) ákvað að taka mér frí á morgun ;) jíha. En skellti mér í ræktina áðan og tók tvo hringi af degi 2 + bretti í 10 mín minnir mig...var ekki alveg í mínu besta formi..einhver leiðindar höfuðverkur að hrjá mig og jókst hann þegar ég reyndi á mig...en lét það samt ekki stoppa mig og kláraði dæmið...en verkkvikindið er ennþá við líði...en fer vonandi fljótlega ;) 
já vigtin í gær og þar var 900 gr niður...helv..sátt með það ;) stefni á svona 400 gr í næstu viku...ætla að vera raunsæ í þessu dæmi öllu. 
En já frídagur á morgun...spurning hvað verður gert...veit tvennt...ætla að skella mér á vetradekkin, ekki seinni vænna þar sem hálkan í fjöllunum er alveg ágæt þessa dagana og síðan verður farið í klippinu...spurning hvað verður gert..á mar að lita eða ei..yrði þá líklega bara gráhærð híhíhí ;) spurning...kemur í ljós þegar ég labba út á morgun :) 

22.11.2011 18:59

víííí...

...jájá þriðjudagur og hvað gerir mar þá...fer í ræktina og massar það! hehe fékk lánaðan mp3 spilara hjá kallinum þar sem ipodinn minn er í innköllun og skilaði ég honum á föstudaginn...spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu...
..en að ræktinni í dag..massaði dag 1 alveg 2x..tók auknar endurtekningar og jók þyngd...næ ekki ennþá nema 10 armbeygjum en það er alveg nokkrum meira en ég gat fyrir nokkrum vikum hehe síðan er það viktin í fyrramáli (eftir piss) og þá verður gaman að sjá hvort eitthvað gerist þar...gleymdi að setja inn að það var alveg heim 100 gr niður...gaman að eiga vigt sem sýnir svona grömm ;) 
en svona annað en ræktin þá er bara fínt að frétta úr fjöllunum...fyrsta hálkan í morgun og mar er bara ennþá á sumardekkjum, stefni á að fara á vetradekkin á morgun. komst samt í vinnuna enda var allt orðið hálkulaust eftir að mar komst úr fjöllunum. Skellti mér reyndar í morgun með bílinn í tjónaskoðun og bíð núna eftir símtali um hvenær þeir ætla að sprauta húddið mittt...lét þá líka taka hitt tjónið en buddan leyfir ekki þá viðgerð, mar getur nú ekki lagt út tvær sjálfsábyrgðir..þó svo önnur þeirra verði endurgreidd. :) 

20.11.2011 12:30

jæja...

játa eitt svindl...en tel mig hafa verið nokkuð löglega afsakaða...en komin af stað aftur. Í gær tók ég um hálftíma á hjólinu hérna heima og 15 mín á brettinu...ágætt aðeins að prófa þetta líka með. Skellti mér síðan í morgun og tók dag 2....ég er alltaf einhvernvegin dauð eftir þá daga hehe en það er líka bara gott. Bætti við fjölda og þyngdi eins og á degi 1...og get sagt sem dæmi að í dýfum sem ég gat rétt drullast 8 - 10 í upphafi þá rusla ég upp 14 stykki núna..þokkalega sátt með það ;) en upphýfingar halda samt áfram að taka vel á...en get alveg drullast í 10 með mikilli áreynslu og erfiði hehe

15.11.2011 19:01

jájá ennþá ræktarblogg

er nú að þessu aðalega fyrir mig til að halda utan um þetta hjá mér...og líka kannski til að halda mér að verki og jújú leyfa litlu sys að fylgjast með að ég sé ekki að klikka á þessu! ;) 
tók dag 1 í dag og skellti mér í gegnum 2x...en ákvað núna að taka 15x í stað 12 og fann bara mun á því og já þyngdi aðeins líka..mar verður nú að finna fyrir þessu.....verður spennó að sjá hvað vikt segir i fyrramáli..en á von á svona 300 gr upp...er raunsæ ;) 

og já muna að segja álit á klippingu! ;) 

14.11.2011 20:46

klipping....valkvíði...

jæja mar þarf víst að fara að stytta þetta hár eitthvað á næstunni...og google núna í gríð og erg einhverjar klippingar til að fara eftir...nokkrar í boði..nú er spurning hvað skal velja...væri gaman að fá skoðun frá ykkur lesendur góðir (ef þið eruð einhverjir) híhí :) 

Númer 1:


Númer 2:


Númer 3:


Númer 4:


EÐA 
Númer 5:


Ég er ekkert endilega að tala um þessa hárliti...bara klippinguna! ;) hehe Þannig að nú er ykkar tími kominn lesendur góðir..spurning hvaða jólaklippingu ég verð með! ;)  svör óskast i athugasemdir! ;) 

13.11.2011 13:10

sunnudagur til ræktar...

..mætti kl 10:30 í morgun og tók dag 2 alveg 2x. Held ég hafi sprengt mig í fyrsta hring hehe þessi helv..tabataæfing drepur mig alltaf! hehe en finn nú samt að verður léttara..þó svo ég deyji... annars tók ég 10 í upphífingu..þannig að er að styrkjast aðeins í höndum...kemur þó hægt sé :) ákvað síðan að kíkja í sundlaugina og tók þar bara smá slökun 50 m baksund og síðan góðar teygjur...finnst alveg ágætt að teygja í vatni...er einhvernvegin ekki eins mikil brussa þar hehe að minnsta kosti sést það minna ;) og síðan smá í heitapottinn...
svo var skotist í bónus og síðan er það formúla...kannski mar horfi aðeins á þessa keppni...síðast þá klikkaði upptakan hjá mér á keppni þar sem hún var um nótt...en þetta er nú ekki mikið spennandi..nema jú Vettel datt út í fyrsta hring núna. Ljúft að fá sér eina litla eggjaköku með tv :) með fullt af grænmet :) 

10.11.2011 21:06

tekið á því í dag...

..dagur 1 rúllaður upp og alveg 3x...nokkuð sátt með það, þokkalega sveitt eftir þetta púl! strax komnir smá strengir og þá eru sérstaklega hendur og læri viðkvæm...en ennþá aum í höndum eftir æfinguna með Arnþóri litla bró á laugardaginn..enda var það hörku handapúl á minn mælikvarða :) 
en helgin framundan og spurning hvort ég fer á laugardag eða sunnudag..að minnsta kosti annan þeirra :) síðan er þetta lika spurning að fara að hendast í sund eitthvað líka með þessu...er svona næstu því farin að sakna sundsins...en hef ekki synt núna í sirka tja 2 mánuði eða svo...sem er asskoti langur tími á minn mælikvarða :) 


09.11.2011 17:19

....

1,4 niður....sátt!

08.11.2011 19:47

áframhald..

..já já þýðir ekkert að leggjast með tærnar uppí loft þó svo verkir í höndum séu ennþá við líði eftir laugardaginn! þokkalegt mar!  En tók dag 2 í dag...að vísu er orðin helv..örtröð í ræktinni og þurfa akkúrat að nota mín lóð og bekki og tæki (þessi örfáu), en reyni að vera kurteis og biðja um að fá að taka mína æfingu á milli og gengur ágætlega...en annars breyti ég bara smá uppröðun til að ná þessu. Það var reyndar mikil þreyta í skrokknum í dag einhver en komst þó í gegnum þetta allt saman...reyndar bara 3 og 1/2 mín í tabata æfinguna...en þá bara dóu fæturnir..! ;) 
þangað til næst...

05.11.2011 17:00

mössun...

...í dag með Arnþóri litla bró...fór á æfingu með honum og tókum við nokkrar velvaldar æfingar! vá hvað ég verð örugglega með harðsperrur í höndum á morgun..ef ekki bara strax í kvöld! :) en bara gaman og síðan spurning hvenær verður aftur..þurfum þá að draga Helenu sys líka með! ;) 

03.11.2011 19:51

ekki klikkað í dag...

...fór í ræktina kl 18:30...frekar seint en var á fundi. Tók dag 1 en bara tvær umferðir..dugði mér ágætlega í dag og var sátt með, reyndi að þyngja í einhverjum æfingum og gekk ágætlega....Þannig fínn dagur og nú er það spurning hvenær mar kíki með litla bró.... ;) á plani :) 

01.11.2011 17:46

finally..

...já skellti mér í ræktina áðan..en tók bara einn hring..ástæða: hjónakornin ætla útað borða í tilefni af 3ja ára brúðkaupsafmæli..ef ekki er ástæða til að fagna því þá veit ég ekki hvað! heheh 
En ákvað samt að taka einn ferskan hring af degi 2...og tók síðan auka á crosstrainer eftir hringinn og síðan teygt vel...náði alveg um klukkutíma með öllu ;) þannig að sátt með daginn og er bara pungsveitt! hehe 
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43