Færslur: 2012 Febrúar

24.02.2012 19:43

uss suss

gleymdi alveg að blogga eftir síðustu rækt..en fór á þriðjudag og tók dag 1...+ 10 mín á crosstrainer en hef aldrei verið svona lengi á því tæki! nokkuð ánægð með mig :)  er að reyna að koma mér í rútínu aftur eftir flensudæmið og gengur þokkalega, stefni á að fara um helgina :) 

19.02.2012 10:24

flensubæli..

eitthvað hefur farið lítið fyrir ræktinni þessa vikuna enda hefur frí flensa verið í heimsókn og vá þvílíkt orkuleysi...hiti og vesen á síðustu helgi (líklega spinningtíma að kenna hehe) og síðan þvílíkt kvef og hósti og slappleiki alla vikuna. Er öll að koma til núna og sé fram á rútínu í næstu viku...hlakka bara til að geta byrjað aftur. 
Nú er mar á fullu að safna fyrir námsferð til Stokkhólms núna í apríl, þannig að ef það er einhver sem vill kaupa páskaegg frá Kólus á 3100/3200 eða nammipoka á 1000 kr þá endilega láta mig vita fyrir næstu helgi... :) 
Þangað til næst...farið varlega með ykkur og passið ykkur á frú flensu..eða herra flensu! ;)

13.02.2012 09:44

atjú...

skellti mér í þennan fína spinningtíma á laugardagsmorgni...en vá hvað mar er ekki í góðu formi, en náði samt ótrúlega að vera með í æfingunum...ekkert svakalega slæm..en samt. Finn að hné eru ekki í besta lagi en það fer vonandi batnandi. 
En þetta varð nú samt til þess að ég ligg í flensu núna...ok kannski ekki spinningtíminn heheh líklega frekar þeir sem eru búnir að vera lasnir í vinnunni hjá mér sem hafa smitað mig...ætla að taka því rólega í dag og næ þá vonandi að mæta í vinnu á morgun :) 

07.02.2012 20:02

haldið áfram..

jæja ég skellti mér áðan og tók dag 1...eitthvað var hendin að hrella mig núna og fékk ég þvílíkan sting og verk þegar ég var að gera einhverjar æfingar...en tók nú samt daginn 2x..að vísu fyrsta hlutann 3x...endaði síðan á crosstrainer í 5 mín. Nokkuð sátt með daginn..en hefði viljað taka allt 3x..en það eru mikið af lóða og handaæfingum á þessum degi þannig að gengur bara betur næst :) 

05.02.2012 13:30

sunnutunnudagur

jæja skellti mér í rækt og tók dag 2...nokkuð sátt með þetta allt saman og náði 10x í upphífingum í fyrri hring og 8x í seinni :) :)  Er ekki ennþá farin að geta dýfur og armbeygjur útaf hendinni en þetta fer örugglega að koma..get gert allar aðrar æfingar með lóðum, tek bara aðeins léttar í hægri hendi, þannig að næ að styrkja hana. Tek bara lóðaæfingar í staðinn fyrir dýfur og armbeygjur. 
Annars fínt að frétta úr fjöllunum..alltaf nóg að gera í vinnunni og cisv að fara á fullt. 

02.02.2012 20:26

vííí

jæja skellti mér áðan í ræktina og tók dag 1 alveg 2x...og þegar það var búið þá skellti ég mér á crosstrainer í 7 mín, þokkalega sátt með það því fyrir svona einum mánuði eða svo þá dó ég eftir 3 mín...þannig að þetta kemur hægt og rólega :) sátt með þetta eftir að vera búin i tækjunum og æfingum. 
Nú rignir eld og brennistein og helv..rok í fjöllunum...annars fínt að frétta..nóg að gera í vinnunni og kellan bara búin að vera að sauma síðustu daga og tek framförum með hverjum degi... ;) hehe
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43