Færslur: 2012 Apríl

18.04.2012 20:06

Stokkhólm - dagur 1

smá svona blogg í tilefni námsferðar...svo gætu komið inn einhverjar myndir við tækifæri, fínt net hérna á hótelinu. :) 
Annars hófst dagurinn snemma, kl 4 að nóttu og rúta kl 5. Síðan gekk allt sinn vanagang. Flugum til Köben..skemmtum flugfreyjum og þjónum mjög vel og voru þau bara nokkuð sátt með okkur ;) við vorum að minnsta kosti næst "flugdólgum" í þessari ferð ;) hehe mikið stuð á liðinu. 
Þurftum að hlaupa í gegnum Castrup þar sem þurfti að bóka allt inn aftur...og síðan að ná flugi til Stokkhólms...hafðist en vorum við hlið tveim mínútum fyrir boarding! ;) Komin smá þreyta í liðið enda eðlilegt. 
Komum til Stokkhólms um kl 16:30...þá hafði ein taskan farið í vitlausa vél og þurftum að bíða í um hálftíma eftir henni..en allt hafðist nú að lokum og við brunuðum á hótelið með flugrútu og leigubíl :) 
Ég og Valdís skelltum okkur í smá göngu og kíktum á lestarnar fyrir morgundaginn...fengum okkur að borða og síðan uppá hótel og nú verður farið að sofa...vakna snemma og skella sér til Järna og skoða eitthvað skemmtilegt þar. 
Þangað til næst... :) 

13.04.2012 20:28

ný vika..eða ein búin..

þá er það næsta vikublogg...gengur ekkert ennþá að blogga oftar :) En hreyfivikan var sirka svona:

Mánudagur: 1 km sund
Þriðjudagur: dagur 1 2x + 10 mín á crosstrainer + 400 m sund
Miðvikudagr: pása
Fimmtudagur: dagur 2 2x
Föstudagur: 700 m sund

Þannig að búin að vera þokkaleg vika...og það var 100 gr niður á viktinni eftir páska..átti ekki von á því reyndar. 

07.04.2012 13:27

Vikan...

jæja er ekkert að standa mig í daglegu bloggi þannig að þetta fer að verða vikublogg... og svona hefur vikan verið: 

Mánudagur: 800 m sund (skrið og bak) komin með verki í mjöðm og bak..en get hreyft mig :) 
Þriðjudagur: Saffran með Helenu (einkaþjálfinn var í forgang þennan daginn hehe)
Miðvikudagur: 1 km sund (skrið og bak)
Fimmtudagur: dagur 2, 2x og dó eiginlega og ákvað því að taka 500 m sund líka.
Föstudagur: langur og strangur...fór í pússl og tövlu og horfið á The vow og eitthvað meira í tv :) 
Laugardagur: spinning..dó þar nokkrum sinnum og svitnaði eins og svín...

sem sagt bara nokkuð sátt við þessa viku...Hitti líka Láru sem ég hef ekki hitt síðan 2002...annsi langur tími..en gaman að spjalla smá. Þarf að gera mér ferð til Gautaborgar fljótlega til að spjalla meira :) hehe
En já nú eru ekki nema 11 dagar í Stokkhólm..hlakka mikið til :) verður  örugglega bara geðveikt..þarf bara að koma mjöðminni í lag svo ég geti notið þess að labba...er eins og skjörgrandi gamalmenni þegar mjöðmin er svona..en hef fengið svona áður og það lagaðist...spurning hvernig mar flýtir því..kannski gott nudd lagið það..athuga það :) 
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43