Færslur: 2012 Júní

29.06.2012 18:53

Fyrsta vikan í sumarfríi :)

jæja já þá er kellan komin í sumarfrí, fyrsta vikan alveg að verða búin...en hún hefur verið viðburðarrík. Fékk hurðaskell á bílinn minn fyrsta daginn, stoppuð af löggunni annan daginn rétt eftir að ég var búin að eyða dágóðum tíma í tryggingum vegna dags 1, dagur 3 fór í CISV enda byrjuðu sumarbúðir í gær :) já og auðvitað fór þá dagur 4 í sumarbúðir líka. Gærdagurinn fór allur í það að keyra og hitta frábær ungmenni allstaðar að úr heiminum og eyða með þeim smá tíma, skjótast í búðina til að allt væri við hendina fyrsta daginn og margt fleira. Við systur vorum í stuði við akstur annaðkvöld. Já og ekki má gleyma því að ég hitti fullt af skemmtilegu fólki sem ég hafði ekki hitt mjög lengi þegar ég var á flugvellinum að bíða eftir ungmennunum, bara skemmtilegt hehe :) 
Hóf síðan þennan dag á því að fara í jarðaför hjá góðum dreng, en hann var hjá mér í Hólabergi þegar ég vann þar fyrir rúmum 12 árum síðan. Yndisleg athöfn og fallegur söngur. 
Það verða rólegheit um helgina, enda þessi vika verið alveg alveg á við tvær vinnuvikur! ;) 
Já ég hef ekki alveg klikkað á hreyfingunni...farið 2x út að ganga...1x í sund, næ vonandi meiru um helgina og næstu viku :) 

04.06.2012 20:39

jájá ég veit...

..hef ekkert staðið mig undanfarið enda hef ég algjörlega verið að klikka á ræktinni..en hef svo sem hreyft mig eitthvað s.s að labba fjárhúsin og svona hehe ;) jú og eitthvað smá í sund... en annars er blessað ofnæmið að fara alltaf jafnilla með mig og vanalega..ég hreinlega verð eitthvað svo þung að koma mér í hluti, erfitt að vakna og gæti dormað allan daginn ef útí það færi..en er að gera mitt besta í því að rífa mig uppúr þessu en mætti ganga betur, en hjálpar að ég er meðvituð um þetta :) þá er auðveldara að vinna með það. 
En já fór í sveitina og reyndi að gera eitthvað gagn þar í sauðburði..vona að ég hafi náð því og ekki flækst mikið fyrir, náði að minnsta kosti að hjálpa lambi í heiminn og gefa nokkrar töflur ;) á eftir að fá myndir frá herlegheitunum auðvitað var mín myndavél ekki á standby þegar ég gerði eitthvað gagn hehe ;) en mikið var nú gaman að stússast í þessu. 
Síðan var ég að reyna að njóta sólar í gær og náði að fá einhvern rauðleitan blæ á mig..en það var nú ekki mjög alvarlegt og hefur náð að jafna sig nokkuð vel í dag ;) þannig að fer að verða normal síðar í vikunni..ef það er hægt :) 
Já síðan voru að koma inn eitthvað af myndum...endilega kíkið á þær..mikil sumargleði í vinnunni á föstudaginn og hefur annað eins fjör ekki fyrirfundist í miðbæ Reykjavíkur! ;) 
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52