Færslur: 2012 Nóvember

26.11.2012 18:32

veiruflensa dauðans...

já hér hefur verið legið í bælinu rúma 10 daga eða svo...hef held ég aldrei á ævi minni fengið aðra eins pest...hóstaköst dauðans...hæsi...hausinn fullur af hor og ég veit ekki hvað...en hef fengið nóg í bili..fór í vinnuna í dag og ætla að hrista þetta af mér...ætla reyndar að sleppa Metabolic á morgun en stefni jafnvel að kíkja á fimmtudaginn....ef að ég verð hætt að hósta lungum og nýrum...já mér líður stundum þannig að minnsta kosti! :) 

En þetta fer allt að koma vonandi...læt þetta ekkert stoppa mig mikið lengur...hef ekki komist í tvær vikur :(  harkan á dýrið og hana nú! :) 

05.11.2012 18:01

tíminn...

...líður of hratt...gleymi alltaf að blogga ;) en það þýðir ekki að ég sé hætt í ræktinni..þvert á móti. Mæti alltaf að lágmarki 3x í viku...fersk og spræk kl 6:05. Fullt af skemmtilegum tímum og alltaf eitthvað nýtt að prófa. Ný vika byrjar á morgun og lítur út fyrir að mar verði alveg pungsveittur þessa vikuna...ekkert gefið eftir greinilega! en verður bara að gaman að sjá hvernig verður...stefni á að mæta 4x jafnvel í þessari viku...skella mér á laugardaginn. Hef sleppt þeim síðustu vikurnar hreinlega vegna þreytu í skrokknum og anna í öðru. 
En sátt með þetta allt saman....:)
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52