Færslur: 2013 Janúar

30.01.2013 07:58

jæja...

..þá heldur sagan áfram..enn einn miðvikudagurinn og við viktin áttum stefnumót í morgun. Við erum ennþá vinkonur eftir þennan hitting. Það var víst 1 kg niður. Þannig að í heildina eru komin 5 kg frá áramótum...er bara helv..sátt! 
Reyni að fara núna alveg 4x í viku í Metabolic og hefur gengið vel undanfarið. Þannig að keep on going og hlutir gerast :) 

25.01.2013 07:52

úff..

...veit eiginlega ekki hvaða æfingar ég hef verið að gera í vikunni sem valda því að ég er varla klósetthæf...er með svo gífurlegar harðsperrur í innanverðum lærum að það hálfa væri eiginlega nóg en væri samt slæmt þá...nú er best að standa bara...helv..erfitt að setjast niður og standa upp aftur. 
En auðvitað heldur mar samt áfram og er búin að fara núna 4x í þessari viku. Vorum í Doubler í morgun og það var engin miskun..úff púff 

23.01.2013 07:38

miðvikudagur...

..þá eigum við stefnumót ég og viktin :)  samkvæmt tölum í morgun þá voru það heil 700 gr niður.. sem þýðir að það eru komin 4 kg frá áramótum...held ég geti bara verið ógesslega sátt með það! þannig að nú er bara að halda áfram. 
Skellti mér i metabolic bæði á mánudag og núna áðan...í morgun var density power tími...allt i lagi en finnst þetta ekki alveg skemmtilegasta útgáfan þ.e að bæta við endurtekningum og svona innan ákveðins tíma.... en þeir eru nú ekki oft þannig að ætla ekkert að röfla yfir þvi meir :) 
Er að passa kattarkvikindi og hefur hann hertekið stólinn minn hér á heimilinu...að minnsta kosti notar hann hvert tækifæri og sefur þar...hendi honum nú í bælið sitt reglulega en hann færir sig alltaf :) 

p.s er ennþá sem vott af hellu í eyra....bagarlegt en fer vonandi að ljúka....

19.01.2013 10:49

vikulok...

það var 4x í þessari viku...nokkuð sátt með það bara :) 

16.01.2013 22:30

nóg að gera...

...já er alveg að standa mig þokkalega í því sem ég hef verið að gera...farið í metabolic og svitna eins og svín....brenni og brenni...ét pensilín en er ekki mikið skárri :( þannig að spurning hvort ég þurfi að heyra í doktor á föstudag....en átti að hringja ef ég yrði ekki orðin góð síðar í þessari viku. 
Alveg staðið mig í engu brauðáti á virkum dögum..og borða lítið sem ekkert af því um helgar... matarklúbbur á síðasta mánudag og stóðst allar freistingar þar..ekki einu sinni ein nammikúla júhú.. ógesslega ánægð með mig eftir það... 
það var viktardagur í morgun...og steig 2x á viktina og hún syndi sitthvora töluna...þannig að veit eiginlega ekki hvora skal taka..þannig að ætla að vera raunsæ og taka 100 gr niður í bili..(hin var 2 kg...en held að hin sé réttari..það er seinni viktunin) en er bara mjög happy með það enda voru það alveg yfir 3 kg í síðustu viku... er alveg arfaslök með þetta...finn að mér líður betur og það er fyrir öllu. 
Þannig að þangað til næst...farið vel með ykkur...er annars að passa kött fyrir tengdó og það er skrýtinn köttur...hann heldur að hann sé hundur held ég!...well eða eitthvað álíka. 

12.01.2013 17:34

enn ein læknaferð...

..jájá maður er ennþá að reyna að ná 100% heilsu eftir helv...pestina í nóvember..finnst þetta nú bara vera orðið alveg ágætt..en síðan ég fékk eyrnabólug í desember hef ég verið með brak og bresti og hellur fyrir eyrum..og þessi vika var í raun verst og heyrði varla í einum nein neinum og ég bergmálið í sjálfri mér..skemmtilegt! 
Þannig að það var enn ein læknaferðin...er ennþá með vökva í eyrum...eða loftbólu eins og læknirinn sagði og telur hún líklegt að það sé stífla í einhverjum af þessum göngum í andlitinu á mér...þannig að nú verður það massív pensilínmeðferð í 10 daga og sterasprey í nös...ef ég er ekki orðin góð á fimmtudag/föstudag í næstu viku þá á ég að hafa samband aftur.  En sem betur fer þá er ég meirað segja aðeins skárri í dag en í gær....finn að það er að losna....enda dáldið sterkar töflur sem mar er á! ;)  Þannig að ég ætla að vera bjartsýn að þetta komi núna! :) er eiginlega búin að fá nóg af þessu ástandi eins og er. 
Annars ógeðslega mikið og skemmtilegt í vinnunni þessa dagana..enda vinnan mín að breytast aðeins :) segi kannski frá því betur aðeins síðar. En að minnsta kosti er mar bara búin á því eftir daginn...vantar svona nokkra klukkutíma í viðbót til að ná að gera það sem ég vildi ná að gera á hverjum degi þessa dagana...þyrfti að vera í vinnunni 16 tíma á dag...hehe  :) 

09.01.2013 07:49

biggest loser...

..líður eins og keppanda í biggest loser sem er í sinni fyrstu viktun hehe...en já það var í raun fyrsta viktun í dag eftir að ég skoðaði aðeins mataræðið og tók út brauð og nammi og gos (nema fengið mér smá sódastream).  Eðlilega missir maður eitthvað meira í fyrstu vikunni en fannst þetta nú reyndar kannski aðeins of mikið....en það fóru sem sagt 3,2 kg (eða eins og þeir segja í biggest loser; you have lost 7 pound this week) en áfram skal haldið...og skemmtilega er að það var að byrja ný sería í B.L. og þá fylgist mar bara með þeim í leiðinni :)

07.01.2013 07:57

mánudagur...

..jæja mætti spræk í morgun, þokkalega sátt bara...alveg ágætis burn tími :)  bakaði brauð á laugardag...og það er meiri hlutinn af því eftir hehe kannski aðalega af því að ég hef lítið verið heima og bara ekki langað í...en sirka 4 sneiðar alla helgina.  Afmæli á laugardag og þar var þetta fína salat í boði en fékk mér pínulitla skúffukökusneið með gulu kremi :)  Þannig að er bara nokkuð sátt með sjálfa mig þessa síðustu daga...

04.01.2013 07:55

fyrstu dagar ársins...

...jæja þessi vika hefur verið alveg þokkaleg...að vísu smá um sprengingar í hverfinu og hefur það jafnvel haft áhrif á svefninn hjá manni...þvílík læti í nótt um 2:30...þannig að ekki var mín í sínu besta formi í morgun í metabolic...en lét mig hafa það og svitnaði eins og svín.  En þetta var tími númer 2 á þessu ári. 
Síðan er planið að mæta 4x í viku frá og með mánudeginum 7. jan...úff púff :)  Nú er ég búin að draga úr brauðneyslu..en það er minn veikleiki i átinu..gæti lifað á brauði. Þannig að það hefur ekki verið neitt brauðmeti síðan á þriðjudag...en hef ákveðið að ég má fá mér smá brauð um helgar..en bara ef ég baka það sjálf :) svo er ekkert víst að mig langi til þess...en það kemur í ljós. 
Annars fína að frétta úr fjöllunum...líst vel á nýtt ár...
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43