Færslur: 2013 Mars

30.03.2013 00:32

Norðurljós

Fyrsta norðurljósamyndin mín... :) kemur með tímanum..verður vonandi betri :) en gæti verið verri... hehe :) 27.03.2013 07:57

datt á bossann...

..metabolic í morgun og það var farið í skotbolt í upphitun...og mín datt svona hressilega afturábak beint á bossann....gott að hann er svona mjúkur...hefur vonandi dregið eitthvað úr högginu uppí bak..en finn aðeins fyrir þessu...þannig að markmið dagsins er að fara varlega með bakið, tók smá íbú áðan..mar má ekki fá í bak áður en fer til Luxemborgar...alveg bannað sko.
Annars var deit við viktina og voru það 200 gr niður og eru því komin 7.7 kg frá áramótum...allt að gerast :) 
Hitti Árbjörgu og Unni á Shalimar í gærkvöldi og oh my god hvað maturinn er bara alltaf góður þar.. maður gleymir samt þessum stað alltaf inná milli. Þarf að muna eftir honum oftar :) 

20.03.2013 07:42

jæja..

þá er kellan vonandi komin úr ruglinu (í bili ;) hehe)  að minnsta kosti hefur síðasta viki verið óvenju góð miðað við vikuna þar á undan. En ruglvikan hefur þau áhrif að það eru ennþá 7,5 kg farin :) en finnst gott að hafa náð mér á það ról aftur :) þannig að kellan sátt bara og ekkert rugl. 
Fór til þjálfans í metabolic í morgun og rétti henni 7 kg sandbjöllu og sagði að þetta væru kg sem væru farin frá áramótum! þannig að nú er þetta að vera meira opinbert en bara hér á bloggi sem enginn les...jú litla sys og mamma....þannig að eins gott að standa sig! :) 
Nú þarf næsta vika að vera góð...enda að koma páskar og síðan fer ég til Luxembourg strax eftir páskana og ekkert metabolic :( ...en ætla að vera dugleg að ganga og hreyfa mig þar :) og já auðvitað passa matinn :) 
En over and out í dag...nóg að gera í þessari viku..skattaskýrslur done..aðalfundur vinnunnar í kvöld, starfsmannafundur á morgun...þannig að nóg að gera :) 
Já og fór á fyrirlestur/kynningu í gærkvöldi hjá Höllu@heima en hún útbýr matarpoka fyrir fólk sem vill kaupa hollan og góðan mat. Fengum einn poka með okkur heim með morgunmat, snakki, hádegismat, safa og te....hádegismaturinn var grænmetislasagna með salati og held pestó..ohhh my god hvað það var gott! ;)  á síðan hitt ennþá eftir...ætla að taka snakkið með í vinnuna en það er gúrka og hummus. Prófa kannski morgunmatinn síðar í dag..en það er chiagrautur.. :)  Hægt að finna hana á fésinu sem Halla@heima  11.03.2013 08:04

bömmer...

...ég vaknaði ekki við vekjaraklukkuna í morgun..skil ekki alveg, aldrei bara gerst áður...hmmm þarf að setja þetta í rannsókn hehe :) en missti þar af leiðandi af metabolic í morgun...og er ekki alveg sátt við sjálfa mig í átinu síðustu daga, þannig að ekki mikil bjartsýni með viktun á miðvikudag :) en life goes on og ef það er eitthvað sem ég hef nóg af þá er það tími :) 

07.03.2013 07:50

jæja..

þá er búið að fá nýja rafhlöðu í viktina....og viti menn 700 gr niður..átti nu ekki von á því þannig að bara helv..sátt :)  þá er heildin orðin 7,5 kg og enn meiri hamingja með það :) 

06.03.2013 07:47

frestun á deiti...

...jamm varð að fresta deitinu í morgun við viktina...ástæða: hún er rafmagnslaus! :) hehe en það verður keypt batterí í hana í dag og næ vonandi deitinu í fyrramáli þá bara í staðinn.  Er ekkert úber bjartsýn fyrir þessa viku enda það mánaðarlega væntanlegt....en well það kemur vika eftir þessa :)  
Annars er vitlaust veður í fjöllunum núna..en fór nú samt í Metabolic í morgun hehe...það er komið í ágætis skafla á nokkrum stöðum hérna í fjöllunum...en mar fer nú í vinnu.. :) þó það væri huggulegast að skríða bara undir sæng og horfa á góða mynd hehe ;) 
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43