Færslur: 2013 Maí

22.05.2013 07:54

bloggleti...

jájá klikkaði eitthvað á vikulega blogginu í síðustu viku...well maður má nú vera latur stundum ;)  annars var siðasta vika þokkaleg..hefði viljað hafa hana betri, en þessi vika hefur verið aðeins betri ;)  Get nú ekki skrifað margra gramma missi þessa vikuna heldur er það í hina áttina... ;) en það er nú bara ekkert til að tala um..200 gr eða svo..það eru samt ennþá 8,5 kg farin :) 
Það hafa verið slatti af útitimum í Metabolic núna í öllum veðrum..mis blautt eða þurrt hehe  en annars var svaðanlegur tími í morgun og held ég að hann dugi restina af vikunni...hann verður eiginlega að gera það þar sem kellan er á leið á Sigló á morgun á fund og verð fram á föstudag...þannig að næ ekki fleiri tímum þessa vikuna, þá þarf maður bara að passa matinn betur :) 

12.05.2013 21:51

Mæðradagur...

það er mæðradagur í dag og í tilefni af því þá tók eg mynd af mömmu :) 


09.05.2013 17:24

mælingar..

jæja lét verða af því að fara aftur í mælingu..fór í cm mælingu í lok ágúst 2012 og hef ekki farið síðan...en þar sem það voru nú farin 8,7 kg þá var kannski kominn smá fiðringur í kelluna að athuga hvernig gengi með annað..þannig að það var brunað útá Álftanesið í gærkveldi..og kom bara nokkuð sátt þaðan út :) 
Á eftir að fá nánari sundurliðun senda til mín þar sem minni mitt er gífulega lélegt..var búin að gleyma tölunum þegar ég kom út..hafði sem betur fer pikkað heildarniðurstöðu í símann hehe :) en já í heildina voru farnir 34 cm...og síðan er svona klíputöng sem mælir eitthvað skemmtilegt hehe en þar voru farnir 55 mm...sem er víst bara helv..gott :)  þannig að kellan fer sátt inní helgina og skellir sér í Metabolic í fyrramáli sem ég skilst að sé útitími..og í fjörunni...hmm spurning hvernig það kemur út.. :) 
Ætli eitthvað svona dæmi verði í gangi:

 
verður spennandi að sjá! ;) híhí

08.05.2013 07:27

sumarleti..

já það var einhver sumarleti í mér síðustu vikuna..gleymdi að blogga og nennti því svo ekki þegar ég mundi eftir því hehe :)  
En annars þar síðasta vika var ekki kannski alveg sú besta...það komu nokkur grömm á kelluna en svo sem skýrar og greinilegar ástæður..þetta mánaðarlega og svona skemmtilegt. En það var bara tekið á því núna og þessi grömm fóru aftur og aðeins meira en það...Þannig að nú er heildin komin í 8,7 kg..sátt?? jebb..þokkalega :)  Nú þýðir ekkert að slá af þó svo sé farið að birta...en þá er ég þannig að þá verð ég latari að æfa og erfiðara að vakna a morgnana...undarlegt..öfugt við held ég marga aðra, en það verður spark í rassinn alveg fram að sumarfríi....
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43