Færslur: 2013 Júlí

31.07.2013 17:33

opinber viktunardagur...

jebb það er vist miðvikudagur og ég hef haft það sem viktunardag síðan á áramótum :) þannig að þá var stígið á hana í dag, síðasti miðvikudagur í sumarfrii....markmið sumarsins að þyngjast ekki í sumarfrii...þannig að þetta var spennandi hver staðan væri! :)  Talan fyrir sumarfrí en þá var farið: 9,3 kg og tala í síðustu viku í sumarfríi er 10,1 kg farin...:) þannig að YES! 

Annars fór ég í metabolic í gær og er að deyja úr harðsperrum í maga og höndum..úff púff og ætla að fara núna á eftir í Reykjanesgöngu sem heitir Reykjaneshryggur...er 2 - 3 tíma ganga. Þannig að verður bara stuð...síðan er metabolictími á morgun...spurning hva mar gerir. :) 

28.07.2013 12:53

Sumarfrí og fleira

jæja það styttist nú í annan endann á sumarfríinu..ótrúlegt hvað þetta liður hratt :)  en annars búið að vera hið fínasta sumar...mikil rigning..fínt fyrir ofnæmissjúklinga hehe en síðustu dagar hafa nú verið stórfínir með sól og blíðu. 
Fórum í finan bíltúr í gær og er hægt að sjá myndir frá því hér á síðunni...og einnig var Döddi frændi að halda uppá 50 ára afmælið sitt í gær :) einnig komnar myndir. 
Ræktarmál...já það var boðið uppá einn tíma í síðustu viku og ég skellti mér og VÁ hvað ég fékk miklar harðsperrur í lærin...þurfti að fá aðstoð frá WC-hurðinni til að setjast og standa upp.. híhí.
Annars hef ég náð markmiðið mínu ennþá en það var að þyngjast ekki í fríinu og held ég að það sé í fyrsta sinn í mörg ár sem það gerist..þannig að bara mjög happy með það :) bíð síðan spennt eftir að Metabolic byrji aftur..og hvað verður í boði...fæ örugglega valkvíða því verður í boði líka í Hafnarfirði en vil gjarnan halda áfram að æfa með þeim sem ég hef verið að æfa með...en samt væri líka gaman að prófa nýtt..þannig að já mikill valkvíði! :) 

09.07.2013 17:48

Sumar - sumar...

óhætt að segja að þetta verði blautt sumar núna...þó komnir nokkrir sólardagar en hafa nú oft verið fleiri á þessum árstíma :) 
Er á ferð og flugi...ekki mikil rækt...en passað matinn og held ég svei mér þá ég hafi ekki þyngst..spurning hvernig vogin í sveitinni virkar..en það verður viktað þegar mar kemur í bæinn aftur. 
Annars bara rólegt.  Set inn myndir ef eitthvað markvert að gerast :) 

Í dag var til moldar borin ung frænka mín en hún varð bráðkvödd á heimili sínu í lok júní. Maður verður hálf orðlaus þegar svona hlutir gerast. Hafði ekki tök á því að fylgja henni síðasta spölinn en hugur minn er hjá fjölskyldu hennar. 
  • 1
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 92
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 895377
Samtals gestir: 110093
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 12:50:09