Færslur: 2013 Ágúst

28.08.2013 19:55

miðveikudagur

jebb...er ennþá heima eftir ævintýri sunnudagsins :)  en þetta er allt að koma...farin að fækka verkjatöflunum..spurning hvernig dagurinn á morgun verður, stefni í vinnu á mánudag :) 
En það þýðir ekkert að sleppa heimsókn á viktina þó svo mar sé hér heima í leti...en það var bara ekkert tekið úr krukkunni..en ekkert heldur sett í hana :) þannig að mín bara í góðum málum. 
Hef farið í gönguferðir með Rocco og hefur það verið bara nokkuð gott...síðan þarf maður að standa upp annað slagið og leika við hann þannig að ég fæ alveg hreyfingu :) 

26.08.2013 13:03

jájá bakið..

..jæja þá fór bakið endanlega...dagurinn i gær var skrautlegur, vaknaði fyrir kl 9 og fékk með tvær íbúfen en ákvað síðan að fara aftur uppí rúm með kælingu á bakið...var bara svona þokkaleg og ákvað því að skella mér framúr og fara í sturtu...en áður þá akváð ég að gefa hömstrunum smá kál..þá kemur þessi þvilíkur verkur og kellan getur bara varla staðið i fæturnar...fer á næsta stól..sem var wcið...og viti menn..hún stóð bara ekkert upp aftur. Fékk kallinn til að aðstoða mig í bol og nærur..því það var ekkert annað að gera en að hringa í 112 og pikka kelluna upp af wc, því ekki leit út fyrir að hún væri að fara að gera það að sjálfsdáðum. 
Síðan kom 112 og voru þeir nú bara nokkuð góðir og vanir að pikka upp kellur af wc...hehe eða þannig :)  mín fékk morfín í æð svo væri hægt að flytja hana og einnig eitthvað meira vöðvaslakandi. Síðan var það bara slysó næstu 12 tímana..fór í myndatöku og kom svo sem ekkert útúr því nema allt í góðu, en ekki stóð samt kellan alveg í fæturnar. Læknar töldu að þetta væri svona svakalegur þursi og tæki einhvern tíma að lagast. Fékk góðar töflur og lyf beint í æð og var það um kl 19:00 að eitthvað fór að gerast...náði þá að minnsta kosti að ganga án gífulegs sársauka...fór síðan heim um kl 22:00. 
Dagurinn í dag, mánudag er svona þokkalegur....fékk góðar töflur með mér heim hehe..og get gengið svona þegar líður á daginn með minni sársauka. En verð þá bara syfjuð í staðinn...vona að þetta taki nú ekki marga daga... :) 

21.08.2013 18:33

viktardagur...miðviku

jebb..það er víst þannig dagur í dag :)  þó svo vikan hjá mér hafi farið í kíró og bakverki þá er ekkert gefið eftir í kjólakrukkunni.. :) hef reynt að passa uppá mataræðið þar sem ég get ekki mikið farið í Metabolic :(  en vonandi í næstu viku...ætla að prufa að fara eitthvað smá, hlýt að geta eitthvað smotterí!! ha! :) hehe
En já aftur að kjólakrukkunni..í síðustu viku þurfti ég að fjarlægja 400 kr úr krukkunni en í dag fór í hana 1100 kr. Þannig að þetta rokkar svona upp og niður...spurning hvor maður sé að missa einhverja vöðva og því að léttast..en það kemur þá bara í ljós :) er í þessu verkefni í rólegheitum. 

19.08.2013 18:33

byrjar vel eða ekki...

jæja þá er Metabolic að byrja aftur og ætlaði kellan að taka það með trukki og mæta alla morgna og massa þetta! Prófa nýju stöðina í Kópavogi og allt!!  
En nei...ég varð að taka systkyni min mér til fyrirmyndar og fá aðeins í bakið...hef ekki fengið svona held ég bara í 8 - 10 ár eða svo....en var ótrúlega heppin að komast strax í tíma hjá Agli kíró í morgun og finn mikinn mun á mér eftir hann...en tími aftur á morgun og verð þá vonandi bara helv..góð...gæti mögulega kannski bara farið i smá metabolic seinni part vikunnar...er það kannski bjartsýni hjá minni? ;) well læt mig að minnsta kosti dreyma um það. 
Hef nú farið útað ganga með Rocco aðeins þannig að smá hreyfing hjá kellu. 

15.08.2013 18:12

miðvikudagur...

já´það var víst miðvikudagur í gær...en aldrei of seint að blogga :)  annars þurfti ég að taka úr kjóladósinni minni í gær 400 kr...en það var í góðu, en fór aðeins of mikið síðast ;)  Hef líka ekki farið í metabolic þessa vikuna..en hefst á fullu í næstu viku :) jibbí. 
Fór í fína gönguferð í gær..eða fjallaferð frekar, gengið var yfir Þorbjörn á Suðurnesjum og var bara dáldið töff...ekkert farin léttasta leiðin upp...en þegar upp var komið þá var þetta í góðu lagi :) falllegt það sem sást...en dáldil þoka skyggði sýn :) þarf eiginlega að fara aftur. En myndir eru komnar hér inn..þannig að hægt að skoða bara sjálf.

09.08.2013 21:43

smá metabolic...

jæja nú styttist í að metabolic byrji aftur á fullu...get varla beðið :) verður spennandi að sjá nýja stundaskrá hjá álftanesi og kópavogi. 
Annars var boðið uppá tíma í morgun og auðvitað skellti ég mér...dauðþreytt og allt sko! :) en fékk þessa fína einkaþjálfun þar sem það var bara ég og þjálfinn :) en helv..góður tími...spurning hvort það koma einhverjar sperrur eftir þetta :) 
Annars bara fínt...gengur ágætlega með Rocco :) 

07.08.2013 23:13

kjólabrúsi fyrsta viktun...

jæja þá var það fyrsta viktun eftir að ég setti mér næsta markmið...nú er spurning hvor mar sé farin að tapa vöðvum..hehe það fóru 1,3 kg...en hef reyndar verið dugleg að passa matinnn alla vikuna, þannig að það hjálpar líka :) 
En annars bara fína úr fjöllunum..það er reyndar kominn nýbúi í fjöllinn sem heitir Rocco og er þessi fíni rúmlega 2ja ára labrador...fengum hann gefins um helgina og er hann algjör ljúflingur :) Það hefur gengið ótrúlega vel með hann og hefur hann farið og hitt aðra hunda í hundagerði hér í Hafnarfirði og mikið verið að leika. 

Nú styttist í að Metabolic byrji aftur og verður bara gaman...það er reyndar tími í fyrramáli en ætla að sleppa honum núna..bæði er HUNDLEIÐINLEGT veður og á að vera útitími ;) ætla að vera eymingi núna hehe....og er eitthvað kvefdrasl í mér og hefur verið síðustu 10 daga eða svo..en allt að koma :) 

02.08.2013 10:39

Jæja

Já ég fór í gönguna á miðvikudag og var hún hin fínasta...enda eru komnar inn myndir :)  en held ég hafi nú eitthvað náð að kvefast eða eitthvað álíka þarna því var hálf slöpp í gær og eitthvað í dag, en ætla að hrista þetta af mér MJÖG fljótlega :) 

En að öðru...þar sem ég náði ákveðnum áfanga í stefnumótum mínum við viktina í vikunni, en markmiðið mitt var að ná 10 kg í júlí. Nú hef ég sett mér nýtt markmið, ætla ekki að segja hve mörg kg en það skýrist... :) ....ég ætla að vera búin að ná því í febrúar 2014 og til þess að hjálpa mér í því hef ég útbúið mér krukku (brúsa) sem ég ætla að greiða í fyrir þau kg sem ég missi....þetta eru 100 kr fyrir 100 gr :) og hvað ætla ég svo að gera við þetta??  Jú ég ætla að fá mér kjól :)   Skal setja hér mynd á eftir...einhverjir tæknilegir örðugleikar í gangi :)  og hér koma myndir stuttu síðar ;) 

  

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43