Færslur: 2013 September

16.09.2013 21:37

síðasta vika...

jájá sé að ég hef klikkað í síðustu viku að skrá hér inn miðvikudaginn...en lífið gengur sinn vanagang og stefnumót við viktina heldur sé alveg...það var einhver ofurvika í gangi og fóru of mörg kg (2,3)...smá magapest í gangi þannig að kannski skiljanlegt..þannig að spurning um að verði smá fitun í þessari viku! :) kemur í ljós. 
Annars var þessi fínu brunch á Nítjánda í gær með fjölskyldunni en móðir bauð uppá þennan dýrindis dag og svei mér þá ef ég var ekki södd ALLAN daginn! og fram á kvöld og nótt og næstum því í morgun líka! úff
Annars erum við Rocco gífurlega duglega að fara útað ganga og bara eigum hrós skilið hehe :) Hann er nú núna að fylgjast með hömstrunum...ekki alveg sáttur við að þeir hlaupi hér útum allt í kúlunni :) en heldur honum uppteknum :) 

04.09.2013 18:37

víví

jebb enn einn miðvikudagur...ég blogga bara á þeim dögum...gleymi alltaf öllum hinum. 
En annars fór kellan í vinnuna á mánudaginn og er bara orðin nokkuð þokkaleg...einhverjir smá verkir aðalega útí mjöðm en ekkert sem er að drepa mig, og verð betri með hverjum degi :) 
Hef verið að fara út að ganga með Rocco og hjálpar það heilmikið, tökum svona 2 - 3 km í rólegheitum. 
já en það var víst krukkudagur eða viktun í dag og núna fór 600 kr í krukkuna góður :) bara happy með það. Þannig að allt á réttri leið. 
Annars á hún Ragnheiður stórfrænka stórafmæli í dag...rétt orðin 50 ára! :) til hamingju með það! :) vúhú... :) 
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52