Færslur: 2013 Desember

24.12.2013 23:29

Gleðileg jól

Kæru vinir og vandamenn :) 
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hef ekki alveg verið að standa mig í bloggi síðustu vikna enda verið nóg að gera...einhvernvegin þá bara varð allt brjál og kellan að vinna fram á kvöld við ýmiss verkefni og hafði varla tíma til að sofa...en það leið hjá og jólin komu...og já ég var nú samt ógesslega dugleg í ræktinni síðustu vikur...mætti alveg 3 - 4x í viku og meirað segja í morgun! :) enda harðsperrur eftir því... ;)  
En aðfangadagur hefur verið alveg lovelí, og kvöldið líka. Frábærar gjafir frá frábæru fólki, kjóll, eyrnalokkar, sængurföt, sokka, eyrnaband, gjafabréf fyrir skóm (eða ég búin að ákveða það hehe), leikhúsmiðar, bækur, kertastjaki, könnur og rjómakanna, vettlingar, púði og já bara geggjað!  Takk fyrir mig frábæra fólk! :) knús og kram á alla

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43