Færslur: 2014 Janúar

23.01.2014 20:29

jamm og já

ætlaði nú að verða duglegri hérna..en einhvernvegin liður tíminn svo hratt eitthvað! :) en í síðustu viku þá fór ég í smá mælingu, minni fituprósenta miðað við síðast, en aðeins þyngri en í síðustu mælingu í nóvember minni mig. :)  en nokkrir sentimetrar fóru líka :) 
En já síðan var viktun í gær og hafði ég víst bætt á mig 600 gr :) enda var smá sukk á kellu kvöldið áður og aðeins í vikunni...þannig að bara happy times að var ekki meira :) 

15.01.2014 18:03

viktun...

jæja það var viktun í morgun..300 gr var það heillin..bara alveg ágætt finnst mér, gæti verið minna hehe.  En annars ætla ég að fara í mælingu á morgun og verður spennandi að sjá hvað gerist þar, á nú ekki von á minnku frá síðustu mælingu...hafði verið slæm í maga á þeim tíma og lítið borðað...en kemur í ljós :) 

13.01.2014 20:49

úff púff

já segi nú bara úff púff...í morgun var í boði að taka annað hvort Metabolic 1 eða 2...auðvitað valdi ég 2...en spurning hvort það hefði gerst ef ég hefði vitað hvernig ég yrði á eftir...djí mar. Klára hreinlega alla orku í þessum tíma fyrir daginn...var auðvitað bara helv..góður tími...en vá það má vera millivegur á orkueyðslu... er búin að vera hálfdottandi í allt kvöld og að vísu smá höfuðverkur núna..en það jafnar sig. Einnig er farið að bera á þvílíkum harðsperrum..en það verður samt skrölt í fyrramáli í tíma..en ekki nr 2 fyrir mig þá! alveg á hreinu hehe. 

08.01.2014 21:57

fyrsta vikan

jæja þá hefst skemmtunin aftur vúhú...hehe ;)  en fyrstu vikuna þá eru það 1,3 kg...helst sem ég gerði núna var að taka út blessað brauðið..mitt uppáhald...hefur ótrúleg áhrif þegar ég sleppi því...síðan auðvitað minnkað sætindin..ekki alveg sleppt þeim mar þurfti að klára lagerinn híhí. 

07.01.2014 18:04

Hamstrahimnar...

já það kom að því...Billi hamstur dó í dag, kom að honum i morgun orðinn mjög langt leiddur greinilega en það hefur gerst mjög hratt, því hann var sprækur sem lækur í gærkvöldi. Fór með hann á dýraspítalann og var hann svæfður svo hann myndi ekki kveljast síðustu klukkutímana. Nú er spurning hvað Villi hamstur lifir lengi en það er bróðir hans. Þeir hafa nú átt alveg ágætla ævi..enda að verða 2ja ára gamlir sem er víst nokkuð gott fyrir hamstra. 
Annars hefur mín bara verið í afáti undanfarna daga..gengur hægt og rólega...viktin á morgun..planið er að mæta 4x í viku í Metabolic...síðan er spurning hvort mar kíki í foamflex...gæti verið ágætt með segir litla sys..hehe en æi er dáldið löt eftir vinnu og tíminn er kl 20:00 að kveldi og síðan kl 12 á sunnudegi....skoða það.. :) 

02.01.2014 19:42

Ný markmið...carry on..

jæja það var viktin í morgun og hafði kellan eitthvað aðeins blómstrað um jólin...en þau blóm fara vonandi fljótlega í burtu aftur hehe....gæti tekið smá tíma...en þýðir ekkert að gefast upp enda skemmtilegt verkefni :) 
Metabolic i morgun og mar var bara næstum þvi drepin...hehe finisher hét 500...en ég tók 250 í þetta sinn, annars mætt of seint í vinnu hehe  en já 500 var sem sagt 100 armbeygjur, 100 hnébeygjur, 100 mjaðmaréttur, 100 afturstig og 100 englahopp...tók 50 af hverju, en þá var tíminn búinn og vel það...en einhverjir náðu að klára...geri það síðar :) Ágætt að byrja árið í viku 4.....það er vinavika í næstu viku :)  

01.01.2014 21:41

Gleðilegt ár! :)

Gleðilegt ár þeir sem kíkja hér enn....ætla að vera dulega á nýju ári hér...hehe að vanda...og ætla að byrja á því að setja inn síðustu myndir ársins núna fyrir helgi..eða um helgina :) 


  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43