Færslur: 2014 Febrúar

20.02.2014 21:37

kellan slöpp enn....

ja það er ennþá slappleiki í kellunni og ekki ennþá verið farið í ræktina síðan 5. feb eða svo...en markmiðið er að fara 2x í næstu viku til að koma sér af stað aftur. 
Ennþá leiðinda hósti og ekki nær maður almennilega að hvílast svoleiðis...en þetta er nú svona að koma en of hægt að mínu mati! ;) 
Annars var ég á fyrirlestri í kvöld um jákvæða sálfræði og hvernig hægt er að nýta hana í markmiðsetningum og eitthvað fleira...voða mikið af orðum og svona skemmtilegt..self compassion og eitthvað meira skemmtilegt :) bjartsýni og svartsýni, jákvæðni og neiðkvæði og já bara ýmislegt fleira. Spurning hvort maður muni eitthvað af þessu....kannski liggur þetta svona á bakvið og maður tengir síðar. 
Matarklúbbur var haldinn hérna á síðasta mánudag og var það bara mjög hugguleg kvöldstund með skemmtilegum kellum. 
Þarf líklega að fara að kíkja í símann minn og athuga hvort einhverjar myndir komnar á þessu ári..þ.e einhverjar fleiri og setja hér inn..hef það sem markmið helgarinnar :) 

08.02.2014 10:51

jájá...

alltaf þegar maður ætlar að vera dugleg hérna þá klikkar það :) en annars hef ég verið alveg að standa mig í ræktinni...flakka frá 1 - 2 kg. 
Annars hef ég legið í bælinu síðan á miðvikudag...þvílík og önnur eins pest hefur ekki komið hér í hús síðan 2012 þegar ég fékk hóstapestina...veit eiginlega ekki hvort er verra núna..nú er það mikill hiti, höfuverður og hósti og já bara allskonar..er alveg bakk bara 3 dögum síðar..vona að þetta fari nú að taka enda. 
Missi af tombólu ársins í vinnunni í dag sem er liður í fjáröflun okkar fyrir Finnland :( en það þýðir víst lítið að gráta það buhu..
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43