Færslur: 2014 Júlí

26.07.2014 20:30

Ganga 26.júlí :)

jæja þá var það ganga dagsins sem var alveg ótrúlega skemmtileg...en vá þetta var vel fyrir utan þægindaramman enda var gengið í yfir 9 tíma...og hér er smá yfirlit yfir hvað var gengið: Helgarfelli , Æsustaðarfjall, Reykjafell , Torfadalshryggur, Grímmansfelli , Stórhóll og Flatfell....þetta er rúmlega 1500 metra hækkun í heildina...voru í kringum 20 og eitthvað km.... og síðan var svona síðasti viðkomustaðurinn Helgufoss...ótrúlegar flottur :) 


Síðan eru fætur í rúst...en lagast vonandi bara fljótlega um helgina :) þurfa að vera komin í lag fljótlega þar sem það styttist í Fimmvörðuhálsinn :) helgina eftir Versló! vúhú :) 

23.07.2014 13:42

sumarfrí - veikindi...

jebb...sumarfrí hafið og hófst það á læknavaktinni...mögulega steptókokkar með hita og huggulegheitum.. fékk að minnsta kosti lyf við því :)  sem fer ekki vel í maga...er á svo miklum lyfjum að ég man orðið ekkert hvenær á að taka hvað og gleymi alltaf einhverjum hehe ;) þarf líklega að fara að fá mér svona lyfjabox..svo ég muni nú eftir þessu! 
Annars styttist í Fimmvörðuháls og mikil spenna orðin hjá frúnni...þessi vika átti að fara í æfingar..en nei það endaði í daytime tv, að minnsta kosti í bili...verð vonandi orðin góð fyrir helgina og get þá farið í góða göngu með með hópnum mínum sem er æfing fyrir Hálsinn :) 

12.07.2014 17:14

Ganga

jæja skellti mér í göngu með Helenu systir í dag...við komum okkur uppá toppinn á Helgafelli í Hafnarfjarðarlandi....við vorum 1 klst á leiðinni upp og er ég nú bara nokkuð sátt með það :) vorum mun fljótari niður :) 
Spurning hvað verður næst...spennandi :) 

03.07.2014 19:42

það er komið sumar..eða??

já það byrjar ekki alveg nógu vel eða hvað? :) annars er júní rétt búin og ég ekki komin í sumarfrí en samt nú þegar búin að fara 3 helgar útúr bænum. Byrjaði á því að fara langa helgir norður á Strandir og mikið var það nú dásamlegt bara. Síðan var það ættarmót með skemmtilegu fólki og svo að lokum Hamingjudagar á Hólmavík þar sem við hjónakornin úr fjöllunum vorum með sölubás að selja vörur frá okkur á www.hausverk.is. Gekk bara mjög vel og allir sáttir. 
Nú verður því tekið rólega fram að sumarfríi..eða þannig, það er kominn tími á æfingu fyrir Fimmvörðuháls sem verður í ágúst...græjur að vera komnar í hús þ.e jakki, undirföt og eitthvað fleira smotterí :) 
  • 1
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 92
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 895377
Samtals gestir: 110093
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 12:50:09