Færslur: 2014 Desember

31.12.2014 16:35

Árið 2014

já þetta hefur verið ótrúlegt ár eitthvað....hver hefði trúað því að á árinu 2014 færi kellan að ganga eins og brjálæðinur og missa neglur á tám vegna þess?? well ekki ég, það var að minnsta kosti ekki neitt nálægt áramótiheiti mínu (ef ég hef verið með eitthvað) ;) já og hver hefði trúað því að kellan færi líka í fallhlífastökk á gamalsaldri! já sem sagt ótrúlegt ár eitthvað. 
Gerði margt ótrúlega skemmtilegt og með ótrúlega skemmtilegu fólki, hvort sem það var með kallinu, nánustu fjölskyldu, annari fjölskyldu, vinum, vinnufélögum og og og og því ótrúlega fólki sem ég hef kynnst í gegnum árið meðal annars í þeim frábæra gönguhóp sem ég er í...hefði sko ekki vilja missa af því að kynnast þeim! :) 
Ef ég á að draga eitthvað út sem stendur uppúr á árinu er það helst tvennt sem ég myndi segja... og það er þegar ég fór í fallhlífastökkið í júní með Helenu sys..þvílíkt og annað eins brjálæði hef ég aldri gert áður ;)   og síðan gangan yfir Fimmvörðuháls, það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert á minni æfi líkamlega og andlega, fór vel yfir þægindarammann minn á þeirri göngu en mikið svakalega var þetta magnað og eiginlega ólýsanleg ferð...ylja mér við myndirnar reglulega :) 
Ég tók árið í gegn á einni mínútu...og það er ótrúlega mikið af útivistamyndum þetta árið...hefði líklega orðið svona árið 2013... en skemmtilegt og segi ég því Gleðilegt ár til ykkar allra og takk fyrir árið sem er að líða :) ótrúlega skemmtilegt ár :) 

https://www.youtube.com/watch?v=SNdmIvDx0wA   (vona að þetta virki :) ) 

27.12.2014 23:34

Jól og fleira...

já jólin hafa liðið undurhratt..alveg ótrúlegt alveg. Gleymdi meirað segja að setja hér inn jólakveðju til allra...geri það bara núna ;) Gleðileg jól allir sem kíkja hér inn...sem ég geri mér reyndar enga grein fyrir hvað eru margir :) 
Annars fékk maður fullt af mörgu nytsamlegu og fallegu í jólagjöf :) þetta eðal höfuðljós frá eiginmanninum sem á eftir að koma að góðu gagni á nýju ári og einnig hálsmen og eyrnalokka sem mig langaði dáldið mikið í :)  síðan var það kjóll, leggings og hálsklútur frá foreldrum, legghlífar, hálsklútur,hálsmen frá litlu sys og heimaprjónaða sokka og leikhúsmiða frá litla bró og Allý, peysu frá tengdó, jólatréslampa og vettlinga frá ömmu dóru, lampa frá dísu frænku, sérvettustatív og sérvettur frá jóa klemma frænda..já held ég sé ekki að gleyma neinu... en allt þetta kemur sér að góðum notum. 
Fór síðan í dag og gekk mína fyrstu göngu á Esjuna..þ.e upp að Steini..var bara þokkalega töff enda mikill snjór yfir öllu :) en gaman að fara með litlu sys og litla bró í þessa jólagöngu :) 

14.12.2014 16:33

Desember..

já sæll...held ég hafi ekki bloggað síðan í október..eða var það nóvember :) en að minnsta kosti er ekkert á forsíðunni hjá mér og það gengur ekki :) 
annars er alltaf nóg að gera í fjöllunum...endalaust eitthvað útum borg og bí. EInnig höfum við verið mikið núna á jólamörkuðum að selja afurðir Hausverks.is, þannig að endilega fylgjast með hvar við erum hverju sinni á www.hausverk.is :)  
í gær var þetta fína og flotta afmælisveisla hjá litla bró en hann varð 30 ára núna 6.des :) takk fyrir mig, þetta var alveg stórfínt! :) það koma inn myndi vonandi í dag... ;) 
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43