Færslur: 2017 Janúar

12.01.2017 20:21

Aftur að blogga - spurning?

jæja það er víst eitt og hálf ár síðan ég setti hér eitthvað niður á blað...spurning hvor 2017 sé árið að tjá sig! Hef svo sem ekki hugmynd hvort einhver komi hérna inn ennþá...en þetta er svo sem aðalega fyrir mig sjálfa emoticon
Alltaf eitthvað að gerast í þessari veröld. En ætla ekki að fara neitt yfir það sem hefur verið í gangi síðustu mánuði..það er nýr dagur og nýtt ár og ný tækifæri. 
Í lok síðasta árs fór í ég læknatékk og í ljós kom að ég er með alltof háan blóðsykur og útskýrir þá það slen sem var búið að liggja yfir mér síðustu mánuði og ýmiss önnur einkenni.  Kellan var bara sett beint á insúlín og nú eru komnar 3 vikur..og þetta er alveg ótrúleg hvað þetta hefur haft áhrif. Hef svo skýr  dæmi að það hálfa væri nóg.  Gönguferðir eru mun léttari og hef ég aukið hraðann gífurlega. 
Sem dæmi þá hef ég gengið nokkrum sinnum á Þorbjarnarfell..ef ég hef farið veginn þá tekið tímann hve lengi upp...síðustu tvo ár hef ég svona verið ca 30 - 35 mín...á síðasta laugardag var ég 19 mín.  Þegar ég hef labbað hringinn i kringum Þorbjörn þá hef ég verið klukkutíma og 18 mín eða svo..í dag var ég klukkutíma og 9 mínútur.... endalausi þorsinn er farinn..þarf núna að muna eftir því að drekka. 
Þannig að nú verður gaman að sjá hvernig þetta þróast allt...þarf að fara að taka göngu með gönguhópnum mínum og sjá hvernig ég kem út með þeim emoticon

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43