Færslur: 2018 Febrúar

18.02.2018 16:26

Fjaran og hafið - FÍ Alla leið

Í dag farið og gengið í fjörunni við Þorlákshöfn. Þetta er ótrúelga flott sandfjara og markmiðið var að æfa sig að labba í sandi, sem oft líkist því að ganga í snjó..æfing fyrir Eyjafjallajökul emoticon
En þetta var 17,4 km ganga segir garmin og var nú gengið á ágætis hraða á köflum að minnsta kosti. Þetta tók nú alveg ágætlega á læri, rass og já bara fætur almennt. Verður spennandi að sjá hvernig skrokkurinn verður á morgun.   En flottur dagur. 
17.02.2018 18:47

Út fyrir rammann

Aðeins farið útfyrir rammann á fimmtudaginn. Var boðið að fara í hestaferð með vinnufélögum og auðvitað skellti mar sér...ekki nóg með það heldur fór ég líka í hraðari hóp þegar var boðið uppá hægt og hratt! hehe en þetta var ótrúlega skemmtilegt og síðan var farið í heita pottinn á eftir, huggulegur matur og ýmislegt spjallað og unnið. 


13.02.2018 07:20

Bollurdagur

Bolludagur hefur sérstaka merkingu fyrir mig....og í raun skiptir ekki máli hvort hann er í febrúar eða mars. Bolludagur er dagurinn þar sem ég fór á kynningarfund um gönguhóp fyrir Feita, Fallega og Frábæra, en þannig var auglýsing sem ég sá. Fannst þetta svo geðveik auglýsing að ég mætti ásamt risastórum hóp af fólki... já og við vorum ansi mörg sem héldum út heilt ár í þessu verkefni hjá Ferðafélagi Íslands..og við erum ansi mörg sem höldum ennþá áfram að ganga, hver á sinn hátt. Þyki óendalega vænt um þetta frábæra fólk sem ég hef farið með í æði ferðir og endanlegan fjölda af göngum og komið mér upp á hina ótrúlegustu toppa! Þið eruð öll frábær! Þannig að til hamingju með Bolludaginn!  Þessar myndir eru frá Fimmvörðuhálsgöngunni okkar 2014 og Hornstrandaferð 2015.
12.02.2018 21:48

Reykjafell - Æsustaðafjalla - Skammidalur

Já það var nú full þörf á að skella sér í göngu eftir þennan dag...nóg að stússa í vinnunni og um leið smá stúss í CISV :) en allt endaði þetta vel og ég ákvað að skella mér bara með Alla leið hópnum í göngu á Reykjafell og Æsustaðafell.  Þetta voru um 6,5 km tók ágætlega á. 
Ragnar fararstjóri upplýsti mig á leiðinni uppá Reykjafell að á þessari leið hafði maður látist... gott að vita að ég hefði þá að minnsta kosti ekki orðið sú fyrsta híhí emoticon
En já flott ganga í bara alveg ágætis veðri...smá vindur og skafrenningur á toppum, en logn og blíða þess á milli. Engin ofankoma
03.02.2018 15:38

Stóra-Reykjafell við Hveradali - Eldborg

Ganga dagsins var á Stóra-Reykjafell sem er fyrir ofan skíðaskálann í Hveradölum. Þetta var bara alveg ágætis ganga. Ekki farið á fleygiferð eins á mánudaginn. Þokkalegur hraði, vindur, skafrenningur á köflum en ekkert kalt þannig lagað. 
Nýja fína ullarpilsið mitt kom reyndar að góðum notum í dag, sérstaklega þegar kom að nestistímanum og setjast þurfti niður.  
Við gengum um 6 km á 2:30 klst. Um 500 m hækkun held ég ef ég kann að lesa þetta rétt af gps tækinu hehe :)  

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43