23.05.2018 21:50

Þorbjörn 21. maí

Vinna í því að koma sér í gang aftur. Fór aftur í göngu á Þorbjörn. Fór upp hjá Selskógi, uppá topp, niður Gyltustíginn og síðan meðfram Þorbirni Bláa Lóns megin. Endaði í 5 km. Fína veður alveg... en eitthvað kvef að koma í mig og daginn eftir var ég orðin frekar slæm og raddlaus! :) 


23.05.2018 21:39

Úlfarsfell með snillingum 17. maí

Í dag var snillingaferð! Fór með hóp úr vinnunni í smá göngu á Úlfarsfell. Ég gat því miður ekki farið með þeim alla leið þar sem ég þurfti að fara á fund...en frábært það sem ég náði að ganga. Það var smá rigningarúði og vindur...en fórum skógræktamegin til að fá aðeins meira logn...eða kannski frekar minna rok! 11.05.2018 17:58

Þorbjörn 10.maí 2018

jæja þá kom ég mér af stað aftur, hef verið í smá lægð eftir Eyjafjallajökul :) en það var bara vel þegin hvíld. Táin mín náði aðeins að jafna sig en hún marðist helling eftir Hafnarfjallið og svo komu 2 helgar í viðbót í röð þannig að náði ekki að jafna sig fyrr en eftir Eyjafjallajökul. 
En já skellti mér á Þorbjörn í gær, það var mjög fínt bara..fór veginn umm og alveg á toppinn. Held ég hafi nú bara sett persónulegt met... var 14 mínútur upp veginn uppá brún... síðan frá bíl og uppá topp voru það 34 mín.. en þar á milli stoppaði ég aðeins og tók snapp af Helenu sys en hún var að hlaupa þarna með vinkonum...og spjallaði aðeins við hana í síma :)  en fór sömu leið til baka í rólegheitum. Rétt rúmur klukkutími í þessa ferð.  Veðrið var smá rigning...blautur dagur. 


  • 1
Flettingar í dag: 6616
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 887
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 822947
Samtals gestir: 105137
Tölur uppfærðar: 25.5.2018 12:01:40