Uppskriftir

Já ég er svo mikil uppskriftamanneskja að ég ákvað að gera sér síðu um það! hehe   Að vísu er þetta að ósk þeirra sem eru með mér í matarklúbb...sem við höfum ekki ennþá náð að skíra.  En hér er fyrsta uppskriftin:

Laxabollur með sinnepssósu
170 gr ferskur lax (hakkaður)
100 gr grænar baunir (má sleppa þeim)
100 gr gulrætur (rifnar gróft)
100 gr kúrbítur (saquash) (rifinn gróft)
6 tsk hveiti
Má setja Kaper + sinnep eftir smekk, salt og pipar + smá sítrónusafi

Sinnepssósa
1 dl AB léttmjólk
1/2 tsk dion sinnep
1/2 tsk sítrónusafi
salt og pipar

Blandið grænmetinu saman við hakkaða laxinn.  Bætið hveiti, kryddi og smá sítrónusafa saman við. Bæta má kapers og sinnepi við eftir smekk. Steikt á pönnu við vægan hita.
Öllu efni í sónunni er blandað saman og bragðbætt eftir smekk.
Sósunni er hellt á disk og borðað með laxabollunum og grænum baunum.


Lítil brauð með túnfiski
4 rúnstykki
3 egg harðsoðin
100 gr 26% ostur, rifinn
1/2 laukur, saxaður
1/2 græn paprika, söxuð
1 dós túnfiskur
salt og pipar
1 1/2 msk majones
1 1/2 msk sýrður rjómi
steinselja

Öllu blandað saman og sett í rúnstykkin gasalega gott!

Japansku Kjúklingaréttur

4 bringur, skinnlausar

Kjúklingabringur skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu. Sweet hot chillisósu hellt yfir og látið malla í smá stund.

 

Sósa:

1/2 bolli olía
1/4 bolli Balsamic edik
2 msk Agave syrup
2 msk soyasósa
Þetta er soðið saman í ca. 1 mín, kælt og hrært í annað slagið meðan kólnar (ef ekki hrært skilur sósan sig!).

Þetta er steikt sér:

1 poki núðlur (instant súpunúðlur) - ekki krydd.
möndluflögur (3-4 matskeiðar) eða eftir smekk
sesamfræ (1-2 matskeiðar) eða eftir smekk
Þetta er ristað á þurri pönnu, núðlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst því þær taka lengstan tíma, síðan möndlurnar og fræin. Kælt. (ath. núðlurnar eiga að vera stökkar).

Salatpoki (blandað t.d.)
tómatar(t.d. sherry tómatar)
1 mangó
1 lítill rauðlaukur.

 

Allt sett í fat eða mót. Fyrst salatið, síðan núðlugumsið ofan á svo balsamic blandan yfir og að síðustu er heitum kjúklingabringuræmunum dreift yfir. Síðan er þetta borið á borð með brauði og borðar með gleði J


Ath. gott er að geyma eitthvað af sósunni og bera fram með réttinum. Sósan er líka góð með brauðinu

Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43