12.09.2018 23:32

Keilir 12. sept 2018

Þá er ég búin að ná að komast á rétt ról hér á bloggi...komið að göngu kvöldsins.  Fór með gönguhóp sem kallar sig I.M.K Adventures. Farið var á Keili og þar sem ég hafði aldrei farið þangað áður ákvað ég að skella mér með þessum hóp. 
Það er oft erfitt að fara að ganga með nýjum hóp en þarna var ég í alveg eðal félagsskap og var þetta mjög skemmtileg ganga. Aðeins hraðari kannski en ég er vön að ganga en gott að finna að maður getur þetta alveg...er að æfast í hraða :) 


Þarna er ég á toppi Keilis. Smá vindur var á toppnum en að öðru leiti var geðveikt veður.  VIð vorum um 2 og hálfan tíma í göngu með stoppum. Þetta eru víst um 7 - 8 km. GPS tækið mitt er á einhverju trippi og sagði 211 km...sem er nú alveg ágætt svo sem hehe en hæpið að ná því á 2 og háflum tíma :)  

12.09.2018 23:27

Bæjarháls 7. sept 2018

Það var kíkt aðeins í Bjarnafjörðinn núna í byrjun september og vegna veðurblíðu þá var ekki annað hægt en að skella i eina göngu, tók 9 km labb um Bæjarháls. Hreint dásamlegt. Ég hafði gengið Bæjarháls áður og hafði einnig tekið mynd á svipuðum slóðum, mundi ekki alveg hvenær en ákvað að leita að myndinni og fann hana. Það var árið 2014 sem ég gekk þessa leið og var það á svipuðum árstíma...ákvað að skella í smá fyrir og eftir mynd af þessu tilefni til skemmtunar!Hreint dásamlegt! 

12.09.2018 23:20

Þorbjörn 26. ágúst og Úlfarsfell 29. ágúst

Það leið smá tími þarna á milli gangna. En ástæðan fyrir því var sú að ég skellti mér á eitt alþjóðaþing á vegum CISV. Það var haldið í Holllandi og var bara alveg ágætis ráðstefna. 
En í lok ágúst voru teknar tvær göngur, ein á Þorbjörn og síðan ein á Úlfarsfell með Árbjörgu. Ljúft að vanda að fara á þessi fell. 

12.09.2018 23:10

Glymur 12. ágúst 2018

Jemindur minn..ég hef alveg klikkað á þessu bloggi síðustu vikurnar, það þýðir ekkert að ég hafi legið í einhverri leti...þvert á móti. Ætla að skella núna inn nokkrum færslum frá síðustu göngum. :) 
En þann 12. ágúst fór ég í fyrstu gönguna mina að Glym. Það var bara hið fínasta veður og var ótrúlega fallegt þarna. Set eina mynd hér með okkur systrum og set síðan inn fleiri myndir í almbúm á næstu dögum. 


  • 1
Flettingar í dag: 166
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 148
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 856165
Samtals gestir: 107691
Tölur uppfærðar: 24.9.2018 20:41:49