18.02.2018 16:26

Fjaran og hafið - FÍ Alla leið

Í dag farið og gengið í fjörunni við Þorlákshöfn. Þetta er ótrúelga flott sandfjara og markmiðið var að æfa sig að labba í sandi, sem oft líkist því að ganga í snjó..æfing fyrir Eyjafjallajökul emoticon
En þetta var 17,4 km ganga segir garmin og var nú gengið á ágætis hraða á köflum að minnsta kosti. Þetta tók nú alveg ágætlega á læri, rass og já bara fætur almennt. Verður spennandi að sjá hvernig skrokkurinn verður á morgun.   En flottur dagur. 
17.02.2018 18:47

Út fyrir rammann

Aðeins farið útfyrir rammann á fimmtudaginn. Var boðið að fara í hestaferð með vinnufélögum og auðvitað skellti mar sér...ekki nóg með það heldur fór ég líka í hraðari hóp þegar var boðið uppá hægt og hratt! hehe en þetta var ótrúlega skemmtilegt og síðan var farið í heita pottinn á eftir, huggulegur matur og ýmislegt spjallað og unnið. 


13.02.2018 07:20

Bollurdagur

Bolludagur hefur sérstaka merkingu fyrir mig....og í raun skiptir ekki máli hvort hann er í febrúar eða mars. Bolludagur er dagurinn þar sem ég fór á kynningarfund um gönguhóp fyrir Feita, Fallega og Frábæra, en þannig var auglýsing sem ég sá. Fannst þetta svo geðveik auglýsing að ég mætti ásamt risastórum hóp af fólki... já og við vorum ansi mörg sem héldum út heilt ár í þessu verkefni hjá Ferðafélagi Íslands..og við erum ansi mörg sem höldum ennþá áfram að ganga, hver á sinn hátt. Þyki óendalega vænt um þetta frábæra fólk sem ég hef farið með í æði ferðir og endanlegan fjölda af göngum og komið mér upp á hina ótrúlegustu toppa! Þið eruð öll frábær! Þannig að til hamingju með Bolludaginn!  Þessar myndir eru frá Fimmvörðuhálsgöngunni okkar 2014 og Hornstrandaferð 2015.
12.02.2018 21:48

Reykjafell - Æsustaðafjalla - Skammidalur

Já það var nú full þörf á að skella sér í göngu eftir þennan dag...nóg að stússa í vinnunni og um leið smá stúss í CISV :) en allt endaði þetta vel og ég ákvað að skella mér bara með Alla leið hópnum í göngu á Reykjafell og Æsustaðafell.  Þetta voru um 6,5 km tók ágætlega á. 
Ragnar fararstjóri upplýsti mig á leiðinni uppá Reykjafell að á þessari leið hafði maður látist... gott að vita að ég hefði þá að minnsta kosti ekki orðið sú fyrsta híhí emoticon
En já flott ganga í bara alveg ágætis veðri...smá vindur og skafrenningur á toppum, en logn og blíða þess á milli. Engin ofankoma
03.02.2018 15:38

Stóra-Reykjafell við Hveradali - Eldborg

Ganga dagsins var á Stóra-Reykjafell sem er fyrir ofan skíðaskálann í Hveradölum. Þetta var bara alveg ágætis ganga. Ekki farið á fleygiferð eins á mánudaginn. Þokkalegur hraði, vindur, skafrenningur á köflum en ekkert kalt þannig lagað. 
Nýja fína ullarpilsið mitt kom reyndar að góðum notum í dag, sérstaklega þegar kom að nestistímanum og setjast þurfti niður.  
Við gengum um 6 km á 2:30 klst. Um 500 m hækkun held ég ef ég kann að lesa þetta rétt af gps tækinu hehe :)  

29.01.2018 22:15

Helgafell - FÍ Alla leið

Þá var það önnur gangan með Alla leið. Í kvöld var farið í Mygludal, Valahnúka, Valaból og síðan skroppið uppá Helgafellið...þetta var hraðferð dauðans og kellan náði að svitna aðeins...langt síðan það gerðist hehe. En þetta fína veður bara og voru farnir 7.3 km á 2:24 klst.  Kellan bara dáldið þreytt núna en sátt og sæl emoticonÞokkalegur hringur og hér neðst má sjá toppinn á Helgafelli. 

26.01.2018 07:36

Helgafell Hafnarfirði 25.jan 2018

Var komin með smá fráhvarfseinkenni...enda komnir 12 dagar frá síðustu göngu. Það var komin blíða þannig að ég skellti mér á leiðinni heim á Helgarfell í Hafnarfirði...alveg næstum því í leiðinni :) 

Frábær ganga, og var bónus að sjá risa hóp af hröfnum leika sér á toppnum. Náði upp og niður án þess að þurfa að kveikja á ljósinu, orðið bjart lengur.  En var líklega um 1 og hálfan tíma.  Síminn drap á sér auðvitað í vindkælingunni á toppnum en náði svo að kveikja á honum á leiðinni niður..en þá var samt alveg 50% eftir af hleðslu..pirrandi.  

Hitti síðan Örn Þór frænda þegar ég var komin niður...skemmtilegt því ég sá bara ekkert framan í hann þar sem hann var með höfuðljós.. en við svona könnuðumst við raddir þegar buðum gott kvöld. 


23.01.2018 22:28

23. janúar 2018 / 23. nóvember 2017

Mig langar að deila hér færslu sem ég setti á Facebook þann 23. nóvember síðastliðinn.  Ég fékk verkefni í hendurnar í desember 2016 sem ég ákvað að taka með trompi. 

Síðustu 11 mánuðir 

Í dag fór ég í tékk hjá lækni - en ætla að byrja þessa frásögn í desember 2016 en þá fékk ég símtal frá hjúkrunarfræðingi sykursýkismóttöku á heilsugæslunni og fékk ekki mikið val um mætingu til hennar..það var annað hvort fyrir kl 16 þennan dag eða kl 8 daginn eftir. 
Ég hafði farið í blóðprufu tveim vikum áður og niðurstöður sýndu að ég var ekki á góðu róli með blóðsykur og mældist langtímasykurinn 13. Hljómar ekki vel og ljóst að það var verkefni framundan hjá kellunni. Þetta skýrði kannski ýmislegt ef horft er á heilsufar mitt á þessum tíma - endalaust þreytt - mikið slen - svitnaði við minnstu áreynslu - sem sagt konan var að bugast úr heilsuleysi. 
Sem sagt þennan örlagaríka dag fyrir 11 mánuðum fékk ég að vita að ég þyrfti að fara að sprauta mig með Insúlín.hélt það yrði nú ekki mikið mál , en annað kom á daginn - þetta kvöld var eitthvað kusk í auganu þegar fyrsta stungan kom. Þarna gerðist eitthvað í kollinum og var ég ekki alveg tilbúin í þennan pakka og ákvað að ég ætlaði að gera allt sem mögulegt væri til að sleppa undan þessu. 
Hvað var til ráða? jú sykurinn skyldi úr mataræðinu, tek fram að þetta var tveim dögum fyrir jól.  Passa uppá skammtastærðir og já reyna að komast í göngur aftur, en þarna á þessum tímapunkti var ég við það að gefast uppá þessum göngum þar sem ég var gjörsamlega að deyja alltaf í þeim vegna úthaldsleysis og þreytu. 
En til að gera langa sögu stutta.þá tókst þetta með heilmikilli vinnu! Ætla ekkert að draga úr því að þetta var ekkert alltaf dans á rósum, en að sjá árangur, geta farið í fjallgöngur og notið þess, blóðsykurinn lækkaði og já og svo kannski eins og fólk hefur tekið eftir þá hefur talan á vigtinni líka lækkað. Á rúmum 15 mánuðum hafa farið um 30 kg og þar af 20 kg frá því þennan örlagaríka dag í desember 2016. Þessi átök síðustu mánuði hafa svo sannarlega borgað sig. En kannski það sem er mikilvægast að ég er laus við Insúlínsprautur. er reyndar ennþá á töflum en læknirinn sagði í dag að ég mætti prófa að minnka skammtana á lyfinu þar sem mælingin í dag koma vel út og árangurinn sýni að ég ætti jafnvel að geta þetta án lyfja, langtímasykurinn mældist 5,4.  
Markmið ársins var að ná topp Heklu - þann 14. október náði ég því og næstu markmið eru að skýrast þessa dagana! 
Lífið er núna!
Þarna kemur fram að læknirinn sagði að ég mætti minnka skammtana af lyfinu sem ég er að taka, en í dag er ég að taka tvær að morgni og tvær að kvöldi.  Í gær, 22. janúar, fannst mér tíminn vera kominn til að prófa þetta... þannig að ég tók út eina töflu að kvöldi og er spennt að sjá hvernig það gengur.  En ég er ennþá að mæla mig til að fylgjast með og læra hvað er best fyrir mig að borða.  

Mæling í kvöld var 5,7. En markmið mitt er að vera á milli 5 - 6, hvort sem er morgun eða kvöldmæling. Þannig að sátt við þetta, stefni á að halda þessu svona, en auðvitað koma hærri mælingar stundum emoticon  fer allt eftir því hvað ég er að borða hverju sinni, bara gaman að því. 

  • 1
Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 760
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 795782
Samtals gestir: 102153
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 06:02:00