14.04.2018 20:50

9 tindar Hafnarfjalls - FÍ Alla leið 2018

Í dag var það 9 tindar Hafnarfjalls...hvað þeir heita og hverjir þeir eru er nú eitthvað á huldu finnst mér.  Veit þó um Tungukoll...sem við fórum fyrst uppá...síðan var það Gildalstindar (eru tveir skilst mér) en önnur nöfn er ég ekki með...en ef ég finn þau þá set ég það hérna inn. 
Það var log og þurrt þegar við lögðum af stað og það var ágætis hiti í gangi þannig að mikill sviti brast út þegar ganga hófst uppá móti... hnéið var eitthvað að stríða mér og hélt ég á tímabili að nú yrði enginn Eyjafjallajökull....en hnéið heldur enn og nú verður það sparað í viku eða svo emoticon
En já ef eftir því sem toppunum fjölgaði þá fór aðeins að bæta í vind á köflum og síðan kom rigning...þannig að undir lokin var mar orðin hundblaut...lærin á skjálftavaktinni og já smá þreyta komin í kelluna.. enda endaði þetta í 8 klst! en gaman að þessu og ágætis æfing fyrir næstu helgi. 
07.04.2018 20:15

Móskarðahnúkar - Trana - Möðruvallaháls - Kjós

Frábær dagur í dag...veðrið var sjúkt!  Markmið dagsins var Móskarðahnúkar - Trana - Möðruvallaháls og enda síðan í Kjós - þetta voru 15 km í það heila og já bara tók vel á. 
Þetta var svona "aftaka" veður þ.e að taka af sér föt og jú og svo að fara í föt... það var frekar heitt að labba uppá Móskarðahnúka...svo var svalt þess á mili...síðan heitt og sveitt...svo smá kul... en í það heila alveg geðveikt!  Ekki yfir neinu að kvarta.. nema jú spennan á mittisólinn á bakpokanum mínum klikkað eitthvað en gat bundið bakpokann utan um mig til að fá smá stuðning. 
29.03.2018 19:18

Esjan með Helenu

Svei mér þá, held þetta sé fyrsta gangan með Helenu sys þetta árið..og það er alveg að koma apríl!  Ja hérna á síðasta ári vorum við búnar að fara fleiri...en þá var ég reyndar ekki í gönguhóp á vegum FÍ.  
En við já sem sagt skelltum okkur á Esjuna í dag...ég er með það markmið að ná að steini á 60 mín.. það var ekki slegið í dag, sama hvað Helena rak á eftir mér hehe :)  en ætlaði nú samt að ná nokkrum mínútum betur en síðast, en það var 70 mín.  En nei..þetta var ekki dagurinn og var ég 80 mín.  
Spurning hvort ég þurfi að fara oftar til að ná þessu... en að minnsta kosti spýta aðeins í lófana núna fyrir Eyjafjallajökul....tek vonandi aðra göngu núna um helgina...jafnvel 2! Harkan núna bara... styttist í jökulinn!
En veðrið var geggjað..og labbaði ég meiri hlutann á stuttermabol...svo mikil var blíðan. Er nú ekki viss að hafi náð miklu tani...en kannski smá far á hendi eftir úrið emoticon  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 962
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 808576
Samtals gestir: 103223
Tölur uppfærðar: 20.4.2018 12:07:20