Færslur: 2006 Október

29.10.2006 21:16

ipod...

já ég gleymdi að segja frá ipodinum mínum...en málið var að Siggi minn gaf mér svona fm sendi á ipodinn í afmælisgjöf og auðvitað þegar ég ætlaði að prufa hann þá virkaði hann ekki...frekar fúlt sko!   það var ýmislegt prófað t.d 4 eða  5 útvörp...og fleiri fm sendar við ipodinn en ekkert virkaði..en allir aðrir ipodar virkuðu puhuhu...þannig að þann 16.okt fór ég með hann í applebúðina til að láta kíkja á hann...og það tók nú sinn tíma að kíkja á hann en ég fékk hann sem sagt aftur til baka á föstudaginn síðasta...27.okt sem sagt.  En já og viti menn...það voru öll lög hreinsuð útaf honum!! næstum því 500 lög úff púff og inná honum voru einhver lög sem ég bara hreinlega kannaðist ekkert við..frekar skítt...en já en hann virkar núna og var þetta einhver hugbúnaðarvilla...ég spurði hvort það væri ekki í ábyrgð..það var nú vafamál en hún sagði að það yrði núna..ég hélt nú að ef það er bilun í hugbúnaði vöru sem þú kaupir að það sé í ábyrgð..og ef mar fer illa með vöruna og hún verður fyrir skemmdum þá væri hún ekki í ábyrgð...frekar undarlegt allt saman en ég vona að hann bili nú ekki aftur.  Hef eytt hluta af helginni í að setja lög inn á ipodinn aftur en er ekki komin nema rétt yfir 200 lög hehe enda notað tækifæri til að taka til á honum....svo er að taka hann með sér á morgun og prófa aftur með mínum lögum   Þannig að passið ykkur á því ef ipod þarf í viðgerð að þið missið lögin ykkar!!

27.10.2006 16:11

bara komin helgi....

þessi vika hefur nú bara verið nokkuð fljót að líða enda verið nóg að gera og svona.  Ekkert endinlega miklar fréttir en alltaf nóg að gera samt.  Matarklúbburinn var bara mjög góður og í framhaldi af því setti ég hér til hliðar sér síðu fyrir uppskriftir...já Halla setti upp uppskriftarsíðu! hehe undur og stórmerki gerast enn. 
Fór til Kaptein Krók í dag...hann dró upp helv...krókana aftur og tók kálfann í gegn (fyrir þá sem ekki skilja þá er ég að tala um sjúkraþjálfann!) Ég verð nú að segja að þetta virðist vera að virka því ég hef verið þokkaleg og hásinin hefur víst minnkað helling frá því síðast...sem sagt bólgan að minnka á henni.  Þannig að verður spennandi að sjá hvernig ég verð eftir þessar pyntingar....og þetta var sko miklu verra núna heldur en síðast!! úff púff og þá er það slæmt. 
Læt þetta duga í bili

25.10.2006 16:50

afmæli í fjölskyldunni

Baldur Steinn frændi á afmæli í dag, óska ég honum til hamingju með það...gaman væri ef hann skrifaði nú eitthvað hérna hjá mér og segði mér hvernig gengi með naggrísinn? og hvað hún heitir?
Annars bara rólegt...matarklúbbur í kvöld hjá Önnu Sigrúnu og verður örugglega eitthvað gott að borða hehe

24.10.2006 19:12

pyntingar....

vá hvað það voru miklar pyntingar á mér í morgun! hélt á tímabili að ég yrði ekki eldri! Ég var sem sagt í sjúkraþjálfun og þvílíkt og annað eins....hann var að nota einhverja króka á kálfann á mér og þeir voru víst eitthvað fastir saman eða eitthvað álíka og var hann að losa þá sem sagt með þessum krókum! Ef ég sé þessa króka aftur þá veit ég ekki hvað ég geri við þá....hendi þeim einhvert langt í burtu!! En þetta kannski hjálpar eitthvað til þar sem mar var gjörsamlega fótalaus liggur við í 3 daga í síðustu viku. Er ágæt í fótunum núna..kemur í ljós hvað gerist á morgun...fer svo aftur í pyntingar á föstudaginn!
Annars já...skrifstofan virkar fínt og hefur mar bara unnið alveg helling þessa dagana...held það hjálpi aðeins til að mar sér núna eitthvað annað en rusl! 

22.10.2006 19:11

formúluvertíðin búin í ár...hvað svo??

já stórt er spurt! hvað á mar að gera ha...Kimi að hætta hjá Mclaren og verður hjá Ferrari! Alonso fer til Mclaren...æi hef svo sem ekki fílað hann hingað til..kannski skánar hann...ætli ég geti ekki haldið með Mclaren og líka með Kimi? ha...hvað heldur fólk?  Þarf ekkert að halda með Ferrari þó ég heldi með Kimi hehe ok þetta er orðið full flókið og fyrir mig líka...læt þetta þróast í vetur og sé svo bara til..en samt á hreinu að rauð verð ég ekki...Kimi er nú Finni...hehe ekkert rautt þar sko!   og hvað skyldu Ferrarifrændur mínir gera???
Læt þetta duga í bili alltof margar spurningar í þessu bloggi....fyrsti vinnudagur á nýrri skrifstofu á morgun...náði sko ekkert að vinna á skrifstofunni á föstudaginn   bara gaman...vinn örugglega alveg helling því nú sé ég meira af henni en orðið var á hinni..hún var á kaf í drullu og drasli!

21.10.2006 18:07

Hvernig tröll er ég??

Fann þetta á netinu...

Íþróttaálfur

Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.
Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.

"Áfram Latibær, I'll be back!"

Hvaða tröll ert þú?

21.10.2006 17:47

afslöppun...

já það er smá afslöppun í gangi núna.  Dagurinn í gær var bara hreint brjálæði! En ferlega skemmtilegur. Það komu alveg helling af fólki í afmæli Áss og var það meiriháttar gaman, það var bara strax húsfylli kl 10 og var stanslaust til kl 15. Við lærðum mikið á þessu og erum við með það á hreinu hvað þarf að gera fyrir næsta afmæli hehe...þ.e stórafmæli!  Ég taldi lauslega í gestabókinni í gær og var það slatti yfir 100 manns sem mér finnst bara nokkuð gott...stefndi á 100. Ás fékk fullt af fallegum gjöfum og mun ég segja nánar frá þeim eftir helgi á síðu Styrktarfélagsins og Hlutverks.
Jamm og já...annars hef ég nú bara verið í afslöppun í dag..fæturnir á mér mótmæla öllu í dag..var svo gjörsamlega búin í þeim í gær...gat varla stigið í fæturnar í gærkvöldi og er með endalausa þreytuverki aðalega í vinstri fæti...sjúkraþjálfinn hefði sko ekki verið glaður að sjá mig í gær því ég hefði skriðið inní tíma hjá honum í stað þess að ganga! hehe  En best að halda áfram að fylgjast aðeins með formúlunni...tímatakan í gangi núna fyrir morgundaginn...skil nú ekkert í CISV að halda heimkomuhátíð og aðalfund á morgun á nákvæmlega sama tíma og síðasta formúla ársins er! bara skandall! Það er nú smá spennandi þessi formúla núna þ.e ef það gerist eitthvað í keppninni hehe allt getur nú gerst og keppnin ekki búin fyrr en hún er búin!

19.10.2006 20:06

allt brjálað! :)

já það er allt vitlaust núna...vinnan mín á 25 ára afmæli núna á sunnudaginn og í tilefni þess ætlum við að hafa opið hús á morgun..þannig að verið mikið stuð að undirbúa. Allir búnir að vera þvílíkt duglegir að taka til og þrífa og síðan var verið að klára tvö ný herbergi og náði ég að flytja skrifstofuna mína til hálfs sem sagt eiginlega allt komið inn...nema á eftir að raða uppí hillur..það verður verkefni næstu viku og síðan á eftir að koma ný hurð líka. Að vísu var ég nú eiginlega ekki búin í vinnunni fyrr en núna um hálf átta...þurfti að fara að versla aðeins og svona fyrir morgundaginn.
Annars er svo sem rólegt á öðrum vígstöðvum...ennþá í sjúkraþjálfun og gengur þokkalega svo sem..en ennþá með verki og í dag hef ég ekki verið mjög góð! er að drepast gjörsamlega núna! 
EN annars eignuðust Selma og Óli strák í dag og óska ég þeim til hamingju með það og Maríus Þorri fékk þá audda bróður og verður hann eflaust ánægður með það. Hann varð eftir allt í vogamerkinu!...hehe Selma var búin að tala um það að hún ætlaði að sleppa við vogina...en svona er þetta.

16.10.2006 19:38

eld, eld, eld, eld gamalt.....

já það er nú gaman að því að eldasta aðeins...ég var hjá foreldrum mínum á laugardaginn og þegar var verið að ganga frá eftir kvöldmatinn sá hún Þórhalla mjólkurkönnu uppí skáp og fannst hún flott. Mamma sagði þá að þetta væri úr alveg eld, eld, eld, eld gömlu kaffistelli sem hún hefði eignast einu sinni...sem var sem sagt fyrir sirka 40 árum...já eld gamalt eða ekki ha...ég nálgast nú þann aldur og ekki finnst mér ég vera eld, eld, eld, eld gömul en spurning hvort það er munur á kaffistelli eða mér?  Finnst þetta bara vera mjög ungt kaffistell hehehehe
Annars heldur sjúkraþjálfunin áfram og var víst ökklinn á mér ekki í góðu formi í dag...allur bólginn og sár. Endaði með því að sjúkraþjálfinn sett hann í teip já ég segi sko teip en ekki tape! Þetta er teip dauðans og á víst að vera gott...en hvernig væri nú að þeir færu að framleiða svona teip í húðlit! Mar á að ganga með þetta í marga daga..þetta er vatnshelt og dettur sko víst ekki af manni...og já þetta er sko BLÁTT vel BLÁtt. Eins gott ég ætla ekki að vera í pilsi næstu daga því ég yrði líklega stöðvuð af lögreglunni fyrir að stela litnum á ljósunum þeirra. og er með þetta uppá miðjan kálfa! En það er þá vonandi að þetta geri það gagn sem það á að gera..á að nudda og erta vöðvann, húðina eða eitthvað álíka...þetta ertir að minnsta kosti alveg pottþétt augntaugar hehehe ohh ég er svo fyndin að það hálfa væri nóg

13.10.2006 18:12

föstudagurinn þrettándi!

bara nokkuð góður dagur ég vil byrja á því að þakka allar góðar kveðjur sem ég hef fengið í dag..bæði hér á netinu og í gegnum sms   ekki amarlegt að eiga svona marga góða ættingja og vini!
Svo auðvitað þakka ég frábæran söng sem ég hef fengið í dag...bæði í vinnunni og síðan á haustfundi Hlutverks sem ég sat í allan dag...fékk nú enga köku þar en bjarga því bara sjálf í kvöld. Það verður nú einhver tilraunastarfsemi..hehe...spennó sko! en jæja ætla að halda áfram að klappa henni Bínu hérna en hún liggur hér í fanginu á mér og er að koma sér vel fyrir...svo pissar hún örugglega á mig að vanda..orðinn vani hjá henni!

12.10.2006 13:21

svínarí...

örstutt...NV 714 svínaði feitt á mig í dag! Rúta meirað segja..þurfti að snarbeygja og hemla..og helv...var á biðskyldu! Frekja og yfirgangur! (varð að setja þetta inn svo ég gæti þvegið mér um hendurnar...hehe var með númerið skrifað í lófann!)

11.10.2006 22:56

vinnutörn lokið í bili... :)

jæja þá er þessari vinnutörn lokið í bili...var að taka smá aukavaktir á sambýli eftir vinnu..mjög gaman...en auðvitað er smá þreyta í manni..þar af leiðandi hefur mar ekki verið mikið heima en alltaf fjör...
Vegna anna þá hefur mar nú ekki alveg náð að bjóða fólki í kaffi á föstudagskvöld...en ég lofa að hafa samband á morgun..vona að það gangi með svona stuttum fyrirvara   vona að fólk geri bara ráð fyrir sama tíma að ári hehe en ætla nú ekki að vaka mikið lengur..
sjúkraþjálfunin gengur ágætlega...þriðji tími á morgun..helv...fantur samt ! hehe

08.10.2006 19:59

helgin búin..buhu

æi ég vildi nú alveg að það væri einn dagur í viðbót....kannski af því að mar var í vinnunni meirihlutann af deginum í gær þar sem við vorum í Kolaportinu með söludag! Það var bara gaman...og er ég voðalega ánægð með það hvernig til tókst.  Það voru margir sem versluðu við okkur og var þetta góð kynning fyrir okkur.  Sem sagt frábær dagur...og við gerum þetta auðvitað aftur
Það hefur bara verið rólegheit í dag...enda ekki veður til að vera mikið úti...horfði á Walk the line og var hún bara helv..góð..mæli alveg með henni.  En jæja ætla ekkert að blaðra meira í dag...enda bara lítið að frétta

05.10.2006 19:46

sumt undarlegra en annað...

já mar lendir nú í ýmsu undarlegu í vinnunni. En já ég lendi oft í því að fá símtöl erlendis frá þar sem erlendir fjárfestar eru að leita sér að einhverjum hér á landi að fjárfest í einhverjum fjáranum...ég á oft mjög erfitt með að skilja það sem þau eru að tala um..en ég á mína frasa sem virka ágætlega t.d. i´m not interested...sem sagt hef engan áhuga á þessu...og ef ég segi að þetta sé ríkisrekið fyrirtæki þá skella þeir á..spurning hvort þetta sé löglegt ha!    En já en best þykir mér þegar einhver svarar í símann og það er spurt um forstjórann ( the manager) og ég fer síðan í símann og viðkomandi segist vilja tala við forstjórann og ég segist vera hann...þá virðist eitthvað ekki vera eins og þeir ætla því þeir skella mjög oft á!   en já en í morgun þá var víst spurt eftir MISTER Jónsdóttir...sem sagt HERRA Jónsdóttir hehehe fannst það nú frekar fyndið og þegar ég sagðist vera sú sem viðkomandi væri að leita að þá skellti hún á!! Henni hefur sem sagt ekki líkað viskíröddin mín hehehe  en já þetta eru svona skemmtilegar sögur úr vinnunni.
Annars er bara allt í góðu hérna...fyrsta kvöldið í langan tíma sem mar er heima og mar bara með saumó... ef þær muna eftir því að mæta! hehe well þá borða ég þetta bara allt saman sjálf og þarf þá ekki að borða næstu daga! eða vikur.
Hey já...var næstum því búin að gleyma því...en ég fór í sjúkraþjálfun í morgun útaf ökklanum og vá hvað það var vont! sagði við sjúkraþjálfann að hann væri heppinn að ég væri ekki búinn að sparka í hann!! Hann sagði að það væri nú ástæðan fyrir því að hann væri í þessari fjarlægð frá mér svo ég sparkaði ekki í hann hehehe en sem sagt fer í sjúkraþjálfun að minnsta kosti 2x í viku á næstunni og svo þarf ég að vera duglega að gera það sem hann kenndi mér í dag...er búin að gera nokkrum sinnum...svo er nú spurning um að virkja ættingja í því teygja á þessari hásin grey því hún virðist vera í klessu bara....fékk alveg verki uppí mjöðmina eftir meðferðina í dag sem byggðist á mestu leiti á einhverjum víbringstæki og beygjum á ökkla hjá mér...hryllilega vont!   en fer ekki aftur fyrr en á þriðjudag...en verð dugleg að þjálfa um helgina stefni á dansinn eftir áramót.

04.10.2006 15:32

enn á lífi...

já er enn á lífi...búið að vera nóg að gera undanfarið og ekkert verið heima..nema rétt til að sofa. Ein vakt eftir í þessari viku og síðan saumó á morgun...hvað skyldi vera einfalt og þægilegt að hafa...sem tekur ekki langan tíma  allar hugmyndir vel þegnar hehe

Allt fínt að frétta af naggrísunum og hef ég nú verið að fá fréttir af ungunum sem eru farnir. Það er voða gaman mar verður nú að fylgjast með hvað þeir stækka og svona...og já þeir eru víst einhverjir búnir að skipta um kyn síðan ég kyngreindi þá..er greinlega ekki góð í því hehe en svona er lífið...fullt af óvæntum uppákomum hehe 

Þangað til næst...farið varlega og passið ykkur á því að svína ekki fyrir mig hehe

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43