Færslur: 2007 Júlí

29.07.2007 19:04

þvílík leti....

já það er óhætt að segja að á þessum bæ hafi letin verið við völd um helgina...eiginlega svo mikið að ég bara man ekki eftir öðru eins...fór að vísu aðeins í sund í gær en það var líka eina afrekið um helgina hehe Þetta er nú voðalega næs annað slagið...fór t.d bara aðeins að horfa á dvd eftir hádegi í dag og svo bara sofnaði ég...úff held ég hafi sofið í tvo tíma eða svo...spurning hvor mar sofni í kvöld. 
Annars er það af kattarkvikindinu að frétta að hún er bara allt önnur eftir að hún fór að borða...hætt að væla og það er hægt að vaska upp, elda og pissa án þess að hún sé vælandi yfir manni útí eitt.  Hún er greinilega búin að ná upp hungrinu því hún klárar ekki allan matinn í einum rykk.   Já hún er ekki ennþá komin með nafn en það hlýtur að gerast fljótlega....er svo gjörsamlega andlaus með nafn.  En þetta kemur allt saman.
Svo er það vinnuviku framundan og verður örugglega nóg að gera.  Fólk að fara í frí og aðrir að koma úr fríi en held að það verði fámennt í vikunni, en nóg af verkefnum. 
En jæja ég ætla að fara að huga að matseld...spurning um að grilla bara svona í tilefni af rigningunni! 

27.07.2007 19:43

Myndir

jæja ég er loksins búin að taka myndir af litla villidýrinu....setti hér inn 4 myndir...endilega kíkið á þær. 
Annars er allt bara fínasta að frétta og er mar nú dáldið þreytt eftir vinnuvikuna en hvíld um helgina...og já kannski sund..það á víst að rigna þá eru fáir í sundi hehe
Litla villidýrið er aðeins farin að borða en ég ákvað að stappa smá túnfisk saman við kattarmatinn og það virkaði..loksins! hún var orðin alveg glorhungruð...en henni er svo sem nær að vilja ekki kattarmatinn sem fyrir henni er lagt..nú verð ég bara að verða klókari en hún og blanda þetta vel saman þannig að hún endi með því að borða helv..kattarmatinn!  Held að henni líði aðeins betur núna og ætla ég að gefa henni aðeins meira á eftir af svona blöndu.  Hætt í bili...njótið helgarinnar!

24.07.2007 18:22

Undarlegt

já það gerist ýmislegt undarlegt stundum....t.d á sunnudagskvöldið þá fórum við skötuhjúin að skoða kettlinga og svo bara allt í einu var kominn köttur í fjöllin!! mjög svo athyglisvert fannst mér..þannig að nú sit ég hér með pínulítið kattargrey í fanginu og ef einhver er tölvuóð þá er það kötturinn...fæ ekki frið í tölvunni...enda reynir hún að elta músina hehe
Það er nú ekki komið nafn á hana (við höldum að þetta sé læða) en það kemur fljótlega vonandi....ekki auðvelt að velja nöfn á gæludýr.  Hún fæddist 17. maí þannig að hún er að verða 10 vikna.  Voða ljúf bara, hún mjálmar reyndar þegar mar er nálægt en það hlýtur að eldast af henni.  Já og hún er svört...með nokkur hvít hár hér og þar...en engan blett.  Set myndir inn af henni fljótlega...er ekki búin að taka neina ennþá..ótrúlegt en satt! verð greinilega að fara að bæta úr því í kvöld. 

Það er annars bara allt þetta fína að frétta úr fjöllunum....nýji bílinn er hættur að braka (í bili) og nóg að gera í vinnunni og bara ár í næsta sumarfrí hehe

19.07.2007 22:20

vinna vinna vinna

þá er fríið búið og mar byrjuð að vinna...en styttist í helgi hehe  fínt að byrja að vinna í miðri viku eftir svona langt frí!  Það er nú annars ekki mikið að frétta úr fjöllunum...mar hefur bara verið í rólegheitunum en nú er planið að fara að vera dugleg að synda aftur...hef reyndar verið nokkuð dugleg við það í fríinu.  En nú skal taka það af hörku...ég hef nú verið að grínast hérna með það við fólk (og allir hlægja) að vera með "kombak" á sundmótinu í Gvendarlaug á næsta ári en þá verða liðin 20 ár síðan ég tók síðast þátt í sundmótinu!  Yrði nú dáldið fyndið myndi ég halda... að vísu eru samstarfsmenn mínir miklir stuðningsmenn mínir og sögðust myndu mæta með dúska og í bolum með hvatningaorðum og myndum af mér!  Þau lofuðu einnig að æfa einhvern hvatningasöng....enda myndi örugglega ekki veita af svo mar kæmist nú einhverntíman í mark hehe
En á mar ekki að setja sér markmið í lífinu?? Hef alltaf haldið það...en enginn sagt að mar þurfi endilega að ná þeim hehe 

16.07.2007 20:07

Brr kuldi...

já það er kuldi á mínum slóðum...hef verið á austfjörðunum síðustu daga og alveg sko mikið brrrrr  Það var ættarmót um helgina og var það bara mjög gaman..mikið fjölmenni og mikið fjör á liðinu.   Set inn myndir fljótlega þannig að hægt að sjá smá stemmingu. 
Var á fótboltaleik áðan en hann Jóhann Klemens var að keppa með Sindra og náðu þeir jafntefli við Þrótt frá Nesskaupsstað (held ég alveg örugglega)  þetta var mikið fjör. 
Styttist í vinnuna víst og þarf mar að fara að vakna á miðvikudaginn...úff púff verður nú eitthvað erfitt að vakna mar...eða að fara að vinna og gera eitthvað annað en að slaka á.  En svona er þetta mar fær víst ekki endalaust frí....verð líka að hleypa afleysingunni minni í smá frí hehe
jæja ég bara nenni ekki að skrifa meira er svo kalt á puttunum eftir fótboltaleikinn!

10.07.2007 18:39

Enn sól

Hvað skyldi mar hafa brallað í dag? 

  • Tók tíma að komast út þar sem símarnir stoppuðu ekki
  • Kíktum til þeirra í Toyota útaf Auris og er verið að panta það sem þeir halda að sé að, þ.e. brakið í stýrinu, kemur vonandi í dag eða í fyrramáli...veit meira á morgun.
  • Fórum á Red chili að fá okkur að borða - góður staður í Pósthússtræti
  • Röltum um miðbæinn í smá stund og skoðuðum mannlífið
  • Keyptum brauð í 10 - 11 (rændum engu hehe)
  • Fórum útá Seltjarnarnes og reyndum að finna endur til að gefa brauð...fundum nokkrar
  • Kíktum á Laugaveginn og Halla keypti sér tvo kjóla...dugði ekki einn sko! hehe
  • Enduðum í ísbúð og fengum okkur barnaís í brauðformi með dýfu...jammsí kjamsí bara gott..enda á mar svoleiðis skilið í svona veðri!
  • Rólegheit í kvöld geri ég ráð fyrir....svo verður vonandi haldið af stað í ferðalag á morgun áleiðis á ættarmót...ennþá verið að spá í hvort verður farið norður eða austur fyrst! annaðhvort verður það!  Þarf að láta Ragnheiði á Höfn vita fljótlega hehe

09.07.2007 23:15

Mamma afmæli!

Já hún mamma á afmæli í dag og sendi ég henni risa hamingjuóskir með daginn. Annars vorum við að koma úr þessari fínu veislu hjá henni.  Byrjuðum á eðal kvöldmat og síðan varð bara fullt hús af gestum og fengu allir þessar fínu kökur og nýbakaðar vöfflur! ummm bara gott! Þannig að góður dagur í dag og nú er bara að bíða eftir þeim næsta....styttist í fyrra ættarmótið í ár en það er á næstu helgi og mér skilst að það séu þegar 170 manns skráðir...sem sagt dágóður slatti. 
Jamm og já...annars lítið að frétta...mar bara vakir fram á nætur og sefur fram á morgun....eða hádegi eða svo, síðan bara líður dagurinn í afslöppun og huggulegheitum...ljúft líf í sumarfríi...best að njóta meðan er.  Vinnan kallar víst í næstu viku og byrjar þá fjörið aftur úff púff það verður erfitt að byrja aftur...eins gott að byrja í miðri viku hehe
En jæja best að athuga hvort mar geti ekki vakað eitthvað lengur núna...vaknaði reyndar snemma í dag eða um hálf átta..lagði mig svo aðeins milli 9 og 11 og fór svo í klippingu...og síðan bara vakað í allan dag! góð mar! hehe

06.07.2007 18:11

Hvaða fólk er þetta eiginlega?

Núna kl 18:00 eru 122 heimsóknir á ðuna mína í dag...eða að kíkja inná hana...hvað er fólk eiginlega að skoða og hvaða fólk er þetta?? fyrir utan mömmu, pabba, Helenu og Arnþór...veit um þau. 
Ég er nú dáldið forvitin...yrði líklegast heimsmet ef mar fengi eins mörg komment eða skrif í gestabók í samræmi við heimsóknir.  hehe  

05.07.2007 00:52

Sveitasæla og sumar

Þá er mar komin í fjöllin aftur í bili...það er á áætlun smá ferðalag í viðbót...ekki smá sem mar er búin að keyra þetta sumarið! Enda bara gaman.  Hér á eftir er smá ferðasaga....hún er frekar stutt núna...enda búið að vera að slappa af síðustu daga

Þá er komið að meira framhaldi á sumarfríi. Fórum frá Suðureyri núna á föstudaginn (29.júní) og var haldið af stað til Hólmavíkur og á plani að vera þar á Hamingjudögum um helgina. Ferðin gekk vel og stoppuðum við á Reykjanesi hjá honum Guðbrandi, það var að vanda geðveikt veður og ekkert yfir því að kvarta nema að það var heitt að keyra og Siggi að verða vitlaus á sólinni (hún var að grilla hann  ) Ekki er nú hægt að hrósa veginum útá Reykjanesið...eiginlega bara með því versta sem ég hef keyrt...ekki fólksbílafært þetta helvíti.....stórgrýti útum allt og bara hræðilegt..vorkenndi mikið þeim sem áttu eftir að keyra þarna með hjólhýsi, fellihýsi og fleira á ættarmót á Reykjanesinu um helgina. En áfram hélt för og vorum við komin á Hólmavík fljótlega um kl 20:00...heyrði í Helenu og var hún útí garði með Ólafíu og ákváðum við að kíkja aðeins þangað, stoppuðum þar í stutta stund og síðan hélt ferðin áfram en við ákváðum að fara í Bjarnafjörðinn og athuga hvort ekki væri hægt að sníkja gistingu hjá Ömmu. Nenntum nú ekki að tjalda á Hólmavík enda var nú orðið frekar kalt þarna um kvöldið. Brunuðum í Fjörðinn og fengum auðvitað gistingu!  hvað annað. Það var síðan bara tekið því rólega þarna um kvöldið. Það var frekar heitt í herberginu sem við sváfum í þannig að ekki svaf maður mikið...sérstaklega ekki þegar sólin var komin upp...úff þvílíkur hiti! En um tvö leitið var ákveðið að skella sér til Hólmavíkur og taka þátt í hátíðarhöldum vegna Hamingjudaga. Það var mikið um að vera í Kirkjuhvamminum og var það bara alveg ágætis dagskrá, hægt að skoða bara myndir til að sjá hvað var um að vera...nenni ekki að lýsa því nákvæmlega  Hitti fullt af fólki sem mar hefur ekki hitt lengi lengi..og annað fólk var þarna sem mar þekkti bara akkúrat ekki neitt  hehe En bara gaman. Við vorum þarna framá kvöld. Já veðrið var alveg geðveikt um daginn....sól og hiti...síðan kom þokan...brrrr hvað það varð kalt við það...dugði varla allur sá fatnaður sem ég var í....en mar lét sig hafa það til kl. 22:30 en þá var ég eiginlega bara búin að fá nóg og nennti ekki meir..já ég veit ég er letihaugur...ekki nennti ég heldur á ball hehe

Svo kom sunnudagur...planið var að fara á Furðuleikana á Sævangi. Skellti mér þangað eftir hádegi og var bara mjög gaman, var þar á rölti með Ásu. Set bara inn myndir og þið getið skoðað þær...  Ætla að reyna að skrifa við þær hvað er í gangi...svona að minnsta kosti eitthvað.

Síðustu dagar hafa síðan farið í rólegheit bara.  Siggi hjálpaði Baldri að slá garðinn hjá Ömmu og þeir tóku sig vel út við raksturinn á eftir.  Kíktum á Drangsnes á mánudaginn og hittum þar hana Mini me sem heitir nú bara Naggi núna en það er naggrís úr seinna gotinu hjá okkur...algjört rassgat og náði ég að knúsa hana helling...eða hann...líklegast er þetta kall hehe

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43