Færslur: 2007 September

29.09.2007 14:29

Oslo

Þá er mar komin til Oslo.  Það er rigning í dag en logn þannig að það væri hægt að nota regnhlíf ef ég hefði nú munað eftir því að taka hana með! Ætla nú ekki að fara að kaupa enn eina regnhlífina í útlöndum af því að ég gleymi alltaf einni heima hehe  Ég er búin að rölta hér í búðir og spurning hvort mar er komin með yfirvikt...úff púff...ég er búin að kaupa mér fullt af fötum...eiginlega jafnvel of mikið ef það er hægt.  Horfi á töskuna núna og er að spá í hvernig ég eigi að loka henni á morgun... verð líklega bara að klæða mig vel...ætli ég yrði þá ekki stoppuð fyrir að smygla hehe en það er bara gaman að þessu...spurning hvort mar þurfi ekki að fá sér smá aukavinnu til að borga þetta líka.... þannig að einhver getur látið mig fá smá aukavinnu þá endilega látið mig vita hehe! 
Annars var gærkvöldið bara mjög gott, fórum að borða á Skutebrygge og þar var mikið stuð á fólkinu...spurning hvort myndirnar séu birtingahæfar...er að setja þær inná tölvuna núna og á eftir að skoða...og sé til hvort ég set þær á netið..fer allt eftir því hvernig þær eru..gætu jafnvel farið í læst albúm og þá verður nú bara sama gamla lykilorðið ef fólk man það..ef ekki þá bara verður það að biðja um aðgang. 
En jæja ég er bara eiginlega alveg andlaus eitthvað núna...ætla að vafra aðeins á netinu en er uppá hótleherbergi og er á dagskrá að fara útað borða kl 20 í kvöld á einhvern indverskan stað. Það er bara rólegheit þangað til, nenni ekki í meira búðarráp enda held ég bara að það sé komið gott í því! (svitn...úff púff)  þangað til næst passið ykkur á veðrinu!

27.09.2007 20:00

sól og blíða....

...að vísu smá kalt en samt sól.  Það er já dáldið svalt í Noregi en það er bara fínt alveg, svalandi svona.  Við fórum af stað um kl 9 í morgun og var markmiðið að heimsækja tvo staði í dag og voru þetta síðustu heimsóknir okkar í þessari ferð.  Við byrjuðum á því að fara til Svelvik og eins og áður þá er best að skoða myndir.  Það voru teknar hópmyndir af okkur sem verða setta í local blaðið þarna...verður bara fræg í norge! hehe Eftir þetta þá var á dagskrá að koma við á stað í Halden og fá hádegismat þar....en nei...það klikkaði eitthvað og ekki gert ráð fyrir okkur í neinum mat og við vorum að verða of sein á næsta stað þannig að það var bara hreinlega enginn matur..úff púff...en það bjargaði mér og fleirum að við vorum með ávexti með okkur og síðan á staðnum sem við fórum á Jobb intro þá var boðið uppá fleiri ávexti! Þannig að það var hádegismaturinn. En mikið var ég nú orðin svöng þegar leið á daginn agalegt alveg!  En jæja þetta voru fínar heimsóknir og eins og ég hef sagt mörgum sinnum áður þá held ég bara að það sé best að skoða myndir...ég á reyndar eftir að setja texta við þær...veit ekki hvort ég nenni því í kvöld..geri það bara síðar hehe einhver leti í manni núna enda klukkan alveg orðin tíu hérna! löngu kominn háttatími!
Ekkert búðarráð síðustu tvo daga einfaldlega vegna tímaleysis..mestalagið farið í kaupfélagið (búð sem heitir Rimi) og keyptir bananar og eitthvað að drekka.  En á morgun er við á smá kynningu frá 9 til 10:30 og síðan eftir það er frítími og þá hefur mar loksins tíma til að skoða sig um hér í Drammen.  Ég er ekki ennþá búin að afreka að labba yfir brúna hér í miðbæinn....en það er á dagskrá á morgun...svo er þetta spurning um kápuna..ætli hún bætist ekki í töskuna á morgun ef hún verður ennþá til hehehe Síðan er hátíðarkvöldverður annaðkvöld og þá borða með okkur einhverjir 8 norðmenn og konur sem hafa verið að taka á móti okkur núna síðustu daga.  Við förum að borða á Skutebryggen og veit ég að aðalrétturinn verður andabringur...athyglisvert!  Fengum vel blóðugt nautakjöt í kvöld á hótelinu og er ég ansi hrædd um að ég bauli eitthvað í nótt...varla dautt þetta helv....hehe en gott var það!  En jæja ætli þetta röfl dugi ekki í kvöld. Læt kannski heyra í mér áður en ég kem heim...en ekki víst að ég hafi netið þegar ég er komin til osló á laugardaginn...og spurning hvenær mar kemur heim á morgun eftir hátíðarkvöldverðinn þannig að ég lofa engu  veit þið saknið mín svo mikið...að minnsta kosti hef ég ekki við að lesa athugasemdir á bloggið mitt!!  

26.09.2007 19:44

Áframhald á Norge

Jæja þá er eiginlega dagur þrjú í Norge...ég setti ekkert hérna inn í gær en ég skrifaði bara í skjal hérna hjá mér og ætla bara að afrita það hérna inn...þannig að þið fáið tvo daga í bloggi...og kannski nennið þið að lesa eða ekki...gæti verið eitthvað spennandi þegar líður á...t.d. hvort ég hafi verslað mér föt...eða eitthvað annað eða já bara eitthvað! þannig að endilega lesið þó svo þetta sé mikið lesefni hehe  og hér kemur þetta.....

25. september 07

Þá er dagur tvö í Norge. Það var vaknað snemma og reynt að sjæna sig...en mikið var mar þreytt..úff púff. Morgunmaturinn var mjög fínn og nóg úrval. Klukkan 9 var farið af stað til Asker og þar skoðuðum við einn stað sem heitir Asker produkt. Það var mjög gaman að skoða þar og mikið um að vera...best að skoða myndirnar til að átta sig á því. Þarna vorum við til 10:30 og þá var brunað í rútunni til Lier og farið á stað sem heitir Lier ASVO. Þar er einnig fjölbreytt starfsemi og ekki ósvipað og hjá okkur í vinnunni minni og líka margt sem er ekki líkt...eins og áður, skoða myndir. Þarna fengum við að borða dýrindis samloku með held ég kjúkling á milli... Þá var komið að síðasta staðnum og hann heitir Vinn industri Drammen. Það var mjög merkilegt því staðurinn er á þrem hæðum og ýmislegt unnið þar t.d er fullbúin prentsmiðja og er mikið unnið í tengslum við hana. Þarna starfa 33 fatlaðir starfsmenn í liggur við þrisvar sinnum stærra rými en við erum með heima, sirka 10 starfsmenn á hæð...ekki slæmt myndi ég segja. En þetta var allt saman mjög fróðlegt og alltaf jafngaman að heimsækja staði sem eru að gera svipað og maður heima. Ýmislegt nýtt sem maður sér og hægt að nýta sér  þegar mar er búin að melta þetta allt saman.
Eftir allt þetta brölt var haldið af stað á hótelið og þar vorum við síðan með fund þar sem fjallað var um daginn. Alltaf gott að setjast niður og draga saman hvernig dagurinn var.
Um kl 16: 15 var komið að smá frítíma. Ég ákvað auðvitað að leita að H&M hehe hvað annað! Fór í strætóleiðangur með Elísabetu og auðvitað fundum við H&M. Það var nú eitthvað hægt að skoða þar og mátaði ég eitthvað og hvað keypti ég...auðvitað eitthvað sem nýtist ekkert endilega sem hversdagsföt..já ég keypti KJÓL..ótrúleg alveg en ég bara féll fyrir honum og hver veit nema ég noti hann bara í vinnuna...eða bara um jólin..hmm hann gæti þá verið orðinn of stór hehehehehe je right! Þannig að ég verð farin að ganga í kjólum alla daga vikunnar bráðum. En engar buxur fann ég þarna þannig að áfram var rölt og fórum við í Lindex. Þar fann ég buxur þannig að ég er líka búin að kaupa svoleiðis..finnst ég standa mig bara nokkuð vel svona á fyrsta degi búðarráps! Á reyndar eftir að ákveða mig hvað ég geri með jakkann/frakkann/jakkalakkann/kápu... eða ég veit ekki hvað á að kalla þetta sem ég sá í H&M en ég bara er kolfallin fyrir honum...hef ekki átt svoleiðis flík í trilljón ár og gæti notað hann bæði hversdagslega og sem spari..kostar bara 589 kr norskar (ætli það sé ekki rétt um 7000 kr íslenskar) og ég held það sé vel sloppið með svona flík...myndi líklegast kosta um 13.000 kr íslenskar heima. Er að hugsa...spurning hvort komist ofaní töskuna hehehe! Morgundagurinn verður langur og strangur...ekki veitir af því að hvíla sig fyrir hann!


26. september 2007

Dagur þrjú! Jæja það var mætin aðeins fyrr í morgun en við vorum á leiðinni til Eiker vekst sem er í smá fjarlægð frá Drammen. Það var margt skemmtilegt að skoða og það er greinilegt að það er nóg að gera í þvotti og einnig í því að selja mat. Fengum gefins þarna glæsilega ávaxtakörfu en þeir pakka ávöxtum fyrir t.d skóla og þeir búa til marsipanfígúrur svaka flott..en fengum ekki að smakka! . Segi bara eins og í gær...skoðið myndir hehe.
Fórum síðan til Vekst Notodden. Þetta var fín heimsókn líka og fórum við þaðan með 2 kerti sem þeir framleiða og einnig einhverja kubba til að kveikja uppí arinn...ég þarf greinilega að fá mér einn svoleiðis hehe Í tengslum við þennan stað skoðuðum við svaka verksmiðju sem er me t.d plasframleiðslu, einhverja málmsmiðju, rafverkstæði og fleira. Eins og áður segir...skoða myndir. Þessi staður heitir Nopro.
Á heimleið þá komum við við á safni í Kongsberg sem er um silfurnámurnar sem voru þar fyrir einhverjum hundrað ára síðan. Mjög gaman að skoða og þar var líka byssuverksmiðjusafn og ég tók nokkrar myndir fyrir Sigga minn..hvað annað! Ég var síðan orðin læst inni á safninu þar sem það var búið að loka! En komst auðvitað út með góðri hjálp starfsmanna á safninu hehe. Við vorum síðan á smá fundi eftir ferðina og núna er ég bara að bíða eftir matnum sem er eftir klukkutíma eða svo...spurning um að leggja sig smá!..alveg brillíant hugmynd hjá mér! hehe
p.s ég lagði mig...og það var svo gott! 

Svona í lokin þá er þetta búið að vera mjög gaman og er mjög sátt með þessa ferð. Búin að sjá ýmislegt og margt spennandi og við eigum eitthvað eftir á morgun og svo á föstudaginn. Þetta er rosalega stíf dagskrá og er gert mikið grín innan hópsins með það að allir eru komnir inní herbergi kl 21:00 en þá er klukkan að verða sjö heima...ok kannski ekki allir...en stór hluti hópsins.  Það er alveg merkilegt að í þessum 15 manna hóp þá er enginn sem reykir og finnst mér það alveg meiriháttar! 

24.09.2007 17:38

Heija norge

já þá er mar komin til norge...klukkan hér er 19:28 og vorum við að koma á hótelið fyrir svona sirka 20 mínútum.  Búið að vera smá törn í dag og er komin þreyta í mann, en það á víst eftir að borða og svona og verður það eftir 15 mínútur eða svo.  Það var auðvitað seinkun í fluginu í dag..(Halla að fljúga) og hvað skyldi hafa bilað núna?? jújú það hrundi tölvukerfið í Turninum þannig að það komust engar vélar í burtu...alveg týpískt en þetta var nú ekki mikil seinkun. Segi meira á eftir...er að fara að borða   Jæja þá er mar búin að borða.  Við fengum ekki forrétt því hann var búinn...fengum eitthvað svínakjöt í aðalrétt og svo var súkkulaðikaka í eftirrétt..fékk mér hana...en svo banana á eftir hehe vonandi ekki meira sætindi í þessari ferð..þarf að passa það.  Já svona í tengslum við það þá fór ég til læknis á föstudaginn og fékk nú pensilín..sem ég hef gleymt að taka og ætla bara að geyma það..er orðin miklu betri að vísu ennþá með hausverk en það getur nú verið önnur skýring á því. En já læknirinn ákvað að mæla blóðþrýstinginn minn og ekki var það nú mjög svo gleðilegt...þarf að mæta aftur í næstu viku þegar ég er komin heim og þá skýrist þetta nú vonandi eitthvað betur...segi frá því síðar.
Annars já átti eftir að segja meira frá réttarferðinni...svo sem spurning hvað skal segja...Helena systir er búin að segja frá því eitthvað og yrði bara endurtekning hjá mér...þannig að lesið bara hjá henni hehe (þetta var nú vel sloppið).  En þetta var bara mjög gaman og alltaf gaman að skemmta sér með þessum ættingum.  Síðasta myndin í því albúmi er einmitt frá svefnstaðnum okkar systra en við sváfum í stofunni í Baldurshaga ásamt held ég um 10 manns eða svo....en í heildina sváfu í Baldurshaga held ég um 24 manns. Bara gaman.  Þannig að mikið stuð!
En Noregur já...hann heilsaði með rigningu og það rignir enn.  Við byrjuðum á því að fara til AVSL (minnir mig) en það eru samtök hér í Noregi sem halda utan um starfsstaði fatlaðra og fleira.  Fengum þar að borða alveg ágætis mat bara.  Síðan eftir það var farið í skoðunarferð um Osló.  Keyrðum um í rútu með leiðsögukonu og hún var mjög fín.  Sagði okkur frá ýmsu sem tengdist Oslo og frá helstu stöðum.  Við fórum síðan í Vigeland park en þar skoðuðum við fullt af listaverkum...set kannski inn myndir á eftir...eða á morgun fer eftir því hvort ég nenni að standa uppá eftir hehe (ligg sko í bælinu núna dauðþreytt!). En já eftir það átti að skoða Holmenkollen en það var svo mikil þoka þar uppfrá að við sáum voða lítið..varla skiltið!  En hafði séð þetta svo sem áður með leiðsögn Selmu. 
Fórum svo síðan á hótelið hér í Drammen og erum hér enn og verðum hér! Fullt að skoða á morgun þannig að ágætt að hvíla sig vel fyrir það.  Förum á þrjá staði held ég bara! 
Já Helena ég skal reyna að muna...þannig að skoða á morgun (ef það er tími) og versla á miðvikudag (ef tími) svo helv...ströng dagskrá hérna!
Jamm og já...læt þetta duga í bili og segi góða nótt!

23.09.2007 22:53

Nýjar myndir

Var að setja inn myndir frá réttunum um helgina...það var bara mikið stuð og gaman í sveitinni.  Nenni ekki að skrifa mikið núna enda annað að gera...pakka niður og þurrka þvott   Set kannski eitthvað meira hér inn eftir helgi þegar ég er komin til norge ef það verður net þar!  Þannig að þangað til næst hafið það gott og passið ykkur á vindinum!

18.09.2007 15:50

enn lasin....

já það er óhætt að segja að mar sé enn lasin...hef verið það síðan á föstudagsmorgun.  Er orðin dáldið þreytt á þessu en ekki örugg um að ég mæti í vinnu á morgun.  Það eru allar helv..holur í höfðinu á mér stíflaðar og veldur það nokkrum höfuðverk en ég er nú samt miklu skárri í dag en í gær.  Ætla nú ekki að vera lasin mikið lengur þar sem ég er að fara í vikuferð til Noregs í næstu viku og þá þarf mar nú að vera hress. 
Það er ótrúlegt hvað mar sefur þegar svona slappleiki er í gangi. Svaf til að verða eitt í gærdag að vísu eftir 2 tíma vöku milli 7 og 9. Svo aftur í dag þá svaf ég til kl 12 (líka eftir sirka 2 tíma vöku í morgun) en ég er nú ekki vön að geta sofið svona mikið og ég gæti alveg hugsað mér að leggja mig núna...en það er ekki í boði og ætla frekar að skella mér í sturtu til að reyna að hressa mig við.  Annars hef ég verið að setja inn myndir í dag meðal annars frá ættarmótinu í ágúst en fékk myndir hjá Ragnheiði og Bjössa á Höfn og síðan eitthvað meira og set meira inn á næstu dögum.  Þarf að setja fleiri frá fjölskyldumyndatökunni en það voru flutt af flottum myndum sem komu þar. 
Læt þetta duga í bili...hrista af mér slenið og skella sér í sturtu.

16.09.2007 19:18

Afmælið sjálft...

Jæja þá er mar komin heim eftir smá útlegð.  Við skötuhjúin fórum á fimmtudaginn í sveitina til  Ömmu Dísu og vorum þar í góðu yfirlæti.  Siggi var að fara á gæs og ég ætlaði auðvitað að fara með að skjóta en fór ég?? nehh ég tók uppá því að fá einhverja pest og lá bara með kvef, hita og hálsbólgu alla dagana og er enn að...útlit fyrir veikindadag í vinnunni á morgun.  En ég lét það ekki á mig fá og reyndi að njóta daganna hjá ömmu.  Það tókst bara nokkuð vel og er hægt að segja að mar hafi verið vel mett á eftir því það stóð yfir stórbakstur í Odda....ég fékk t.d að snúa kleinum..það hef ég örugglega ekki gert í hvað skal segja yfir 25 ár eða svo! mikið gaman og stóð það yfir í 3 tíma eða svo enda bakað út 24 STÓRUM bollum af hveiti!...síðan þurfti að smakka hinar og þessar tegundir...s.s. ástarpunga, kanilsnúða, hafrabrauð og fleira og fleira..bara geðveikt!! Þannig að öll kílóin sem fuku í sumar eru komin aftur á einni helgi eða svo! hehe En alveg þess virði sko!
En jæja en í gær var komið að því að færa sig um stað og fara að hitta hina ömmuna þ.e Ömmu Dóru en það var verið að halda uppá afmælið hennar í Munaðarnesi í gærkvöldi. Það var mikið fjör og gaman og voru allir mættir nema Gestur og fjölskylda en þau búa í Noregi.  Í þessum pikkuðum orðum er ég að setja inn myndir. Ætla einnig að setja inn myndir frá kleinugerðinni og já núna get ég sett líka inn nokkrar fjölskyldumyndir sem við fórum og tókum til að búa til albúm fyrir ömmurnar..er búin að vera með þær í felum en ætla að setja inn nokkrar skemmtilegar hér á eftir...eða á morgun...sé til hvað ég verð dugleg.  Verð líka að hafa eitthvað að gera á morgun ef ég verð heima! hehe
Mjallhvít bara sefur eftir að hún kom heim í dag en hún var í pössun hjá Þurý og fjölskyldu á meðan við vorum í burtu og hefur greinilega skemmt sér vel því hún er dauðuppgefin! hehe tekur greinilega á að fara að heiman.
Læt þetta duga í bili...hef kannski eitthvað meira að segja á morgun.....það gerist alltaf svo mikið þegar mar er lasin...eða þannig. 

09.09.2007 12:20

Stórafmæli í dag

já það er stórafmæli í fjölskyldunni í dag en hún Amma Dóra er 80 ára í dag.  Við hér í fjöllunum óskum henni til hamingju með daginn og sjáum hana svo hressa á næstu helgi en þá á víst að halda uppá herlegheitin. 
Annars er bara fínt að frétta úr fjöllunum og hefur þetta verið algjör afslöppunarhelgi...ekki einu sinni búin að fara í Bónus..en ætli ég þurfi ekki að fara í dag þar sem hér er orðið mjólkurlaust og eitthvað meira vantar.  En ætla nú að leyfa formúlunni að klárast áður en ég kíki á það. 
Það fer að styttast í Noregsferð hjá mér en ég er að fara í vinnuferð þangað og er það alveg heil vika.  Vonandi verður nú bara fínt veður en ætli mar muni ekki eftir því að taka regnhlífina með sér...held ég hafi keypt regnhlíf síðast í Osló hér um árið....líklega var það árið 2002.

06.09.2007 17:38

líf og fjör

já er ekki alltaf líf og fjör..að minnsta kosti er fullt af fólki sem kíkir hérna.  Annars er fínt að frétta úr fjöllunum smá haust að mæta á svæðið en samt með hlýju líka.  Mjallhvít heldur að hún sé spiderman og reynir að klifra upp um veggi og hurðar. Hún er nú farin að geta hoppað upp á allt sem hún á ekki að hoppa uppá...en uppeldið gengur illa hehe   
hmm já svo byrja haustverkin aftur í næstu viku en ég ætla að hitta næringaráðgjafann aftur þá og svona fá smá ráð hjá henni með framhaldið, planið er að reyna að ná nokkrum kílóum í viðbót en hef staðið í stað í allt sumar.  Er að bæta við hreyfingu en farið í sundið svona 2 - 3x í viku en planið að fara að byggja upp markvisst smá vöðva, laga þessa sem eru slappir hérna útum allt..verður bara gaman..byrja líklega í næstu viku.  Þannig að bara áframhaldandi fjör.
Já og þakka góðar kveðjur í síðustu færslu..fæ ennþá hroll þegar ég horfi á þetta þannig að ég verð að vera dugleg að blogga þannig að þetta fari fljótlega af síðunni hehhe

01.09.2007 18:05

erfið færsla en ánægjuleg líka...

ég tók ákvörðun í dag að finna mynd af sjálfri mér síðan fyrir sirka ári síðan...og ég fann eina frekar ógeðslega mynd sem tekin var í maí 2006 þegar ég fór til Cambridge...ég æta síðan að setja inn mynd sem er tekin af mér núna 11. ágúst síðastliðinn með litla bró...ég veit eiginlega ekki hvort ég eigi að segja njótið eða lokið augunum!  en svona var mar víst og ekkert við því að gera...sá tími er liðinn!! og kemur aldrei aftur ef ég fæ einhverju um það ráðið! en hérna koma þessar myndir. Fyrst er auðvitað frá því í maí 2006 ef fólk skyldi ekki fatta það hehehehe

 

01.09.2007 12:36

frunsan dauð...

Þórdís Adda vildi sjá frunsuna...hún hefði nú bara sagt það einu sinni...hún sást sko í margra metra fjarlægð....það er nú ekki til góð mynd af henni...en reyndar til mynd þegar hún var að byrja að birtast og ég set kannski inn mynd við tækifæri af því. 
Annars er lítið að frétta úr fjöllunum...allt við það sama og Mjallhvít er snarvitlaus að vanda, ein í vinnu sagði nú bara hvort hún væri ekki eins og ég þegar ég sagði henni að kötturinn væri snarvitlaus.
September að byrja og Steinar og Sölvi eru 25 ára í dag og fá þeir afmæliskveðju hér með...svo er Dísa frænka á morgun, Ragnheiður frænka á þriðjudaginn þannig að nóg af afmælum í þessum mánuði. Svo auðvitað verður amma Dóra 80 ára þann 9. september. Alltaf jafn spræk þrátt fyrir aldurinn.  Svo eru einhver fleiri afmæli þegar líður á mánuðinn. 
Engar fréttir...sem sagt bara góðar fréttir.
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43