Færslur: 2007 Desember

31.12.2007 12:55

Síðasti dagur ársins!

þá er hann runninn upp...síðasti dagur ársins.  Þetta hefur verið hið besta ár myndi ég segja og ætla svo sem ekki að fara að draga eitthvað saman hérna...er þegar búin að skrá það ágætlega á þessari síðu. Ágætt að eiga svona dagbók á netinu   Svo er maður alltaf að spá hverjir eru að lesa um líf manns, ekki margir sem láta vita af sér en ég veit um dágóðan hóp sem fylgist með hehe
En ætla nú ekki að hafa þetta langt í dag vildi óska foreldrum mínum til hamingju með brúðkaupsafmælið...ekki stórafmæli en það er á næsta ári  
Vil síðan óska lesendum mínum gleðilegs árs og þakka fyrir árið sem er að líða!

30.12.2007 12:01

æði veður!

mikið er nú gott að hafa svona veður! þá hefur mar ekkert samviskubit að hanga á náttfötunum og liggja í bælinu í dag hehe bara æði!
Mjallhvít er að verða ansi kræf í jólatréinu og var hún með smá gestalæti í gær og skellti sér inn í mitt tréið og þóttist vera jólaskraut!
Annars vil ég benda þeim sem var að biðja um lykilorð á albúm hjá mér að það er betra að fylla útí reitina sem þarf að fylla út og skilja eftir netfang og svona svo að lykilorðið skili sér  erfitt að senda lykilorð þegar er ekkert nafn eða netfang. Þannig að endilega senda bara aftur
En jæja ætla að skríða í bælið aftur enda klukkan ekki orðin 12! hehehe

28.12.2007 17:39

lítil saga

Ég hef oft spáð í því fyrir jólin hvað allir eru að flýta sér og mikið stress í gangi...eins og ég sagði frá hér fyrir jólin þegar ég fór í Kringluna og allir voru eitthvað að flýta sér..labba mann niður og brostu ekki einu sinni til manns þó mar væri eins og bjáni með jólasveinahúfu.  Ég held það vanti meiri gleði í jólin...ok kannski ekki allstaðar en fólk þarf að hugsa þau dáldið á annan hátt en oft áður.  Minna stress - meiri gleði - njóta lífsins og þessara stundar sem við höfum með okkar nánustu.
Annars voru núna tveir vinnudagar og var það bara nokkuð notarlegt, ekki margir sem mættu en þeir sem mættu unnu vel, auðvitað!

Ég hef nokkrum sinnum fengið þessa sögu senda í pósti og mér finnst eiginlega kominn tími til að hún birtist bara á síðunni minni.  Hér kemur lítil saga:

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr. Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði". Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin.
Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða verðin, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng. Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt. Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.
Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún en núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana".
Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði "Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax. Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei" "Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".
Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég teigði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum aftur í vasan til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg" Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur. Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín" "Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn. Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái " Fjölskyldan varð að ákveða hvort það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga konan myndi ekki vakna úr dáinu. Var þetta fjölskylda litla stráksins?
Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð. Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu. Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi itli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.

26.12.2007 14:02

hvít jól

já hvít jól voru það.  það var bara blindbylur í gær í Garðinum hjá foreldrum í gær. Ég slapp við það því ég var komin svo snemma suðureftir, annað en litli bró hehe   hann var aðeins lengur á leiðinni en ég og því var hádegismaturinn í seinna lagi á jóladag...sem var í góðu því hangikjétið var bara gott! Fórum síðan í kaffi til Munda og fjölskyldu og þar var aðeins bætt á það sem uppá vantaði í magann...ekki mikið en nóg samt úff púff...mar þarf að fara að taka sig á í ræktinni núna strax á morgun...skella sér í sund bara á morgun.
Annars eru þessir jóladagar búnir að vera mjög fínir...við skötuhjúin fengum margar fallegar gjafir og þökkum við kærlega fyrir okkur.  Ég fékk þessi fínu stúdíóljós frá my darling og nú verður hann að vera fyrirsæta fyrir mig meðan ég prófa mig áfram og læri á þau...það verður bara mjög gaman hehe ég fékk síðan eyrnalokka og glæsilegt armband frá Helenu, Arnþóri og Ingu og frá mömmu og pabba fengum við miða á ladda 6-tugur, gjafabréf í kringluna, sokka og blóðþrýstingsmæli þannig að nú getur mar fylgst vel með því  en já við fengum öll miða á ladda og mamma og pabbi voru líka búin að kaupa sér miða þannig að við erum öll að fara í leikhús í janúar...bara gaman!
Annars var þetta dáldið fyndið því ég gaf Sigga gjafabréf á ladda í janúar...en ég átti eftir var að borga miðann...en núna verð ég að bjóða honum bara á einhverja aðra sýningu...leyfi honum að velja   Mamma var í taugaáfalli yfir þessu á aðfangadagskvöld! hehehe já síðan fengum við nú hitt og þetta m.a dúk, vettlinga, glerdisk, kertastjaka, ostabakka úr vínflösku (bara flottur), kerti, jólasvein, svona til að hafa úti á svölum og setja kerti í eða eldivið veit ekki hvað þetta heitir. Já sem sagt margt gott og flott.
Núna snjóar úti og styttist í jólaboð hjá Palla og Ósk...ætli það sé ekki best að fara að koma sér á fætur hehe.

23.12.2007 21:46

Gleðileg jól!

Í þessari færslu ætla ég að óska lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla.  Hafið það gott og njótið samverunnar með fjölskyldunni og hugsum hlýtt til hvors annars.  Hugur minn er hjá þeim sem eiga um sárt að binda þessi jól. 

            

Kær kveðja Halla

p.s Mjallhvít er búin að fá jólagjöfina sína og virðist bara nokkuð sátt með hana.

21.12.2007 22:13

jólajólafrí

já það er víst komið jólafrí! allt gekk svona nokkuð smurt í vinnunni og náðum að klára það sem þurfti að klára...annað verður klárað milli jóla og nýárs. Mikið er nú gott að þessi törn sé búin...en hellingur sem bíður!
Annars var hún tengdamóðir mín að útskrifast sem stúdent, glæsilegur árangur hjá henni. Vorum í þessari fínu veislu áðan þannig að jólaátið er byrjað...á morgun á my darling afmæli og þá er önnur veisla...svo er þorlákur og síðan bara jólin komin!  En ætla nú að reyna að hemja mig í átinu eins og í fyrra...það þýðir lítið annað, en samt að njóta  síðan fer mar bara í sund og ræktina milli jólanna...á eftir að athuga hvernig er opið...hlýtur að vera eitthvað opið.

Jæja best að kíkja á baksturinn...það verður eitthvað að vera til fyrir fólkið á morgun! hehe

20.12.2007 21:39

skyldi vera rok og rigning?

jú svei mér þá ef ég kíki útum gluggann...Annars er voða lítið að frétta úr fjöllunum. Mjallhvít fór til dýralæknis og fékk sína fyrstu sprautu og töflu. Hún var nú ekki mjög hrifin af lækninum og forðaði sér inní búr um leið og hún hafði tækifæri til þess. Betra að vera í búrinu en á borðinu hjá lækninum.  Hún er með smá skallablett á höfðinu og er möguleiki að þetta sé einhvert ofnæmi...bara spurning um hvað það er..á eftir að finna útúr því. Byrja á fæðinu og sé hvort það hafi einhver áhrif. 
Jólaundirbúningur er allur að verða búinn ef hægt er að tala um það. Brjálað að gera í vinnunni og vonandi náum við að klára allt fyrir hádegi á morgun.  Fór með jólasveinahúfu í vinnuna í morgun..mundi svo eftir því að ég var að fara útað borða á VOX á Hilton hótelinu í hádeginu og það var ekki annað í boði en að fara með húfuna því hárið á mér var allt orðið klesst eftir morguninn.  Auðvitað þurftum við að fá borð innst í salnum þannig að ég þurfti að labba allan helv..salinn með jólasveinahúfu..fólk horfði nú dáldið á mann..en brosti líka.   Já síðan versnaði í því, því ég átti eftir að fara á nokkra staði eftir vinnu sem ég var líka búin að gleyma. En allir voða glaðir og horfðu skrítnum augum á mann sérstaklega í Kringlunni hehe  En einhver verður að reyna að fá fólk til að brosa...tók eftir því að fólk brosti ekki mikið í Kringlunni...skyldi það vera jólastressið eða er fólk bara ekkert brosmilt?  Allir voru eitthvað svo mikið að flýta sér og labbaði á mann bara ef mar var ekki nógu snögg að fara til hliðar. En jæja þýðir ekki að velta sér uppúr því öllu saman og njóta bara jólanna.  Meirað segja búin að senda jólakortin hehe

18.12.2007 20:01

flakk um bloggheima

var að flakka aðeins um bloggheima....það eru nokkur blogg sem ég kíki reglulega á og kannski alltaf þau gleðilegustu en það koma góðir dagar eins og hjá öllum öðrum.  Á þessum árstíma hugsar maður mikið um allt og ekkert og held ég að við getum alveg gefið okkur tíma til að hugsa vel til þeirra sem þurfa á því að halda, sem berjast jafnvel fyrir lífi sínu og vonast til að fá tækifæri til að lifa enn ein jól...eða jafnvel næstu tvö jól.

16.12.2007 19:34

3 í aðventu

mikið svakalega líður tíminn...jólin að skella á og ég er ekki farin að gera jólakortin!  En ég lofa ykkur því að þið fáið jólakort! Þau verða bara gerð núna og á morgun...spurning hvort eitthvað af þeim berist milli jóla og nýárs hehe það er þá ekki verra að hafa eitthvað að lesa þá. 

Annars tókum við systir jólarúntinn okkar í gær...fórum af stað um kl 13:00 og ég held ég hafi verið að koma heim um kl 21:00! Ekki slæmur rúntur það! Við byrjuðum á því að fara Laugaveginn og var það mjög gaman, meiriháttar veður meðan við vorum á röltinu og rétt áður en við vorum komin að bílnum þá fór að snjóa...skelltum okkur þá inn á veitingastað til að fá okkur að borða.  Næst á dagskrá var að fara í Kringluna, þar var dáldið mikið af fólki. Hitti nú ekki marga sem ég þekkti en samt nokkra.  Þarna vorum við að dóla aðeins og eitthvað fór nú lítið fyrir jólagjöfum í þessum jólarúnti..en það komu slatti af hugmyndum sem er kannski bara alveg ágætt svona rétt fyrir jól.  Annars ákvað ég að gera tilraun til að verða gella og fékk mér gat í eyrun..aftur! fékk mér held ég síðast göt í eyrun fyrir um 30 árum eða svo..þannig að líklegast kominn tími á það aftur enda löngu gróið held ég fyrir hin. Er gasalega fín núna bara....enda var þetta ein leið til að fólk geti gefið mér jólagjöf..s.s. eyrnalokka hehe Má nú samt ekki skipta fyrr en eftir 6 vikur eða svo.  En já eftir kringluna þá fórum við í Garðheima...síðan í Elko...síðan var endað í Smáralind. Þar var nú lítið af fólki enda var klukkan að verða 19:00 eða svo, en við röltum aðeins og ennþá fór lítið fyrir jólagjöfum þannig að mar verður greinilega að kíkja eitthvað síðar! hehe  
Í dag átti að taka daginn rólega...en gerði mar það..nehh varla hægt að segja það..var að vinna dáldið fyrir mömmu og meðfram því þá var ég að þrífa hérna og var Mjallhvít dugleg að vanda við það líka...að vísu var hún duglegri núna við að dreifa ruslinu aftur útum allt. Ég náði nú ekki alveg að klára en ég geri það bara á morgun.  En þetta tók nú stóran hluta af deginum. Síðan kíktu mamma og pabbi aðeins við og síðan var steiktur smá kjulli. Sem sagt brjálað stuð í gangi. 

En best að hætta þessu röfli núna og bíð spennt eftir að danski þátturinn byrji á eftir..það verður nú að fara að finna morðingjann!

14.12.2007 17:23

stormur....

var búin að blogga svo flott í gær...en hvað gerðist...veit ég ekki það kom að minnsta kosti ekki inn...en hvað ég skrifaði man ég bara hreinlega ekki! hehe
Annars þegar ég var að skrifa í gær þá snjóaði alveg helling og allt var orðið hér hvítt.  Síðan eftir það var mikil gleði hjá unglingum hverfisins en þeir héld að mér þætti mjög gaman að láta grýta gluggana hjá mér mé snjókúlum en þau misskildu það hrikalega...en ákvað að láta þetta eiga sig því þá hefðu þau örugglega skotið enn meir..og var nú nóg fyrir..alveg dundi hér á gluggum í örugglega hálftíma eða svo...síðan urðu bílar fyrir árás og ekki voru nú allir bílstjórar ánægðir með það og sumir stoppuðu og létu vita af óánægju sinni en það dugði ekki til. 
Það fer að líða að jólarölti systranna á árinu...en á dagskrá er að fara á morgun og þá er að vona að ekki verði helv..rok og rigning.. meira gaman þegar er betra veður. Spurning hvort verði farið á Laugaveginn eða jólaþorpið. Langt síðan mar hefur farið laugaveginn svona almennilega...örugglega ekki síðan mar flutti af Bergþórugötunni...og já talandi um hana, hún er búin að vera á sölu og vá þvílík breyting á einni íbúð...bara flott! Spurning hvernig húsið er að utan núna hef ekki kíkt lengi. En myndi ég kaupa íbúðina fyrir 21 mill...nehh held nú ekki..en kíkið endilega á myndir sem eru á netinu...bara flott!

en jæja best að hætta þessu röfli í rokinu...og fara að slappa af enda er mar búin á því eftir vinnuvikuna..veit eiginlega ekki hvað ég er búin að fara í mörg verkefni en þau eru ansi mörg....enda brjálað að gera og bara það versta eftir! hehe jibbíjeystuðogfjör!

p.s verður mar ekki að vera smá jóla...hvernig kemur jólaþemað út?

11.12.2007 16:54

erfiður dagur...

Kiddi litli frændi var jarðaður í dag.  Æ hvað þetta var nú erfitt en mikið var þetta falleg athöfn.  Kveikti á kerti fyrir litla frænda og fjölskyldu hans þegar ég kom heim. Ekki auðveldir tímar framundan hjá litlu fjölskyldunni og hugur minn er hjá þeim. 

07.12.2007 17:15

valkvíði

já valkvíði er ótrúlegur hehe...en málið var að við erum að fara á jólahlaðborð á eftir og mar er nú að reyna að vera fín fyrir það....og til þess þarf mar víst sokkabuxur...og það á ég ekki til og hef ekki átt síðustu ár held ég bara..man ekki hvenær ég keypti nylonsokkabuxur síðast! en ég fór áðan og stillti mér upp fyrir framan sokkabuxnarekkann! það hafa komið nýjar tegundir síðan síðsta held ég...hmm hvaða lit á að kaupa...of mikið af áferðum í boði...hm svo var það stærðin..man ekkert hvað ég hef verið að kaupa eða hvað þá ég hvað ég þarf að kaupa í dag...þannig að fór bara eftir leiðbeiningum afaná og þá kom í ljós að best væri að kaupa sem stærst hehe þannig að þær passi nú örugglega því ekki nenni ég að fara aftur og kaupa aðrar ef ég myndi kaupa of litlar!  Þannig að var bara mjög mikið raunsæ og keypti einar stórar hehehe
Annars fínt að frétta úr fjöllunum..vorum í afmælismat hjá litla bró þó svo hann hafi orðið eldri í gær og já til hamingju með afmælið!! 
En jæja best að fara að skella sér í sturtuna svo mar lykti nú ekki af svitalykt híhí

05.12.2007 17:31

mér finnst rigningin góð...

Held ég hafi lesið það í einhverju blaði að það væru búnir að vera 4 þurrir dagar síðan í október...eða byrjun nóvember...það finnst manni nú aðeins of lítið.  Það var fallegt veður í dag en auðvitað þurfti að byrja að rigna uppúr hádegi..ekki hægt að leyfa blíðvirðinu að njóta sín þurrt!

Ég og Helena fórum í heimsókn til Óskars frænda og fjölskyldu í gærkvöldi. Áttum þar notalega stund með þeim og bið ég alla að hugsa til þeirra þvi þeim veitir ekki af því á þessum erfiðum tíma.

Annars er einhver hitavella í mér núna....spurning hvað er í gangi.  Fékk mér sólhatt áðan og panodil hot og parataps og hálstöflur (tvær tegundir) og nú verður tekið á því + að ég tek lýsistöflur á hverjum morgni! Hvað er hægt að gera meira á þessum tíma ha! Mar verður að vera orðin spræk fyrir jólahlaðborðið á föstudaginn...ekki fer ég að missa af því! ónei sko! út með hita og drullu!!
En jamm og já og svei mér þá...ekkert að frétta annars úr fjöllunum...Mjallhvít reyndar skoðar jólaskrautið með áhuga og fékk hún eina jólakúlu til að leika með...venja hana við jólatréið þegar það kemur upp. 

02.12.2007 11:59

2. desember

Alla helgina hefur hugur minn verið hjá litlum frænda og fjölskyldu hans.  Þau þurfa svo sannarlega á því að halda. 
Annars af svona daglegu lífi, sem hefur verið hálf undarlegt alla helgina, er allt ágætt. Fór á fund í gær hjá Styrktarfélaginu sem var mjög góður.  Síðan tók ég nú upp jólasveinana svo ég gæti sent Ragnheiði upplýsingar um hvað vantar. Þetta er nú orðin stór og mikil fjölskylda hér á borðinu hjá mér.  Mjallahvíti fannst nú viðeigandi að bíta í eyrað á jólakettinum og síðan henti hún Stúf um koll.  Greinilega ekki hrifin af svona jólasveinum. 
Annars átti að vera partý í gærkvöldi sem mér var boðið í en ég bara hreinlega hafði ekki orku, er ennþá að ná mér eftir þessa pest sem ég fékk og ég hreinlega bara var alveg orkulaus!  Enda svaf ég í rúma 11 tíma núna...var mjög hissa þegar ég leit á klukkuna og hefði alveg getað sofið eitthvað lengur.  En það verða bara rólegheit í dag....spurning hvor mar nenni á fætur.  Mesta lagi að ég nenni að kíkja í jólakassann og athuga hvort það sé eitthvað sem ég get sett upp, það eru allir búnir að setja upp ljós hérna í kringum mann þannig að það má ekki skera sig úr eða hvað. 
En jæja ég hef ekkert meir að segja, er meira svona bara að dreifa huganum aðeins en alltaf fer hann aftur til litlu fjölskyldunnar.

01.12.2007 09:17

......

hugur minn er hjá litlum frænda og fjölskyldu hans  
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43