Færslur: 2008 Apríl

30.04.2008 18:06

meira flug...

já mar er víst nýkomin heim...eða á sunnudagskvöld og hvað er framunand..jújú fara til köben á morgun! 
Þetta er ótrúlegt flakk á manni...hef ekki komið til köben í 5 ár eða svo og er svo tvær helgar í röð hehe geri aðrir betur.  Annars er þetta norðurlandaþing sem er í gangi núna á vegum CISV þannig að þetta verður ekki nein verslunarferð sko...en þyrfti að vísu að komast í eina búð og kaupa buxur sem ég hætti við að kaupa á síðustu helgi...hehe já mar er með smá eftirsjá að hafa ekki keypt þær.
Annars er allt fínt að frétta úr fjöllunum..fékk smá flugvélakvef en vonandi hristi ég það af mér fljótt..samt eitthvað dofin í höfðinu..líka ennþá þreyta...þannig að ekki gáfulegt að fara að fljúga aftur...en hvaða vitleysi gerir mar ekki hehe   verður örugglega bara fínt.
Ég ætla að reyna að pakka skynsamlega núna og vera bara með flugfreyjutösku.... en þarf að taka með mér svefnpoka en er svo heppin að eiga einn alveg pínulítinn svefnpoka síðan mar fór í bakpokaferðalag með Helgu 1997 sko! vá hvað er langt síðan eitthvað hehe.  Þannig að nú verður hausverkur að pakka skynsamlega..ætli það sé ekki best að fara í það núna....enda er matarklúbbur í kvöld og þarf að vera mætt útá flugvöll fyrir kl 11:00 í fyrramáli.  Þangað til næst hafið það gott!

28.04.2008 19:35

fleiri myndir...

er að setja fleiri myndir inn...þær eru reyndar ekki í réttri tímaröð...afhverju veit ég ekki, en ég kannski get lagað það síðar, vonandi.  Pirrar mig reyndar þessi tímaröð en það verður bara að vera svo
En já sem sagt komin heim og er mar dáldið þreytt! En þetta jafnar sig vonandi fljótlega.  Mjallhvít er komin heim og ég held hún hafi bara verið nokkuð ánægð með það að minnsta kosti svaf hún sínum væra blundi hjá mér og sleikir mig útí eitt. En Þurý og fjölskylda fá miklar þakkir fyrir að passa kvikindið  
En það er víst húsfundur núna á eftir og ætli mar verði ekki að kíkja á hann og skammast og bölva eða eitthvað álíka. hehe

26.04.2008 15:04

vá þreyttir fætur!

ótrúlegt alveg þegar mar er í útlöndunum þá bara labbar mar og labbar...gerir mar það heima...nei hæpið! mar er svo gjörsamlega gengin uppað herðum núna, búin að labba liggur við stanslaust í 6 tíma eða svo..smá pása tekin um  kl 13 og fengið sér að borða á Det lille apotek, en þar fórum við allar saman og sungum síðan hátt og snjallt fyrir Valdísi þar sem hún á afmæli í dag. Fengum síðan svíana á næsta borði til að syngja líka fyrir hana hehe bara gaman!
Ég er náttúrulega búin að gera helling af því sem ég ætlaði ekki að gera..þ.e að kaupa of mikið...hmm spurning hvort það reddist ekki...hehe jújú hlýtur að vera..borða bara minna í júní eða eitthvað!  en hef samt verið nokkuð sparsöm og keypt alveg þrjár flíkur á verði einnar...ekki einu sinni það! ágætt að komast í smá útsölur hehe keypti t.d kjól sem átti að kosta 399 kr danskar...en fékk hann á 99 krónur! er það ekki bara hagsýni þar! ha! það finnst mér! hehe Þannig að hagsýnin var svo mikil að ég keypti tvo.....híhíhí  sitthvorn litinn hehe
En já framundan er tívolíferðin en við fengum aðgangsmiða í tivolíið með hótelherberginu og er áætlað að fara að borða á stað þar kl 19:00...síðan bara djamm í tívolí og sjá flugeldasýninguna á miðnætti. 
Annars var ég að setja inn myndband sem þið verðið að skoða, það er af leikfangi sem við vorum að skoða á einum vinnustaðnum í gær... þetta er bara æði (finnst mér enda mörgæsa fan) ætla kannski ef ég nenni að setja inn nokkrar myndi...ef ekki þá koma þær eftir helgi!  
En ætla að hætta í bili...og hvíla tærnar fyrir átökin í kvöld!

24.04.2008 20:53

Köbenhavn....

jæja smá blogg frá köben!...en ég sit hér á hótelherberginu og hef það huggeli eða eitthvað álíka danskt...vorum að koma frá veitingastað sem heitir Spicylicious og er á estegade..mikið svakalega var hann góður mar! fá alveg 5 stjörnur!
Annars já...hótelið er alveg stórfínt bara og útsýnið útum gluggan hjá Valdísi, Guðný og Irenu er beint útá estegade og sjá þær ungar stúlkur að störfum...það hefur nú ekki verið mikið að gera hjá þeim...en svona eitthvað!  hehe frekar fyndið....  en svona fyrir utan það þá fórum við og skoðuðum tvo vinnustaði í dag og var það bara mjög gaman og merkilegt!  Ég ætla ekki að fara í nein smáatriði enda stuttur tími sem ég hef á netinu núna og er að spá í að kíkja á pínu fréttir að heiman svona líka...
En þetta er bara allt saman alveg ljómandi..við höfum það allar alveg stórfínt og verður spennandi dagur á morgun að skoða tvo staði í viðbót...síðan er útað borða í Tivolí á laugardagskvöldið og þá á Valdís líka afmæli!   En já má ekki gleyma einu!     
Gleðilegt sumar elskurnar mínar!

22.04.2008 22:41

Köben here i come..eða her kommer jeg

jæja þá styttist í það...bara komið að því að við í vinnunni förum í okkar fyrstu námsferð saman, mikið verður það nú örugglega gaman.  En við leggjum í hann á hádegi á morgun og er ég bara held ég búin að pakka...kemur í ljós bara á morgun ef eitthvað hefur gleymst! hehe að minnsta kosti kominn farseðill og smá penge.  
Annars fór Mjallhvít í fóstur í kvöld til Þurý og líkaði henni það bara alveg ágætlega sýndist mér...að minnsta kosti var þarna einhver sem nennti að leika við hana hehe Spurning hvort hún vilji koma með mér aftur heim....?
En maður ætti nú að fara að koma sér í bælið til að hvíla sig vel fyrir næstu daga...eða næstu viku því það kom í ljós í dag að ég mun fara til Köben aftur í næstu viku hehe þannig að verður stutt stopp heima þegar mar kemur heim aftur...en segi frá því nánar síðar, þegar ég veit meira um það. 
Ég tek auðvitað tölvuna með mér og er hugmyndin að skella hér inn myndum og einhverju bloggi um ferðina.  Maður er alltaf í beinni!  eða reynir það að minnsta kosti.  En þangað til næst...farið vel með ykkur!

20.04.2008 10:38

umhhhh

guðdómlegt að fá svona nýbakað brauð í morgunsárið...já ég skellti í eitt brauð áðan og er að borða það heitt með osti...bara sælgæti!

20.04.2008 00:37

Barnapía

já við skötuhjúin tókum að okkur að vera barnapíur í dag og kvöld.  Jóhann Klemens frændi mætti á svæðið seinnipartinn og svo var það spurning hvað ætti að gera til að þreyta barnið! hehe   Byrjað var á því að gefa honum aðeins að borða svo hann hefði smá orku fyrir djammið um kvöldið, að vísu var hann sjálfur búinn að fara útí sjoppu og tæma hillurnar þar.....
Ákveðið var að kíkja í bíó og var farið á Superhero movie og var þetta ágætist delumynd.  Eftir bíó var farið uppí Keiluhöllina og þar var tekið á því í þythokkí og held ég að ég hafi nú malað þetta....hehe ok..Jóhann vann kannski eitthvað smá... síðan varð hann byssuóður og skaut niður fullt af köllum með hríðskotabyssu..ekki vildi ég mæta honum með byssu!  Síðan tók Jóhann Sigga í bakaríið og rúllaði honum upp í pool....Það var síðan ekki hægt að fara með drenginn heim fyrr en búið væri að fara á rúntinn niður Laugaveginn þannig að það var klárað líka..misstum af ísbúðinni...klukkan var orðin svo margt!
Annars er stutt í svefntíma þannig að það hefur virkað að þreyta drenginn..þannig að hann ætti að sofa í nótt! hehe

18.04.2008 20:16

pestir...

ef ykkur vantar að vita hvað eru margar pestir búnar að vera í gangi í vetur þá er örugglega einfaldast að spyrja mig...ég er örugglega búin að fá þær ALLAR! djísus segi ég nú bara...hélt ég hefði klárað þetta með þessari kvefpest sem ég fékk í vikunni fyrir páska...hún var nú reyndar ekkert slæm en ég tók því rólega..fékk ekki hita þá bara svona grænt hor...já og ekki orð um það meir! en hvað gerist svo í þessari viku...á sunnudagskvöldið fer ég að finna fyrir eymslum í hálsinum...mánudag er það ekki skárra og röddin fer að fara og ég hljóma eins og Glámur og Skrámur...allt í lagi með það...þriðjudagur: röddin versnar enn og um kvöldið er hún mjög slæm og varla er ég talandi...hélt þetta gæti nú ekki versnað úr þessu og myndi nú bara fara bestnandi...en gerði það það?? ÓNEI! bara versnaði ef eitthvað var...miðvikudag fór ég í vinnu...fann að ég var að byrja að fá hita og dreif mig heim eftir smá tíma og fór í apótek og verslaði mér hin ýmsu ólyfjan til að ná þessu úr mér!  Fékk tíma hjá lækni á fimmtudeginum til að athuga hvort væri nokkur streptókokkasýning en kom í ljós að svo var ekki sem betur fer, en það voru bólgur í ennis og kinnholum..spennandi..fékk sterasprey og gerði mér miklar vonir um að þetta færi þá bara batnandi...en gerði það það?? ÓNEI! versti dagurinn er búinn að vera í dag...enda hefur dagurinn farið í svefn...steinsvaf til að verða hálf ellefu í morgun...fór þá frammúr og fékk mér smá að borða og ætlaði að glápa á eitthvað í sjónvarpinu og entist í svona 2 tíma eða svo og endaði þá aftur uppí rúmi....Mjallhvít kom og lagðist hjá mér og síðan bara sváfum við til að verða hálf fimm...úff og púff....en nú getur þetta varla versnað..eða hvað?? verður spennandi! eða ekki..... 
Já sem sagt búin að liggja í bælinu síðan á miðvikudag...misrám og spræk... þannig að ekki mikið að frétta úr fjöllunum, enginn aukaköttur hefur birts hérna en búið að auglýsa litla greyið á Kattholti...langar svo í hana líka...en Mjallhvít mótmælir þeirri hugmynd hehe Annars hangir Mjallhvít úti alla daga liggur við...stendur við svalardyrnar og heimtar að fara út sem hún fær ef hún vill fara í ólina sína...og hún mótmælir því ekki   hún er að vísu ansi kræf fyrir minn smekk...sérstaklega þegar hún stekkur uppá svalabrúnina

16.04.2008 13:26

Grey Mjallhvít

alltaf er eitthvað verið að bögga Mjallhvíti greyið hehe En annars þegar ég fór í vinnuna í morgun var hér í stigaganginum ca 4 mánaða kettlingur í reiðileysi...hann var greinilega búinn að vera eitthvað úti því hann var kaldur og greinilega svangur líka...en ég gat labbað frá honum og fór í vinnuna...en var nú alltaf að hugsa til hans greyið. En já annars þá hef ég verið eiginlega raddlaus síðan á mánudag og fer bara versnandi og ákvað að skella mér heim bara fyrir hádegi og reyna að ná þessu úr mér fyrir köben sko!  Viti menn var ekki litla greyið ennþá á sama stað og ég skildi við hann 4 tímum fyrr....og nú gat ég ekki labbað í burtu frá honum, það endaði með því að hann elti mig upp og skellti sér inn...Mjallhvít vaknaði og upphófst hvæs, urr og þrefalt eða fimmfalt skott! Mjallhvít prinsessa ætlaði sko ekki að sætta sig við það að það kæmi eitthvað aðskotadýr inná hennar heimili! ónei, hingað og ekki lengra sko..það kæmi ekki önnur prinsessa hehe! En hér er mynd af henni...að vísu ekki góð:

 
En ég gaf henni smá að borða og síðan varð ég bara að skjótast með hana uppí Kattholt og er hún þar núna greyið....vonandi finnur hún eigendur sína því hún var voða ljúf og góð.  Hefur vonandi bara sloppið út...en ekki verið hent út!
Þegar ég kom heim aftur var Mjallhvít með öll skilningavit virk og tékkað á því hvort ég væri með eitthvað aðstoðadýr með mér..hún leitaði og þefaði og virðist vera sátt við það að vera bara ein á heimilinu...en treystir þessu ekki alveg og kíkir alltaf fram í andyri reglulega því ég hafi litla greyið bara þar. hehe   En ég vona að Mjallhvít jafni sig á þessu...að minnsta kosti virðist hún leyfa sér að loka augunum núna...en hún snýr að anddyrinu hehe

14.04.2008 20:29

bömmer...hehe

já bömmer hjá Mjallhvíti...hún fékk að fara útá svalir í dag en hún varð að vera í bandi...ef hún skyldi ætla sér yfir til nágrannans sem var með opinn glugga..það gengur ekki sko. Þetta gekk nú bara vel þangað til hún náði þessu:

þvílíkur bömmer...hehehe en hún naut þess að vera útá svölum.
Annars er fínt úr fjöllunum...snjórinn að mestu leiti farinn sem birtist hér í gær..auðvitað eftir að ég fór á sumardekkin á laugardaginn! hvað annað!
Það styttist í námsferðina okkar í vinnunni og erum við bara að vera nokkuð tilbúin..smá fundur í dag svona í lokaundirbúningnum og gekk vel..en ennþá ein kaka í frysti ef einhver vill kaupa!  

13.04.2008 20:04

Ferming

dem...vistaðist ekki! helv.. helv.. en reyni að muna þetta sem ég skrifaði áðan..
En já ég fór í fermingaveislu í dag og var bara mjög gaman. Alltaf gaman að hitta ættingja og svona...ekki of oft sem maður hittir þá.  En já það var hann Hermann sem fermdist í dag og hér má sjá mynd af honum með foreldrum sínum.


Eru þau ekki mikið krútt? hehe  
Annars er þetta næstum því í beinni...var að koma heim og myndir strax komnar á netið...ætli Döddi verði svona duglegur??  
Annars bíður maður núna eftir Mannaveiðum og verður gaman að sjá lokaþáttinn í kvöld..ætli það verði svo ekki bara snemma í bælið og vakna í sund á morgun!
Spurning hvor mar fái sér hafragraut eins og í morgun..hmm nei reyndar ekki, verð að fá rúsínur áður en það gerist..helv..gott að hafa rúsínur...þannig að á þriðjudagsmorgun verður hafragrautur!

12.04.2008 18:24

herlegheitin....

það er bara farið að heimta mynd af herlegheitunum!  og maður verður nú við því að birta það, því auðvitað tók ég mynd af mínum fyrstu marenskökum hehe hvað annað!  Annars er ég með eina í frysti sem seldist ekki...ekki sem ég bakaði en þessi er svakalega flott með sherrý..þannig að sá sem vill kaupa hana af mér getur fengið hana á 1500 krónur (afþví að hún er frosin) annars hefði það verið 2500 krónur...ég minni á að þetta er fjáröflun!!   en hér kemur mynd af þeirri sem ég bakaði..önnur þeirra seldist en hin er hér í ísskápnum..og líka alveg til sölu ef einhver vill...hún fer líka 1500 krónur.  En best að henda inn mynd....

og hér er nærmynd hehe


er hún ekki bara nokkuð girnileg?? (bannað að segja nei!! hehehhe)
Annars gekk basarinn bara mjög vel og erum við mjög sáttar og þökkum öllum fyrir sem keyptu af okkur dýrindis kökur!
Mjallhvít vaknaði sem skrýmsli í morgun...hausinn á henni tvöfaldur..ótrúlegt með þetta kattarkvikindi hehe en hún er að lagast enda gaf ég henni bara stera hehe
Síðan er það ferming hjá Hermanni frænda á morgun....spurning hvort það verði svona girnileg kaka þar ha! uss suss hehe

11.04.2008 21:29

allt getur gerst!

já það getur greinilega allt gerst....meðal annars þá hefur Halla verið að baka marens í kvöld! ég er ekki að ljúga...bakaði alveg heila tvo og þeir sem trúa þessu ekki ættu bara að skella sér í Mjóddina á morgun og sjá herlegheitin...þetta verður einhverstaðar til sölu þar..en lofa nú ekki að ég verði á staðnum allan tímann...en ég verð þarna einhverntíman á milli 10:00 og 16:00 þ.e. ef allar kökur verða ekki búnar fyrir þann tima   Einnig verða á boðstólnum nýbökuð brauð!! þannig að það er mikið að versla á morgun!
En ég sé í framhaldi af þessu að það er ýmsilegt hægt!

09.04.2008 21:03

algjör strumpur!

mar er alltaf að prófa eitthvað nýtt og núna var það strumpapróf   og viti menn ég er þessi strumpur:

Ef þið viljið vita hvaða stumpur þú ert þá er þetta slóðin: http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm06.04.2008 22:48

cisv helgi

já það má segja að þetta hafi verið CISV helgi hjá mér. En nú um helgina var fararstjóraþjálfun fyrir CISV á Íslandi og að vanda var ég umsjónarmaður þess.  Í ár er til aðstoðar Lísa og svo tóku þátt fararstjórar, jc og seminar kíkti aðeins.  Þetta var mjög skemmtileg helgi og alltaf jafngaman að segja frá og fræða fólk um CISV.  Í umræðunni í gærmorgun var Eva eitthvað að tala um að hún hefði séð bíómynd og í henni væri einn af strákunum sem var í búðunum mínum 1995 og mér datt bara einn í hug og það var hann Trevor, hann var sko bara krútt þegar hann var 11 ára gutti frá Kanada. 
Ég spáði svo sem ekki meir í þetta í gær en ákvað síðan í dag að prófa að gúgla nafnið hans og fann fullt nafn hjá mér. Hvað skyldi ég hafa fundið! það var eiginlega frekar fyndið því svo skemmtilega vildi til að ég var að horfa á RUV í gærkvöldi á Iceprincess en tók hana síðan upp og horfði á hana í dag (áður en ég gúglaði Trevor).  Viti menn leikur Trevor ekki bara í þeirri mynd! og ég þekkti hann auðvitað ekki hehe en um leið og ég skoðaði hann betur þá sá ég að þetta var litla krúttið hann Trevor sem var í búðunum mínum 1995!  Ég verð nú að setja hér smá mynd af honum með úr myndinni síðan í gærkvöldi...og hann er bara krútt! knúsaði þennan dreng mörgum sinnum á dag í búðunum mínum 1995!


Fór síðan á Facebook í fyrsta sinn og fann bara fleiri úr búðunum mínum og búin að fá fréttir líka af Dario frá Argentínu sem var í búðunum mínum 1998...og sá myndir af miklu fleirum og á dagskrá að komast í samband við þau!  er eiginlega bara búin að brosa í allan dag og hugsa um þenna tíma sem ég var í búðum..bara lovly!
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43