Færslur: 2009 Mars

29.03.2009 17:49

helgin....

...verið nóg að gera svo sem...vorum í heimsókn stóran hluta af deginum í gær og síðan í dag fór ég í fermingaveislu. Var hirðljósmyndari þar og tók þá auðvitað eins mikið og ég komst yfir...voru 300 myndir eða svo hehe emoticon fólk verður nú alltaf vandræðalegt þegar mar labba á milli borða og smellir af...en síðan kemur þetta þegar líður á og fólk var hætt að taka eftir mér, en þá er hægt að smella og smella.
Auðvitað vaknað ég síðan í morgun til að horfa á fyrstu keppnina í formúlunni...undarleg úrslit en það gerir þetta nú bara meira spennandi! emoticon  það var nú ansi gott að leggja sig aftur þegar keppnin var búin um kl 8:00. 
En er að spá í elda einhvern mat í kvöld...en það hefur held ég ekki verið eldað hér síðan á miðvikudag eða svo..þannig að kannski kominn tími til! emoticon

26.03.2009 20:26

endlaust blogg...

nú bara stoppar mar ekki í bloggi...var að setja fleiri gamlar myndir inn en það eru myndir frá ferðinni okkar Helgu 1997...bara gaman, að minnsta kosti hef ég gaman af því. 
Annars var ég í boði áðan í tilefni af 60 ára afmæli Tímariti Húsfreyjunnar. Var það mjög gaman og voru þarna tónlistaratriði og fleira skemmtilegt. En ástæðan fyrir því að ég var þarna er sú að við í vinnunni sjáum um að pakka og senda út tímaritið.
Annars er bara fínt að frétta úr fjöllunum...kalt auðvitað en kvarta annars ekki.  Vonandi verðum við ekki sprengd í loft uppí kvöld en hér var sprengd svaka sprengja í kjallaranum í gærkvöldi þannig að húsið nötraði..óþolandi alveg...

Eiffelturninn í París - 1997

25.03.2009 17:13

hugsað til baka

alltaf á þessum árstíma þá hugsar maður til ársins 1995 og 1998..kannski ekki skrýtið en það voru árin sem ég fór í sumarbúðir CISV. Er núna á fullu að byrja að þjálfa þá sem eru að fara í sumar og þá fer maður dáldið að hugsa mikið um sínar eigin búðir emoticon 
Er að setja inn myndir sem ég skannaði inn frá búðunum mínum 1995, var áður búin að setja inn frá 1998 búðunum. Ætla síðan að skanna inn fleiri gamlar myndir á næstunni...verður gaman.
Verð nú samt að segja að ég er alltaf jafnánægð með þessa mynd:

Flottur hópur sem ég fór með til Noregs - 1995

19.03.2009 17:26

gulur dagur...

það var gulur dagur í vinnunni í dag og auðvitað mætti maður dressaður í stíl við það emoticon 


annars er allt þetta fína að frétta héðan úr fjöllunum að vanda svo sem, mar er bara í rólegheitum fyrir utan vinnu og dans...ætlar reyndar að skrópa í dag þar sem ég náði ekki að klára að undirbúa starfsdag á morgun fyrir vinnuna...nenni því ekki alveg í kvöld, er bara aðeins að stelast hér áður.
En það virðist sem fólk sé bara hætt að lesa blogg...að minnsta kosti finnst mér lélegt hvað er lítið kvittað hehe alltaf að kvarta og kveina emoticon  feisbókin virðist vera búin að éta þetta allt saman.
En þangað til næst farið vel með ykkur og brosið framan í heiminn...þá brosir heimurinn fram í ykkur!

14.03.2009 10:28

hvað er þetta með veðrið?

sko annað hvort er vetur eða ekki! mar fer að sofa í brjáluðum byl og snjór yfir öllu en vaknar síðan bara í rigningu! fussumsvei bara mar nennir ekki svona breytingum!  Það á bara að vera annaðhvort ekki bæði. Svo dettur þeim í hug að skafa götur hér eldsnemma á morgnana með þvílíkum látum að maður kemst ekki hjá því að vakna...þá er ég tala um fyrir kl 7 á laugardagsmorgni.
Annars er nú smá leti í mér eitthvað svona í morgunsárið veit eiginlega ekki hvort ég nenni að fara í sund eða hvort ég eigi bara að skella mér á brettið hér inní herbergi, það er kannski ekki svo galið ha?!?  set það í nefnd..er ekki allt sett í nefnd nú til dags hehe
Það er annars bara fínt að frétta úr fjöllunum að vanda..mar sefur og vaknar og vinnur og borðar (kannski aðeins of mikið af því síðasta) og fer í sund. Er ekki að standa mig vel í því að missa einhver kíló og hef ég sagt það oft áður að nú verði tekin harkan á þetta en einhvernvegin ekki náð að fylgja því eftir..en nú er að duga eða drepast þetta gengur ekki sko...fer bara illa með sjálfa mig með þessu áframhaldi þannig að það verður eitthvað að gerast frá og með deginum í dag.  helv..vesen alltaf á þessari vigt....hehe emoticon 
En best að peppa sig uppí þetta prógramm aftur sem maður tók hér 2007 með stæl fyrst ég gat það þá þá bara hlýt ég að geta það líka 2009...harkan á helvítið og hana nú þarna bjáni þinn Halla hehe emoticon 

09.03.2009 20:27

helgin búin....

já hún var stutt þess helgi hehe bara tveir dagar...finnst að ætti að lögleiða 3 daga helgar! núna sko! emoticon   Annars var helgin alveg ágæt..dáldið þreytt og svaf því bara eins og ég gat.
Vaknaði snemma í morgun og skellti mér í mánudagssundið mitt og tók núna 1000 metra. Bara nokkuð sátt með það. Þarf að vakna fimm mínútum fyrr en vanalega hehe til að ná því.
Kattarkvikindið hún Mjallhvít tók uppá því að bólgna upp núna og held ég viti orsökina fyrir því..málið er að ég kom heim með nokkra túlípana á föstudaginn og kötturinn er búin að vera að éta þá...greinilega ekki hollt fyrir ketti að borða túlípana. Að minnsta kosti þá fjarlægði ég þá og spurning hvernig kötturinn verður eftir 1 - 2 daga...að minnsta kosti ætla ég að gefa því smá tíma áður en fer að æða með hana til læknis.
já hvað get ég blaðrað meira...líklega ekki mikið...ennþá eru nokkur laus pláss fyrir 11 ára börn í sumarbúðir þannig að ef þið vitið um einhvern látið mig vita. emoticon

05.03.2009 22:15

er ekki að koma helgi???;)

vá hvað ég verð fegin þegar helgin kemur!! hehe það er búið að vera nóg að gera síðustu tvo daga og einn eftir emoticon  í kvöld og í gærkvöldi var tíminn nýttur til þess að ganga frá fararstjórum fyrir sumarið hjá CISV og gekk það svona glimrandi vel.  Það vantar ennþá 1 strák og 2 stelpur í 11 ára búðir þannig að endilega ef þið vitið um einhverja þá hafa samband. Allir fararstjórar eru komnir og nokkrir eru að bíða eftir því að fá svar, því við erum jafnvel að sækja um fleiri búðir emoticon  já engin kreppa í CISV bara gaman. Annars var það kynningafundurinn með foreldrum og börnum í kvöld og var það svaka gaman, alltaf svo gaman að hitta fólk sem er að fara að senda börnin sín í 4 vikur til útlanda.
Síðan er það morgundagurinn en ég er á fullu að undirbúa að taka á móti um 30 manns í vinnunni eftir kl 16, bæði í fundarhöld og mat og skemmtun. Þannig að það verður nóg að gera eftir vinnu á morgun líka en svo er komin helgi...jibbíjeyheyjóhó og ég ræð mér ekki fyrir kæti hehe emoticon
En ætli það sé ekki að koma svefntími á mann núna því það verður að vera vel úthvíldur fyrir morgundaginn emoticon

02.03.2009 18:28

dem....

well þá er þetta frí að verða búið og vinna á morgun. Hef ekki gert helminginn af því sem ég hélt að ég gæti gert á þessum dögum...þannig að verð bara að taka frí aftur hehe
Fór nú samt í Nautilus í morgun og tók aðeins á því og síðan í sund...sat í heitapottinum og þurfti ekkert að stressa mig á því að fara í vinnu...bara lovely emoticon  fékk kannski smá roð í kinnar enda skein sólin skært.  Þetta hefur samt alveg verið kærkomið frí og mæti ferskt á morgun í vinnu...vonandi hehe Annars er nóg að gera í vikunni, starfsmannafundur, fundur með stjórn og svo dans og svo bara fullt meir, já hitta fararstjóra fyrir sumarið og síðan er kynningarfundur líka hjá cisv..úff púff..hefði átt að taka mér frí í næstu viku eftir allt þetta! En verður bara gaman.
Svo styttist í sumarfrí hehehe ok þetta var kannski alveg tímabært en samt styttist! heheemoticon

  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52