Færslur: 2009 Júlí

29.07.2009 18:16

jæja já....

eitthvað hefur verið leti á þessu heimili...að vísu hefur maður verið á ferð og flugi og fórum við á Strandirnar í síðustu viku. En nú styttist í vinnu aftur en ég get ekki sagt að ég nenni því hehe búin að hafa það svo helv..gott síðustu 6 vikurnar...ætli mar geti fengið að vera í 8 vikur??? Well neinei það verður nú gaman að hitta alla aftur og koma sér í rútínuna. Enda veitir ekki af...held það hafi einhver kg komið í sumar úff púff ekki gott mál. En mar tekur þau bara af aftur og nokkur í viðbót.
Það ættu einhver kg vera farin í þessari viku...er búin að púla eins og ég veit ekki hvað við að þrífa hérna..fór meirað segja inní einhverja skápa...en einhverjir eftir! Þreif rúður að innan og já ýmslegt fleira sem hefur ekki verið gert lengi....þvoði meirað segja eldhúsgardínurnar! það gerist venjulega bara 1x á ári..þ.e fyrir jólin hehe...úff greinilega ekki góð í þessum þrifum!  emoticon
Svo er spurning hva mar gerir það sem eftir er vikunnar..á ég að fara í fleiri skápa eða hvað?
Búin að kíkja á álagningaseðilinn minn og er bara nokkuð sátt með hann. Þannig að nú er planið að fara að rífa vegginn sem er á milli eldhús og stofu..búa til alvöru eyju úr þessari eldavél sem er þarna..og fá í leiðinni meiri birtu í eldhúsið og opna svæðið..við erum búin að tala um þetta síðan við fluttum árið 2004...og er þá ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu! Það finnst mér að minnsta kosti og nú er þetta bara spurning hvenær pabbi á lausan tíma hehe emoticon
Ég er búin að setja einhverjar myndir inn frá Strandaferðinni okkar...endilega kíkið..

djö...er ég góð mar...hehe

18.07.2009 20:28

kominn tími á blogg eða hvað...

það er nú alltaf spurning...mar veit ekkert hvort einhverjir hafi hreinlega áhuga á að lesa blogg lengur :) það virðast allir vera fastir á facebook...blogg orðið hallærislegt eða hvað! :) en ég hef svo sem ákveðið að halda áfram og set inn færslu annað slagið...þetta er þó að minnsta kosti dagbók fyrir mig upp að vissu marki. Svo er gott að setja inn myndir hér og er líklegra að fólk sjái myndir hérna en á facebook...er ekki voðalega hrifin að setja inn myndir þar..að minnsta kosti mun minna en ég set inn hérna.  Set inn sýnishorn á fésið :)
Annars hefur sumarfríið liðið alltof hratt...nú eru BARA tvær vikur eftir og Siggi á eftir eina viku. VIð erum búin að fara til Eyja og Höfn og nú er spurning hvort við förum eitthvað meira...það á bara eftir að koma í ljós eftir helgina :) erum ósköp róleg þetta árið.
Er búin að setja inn myndir bæði frá Eyjum og Höfn...að vísu tók ég um 600 myndir í Eyjum þannig að þetta er nú bara svona smá sýnishorn hérna inná netinu...en dugar fólki alveg held ég! :)
Eins og hefur komið fram þá var verið að merkja kríu á Höfn og var það ferlega gaman...síðan fórum við að veiða í Baulutjörn og þar var slatti af fiski...en eitthvað lítið kom á mína stöng...náið þó alveg heilum 2!! held að Siggi hafi veitt á milli 15 og 20...ætli ég sé einhver fiskifæla?!? Well að minnsta kosti var hann grillaður og étinn daginn eftir hehe með nýjum kartöflum!
Set inn hérna eina mynd sem mér finnst æði...það er þegar Bjössi er að merkja skúmsunga...hann var fullrólegur miðað við marga aðra unga sem voru merktir þennan dag!

Lagðist bara á bakið og beið rólegur meðan hann fékk merkið! algjör feitabolla líka hehe :)

12.07.2009 13:14

Kríumerkingar

Maður er varla kominn innúr dyrunum á Júllatúninu þegar vaðið er út og farið að merkja kríuunga...var náttúrulega bara geðveikt! :) Fann reyndar einn illa vængbrotinn og já blessuð sé minning hans,lítill tilgangur að lifa víst þannig.  Annars náðist að merkja vel yfir 200 stk í gærkvöldi. Set inn myndir við tækifæri.

Þarna er ég með einn ungann, búinn að fá merki :)

10.07.2009 19:25

Brúðkaup

Í dag fórum við hjónin í brúðkaup, fallegur dagur til þess. En Gyða tengdamóðir mín gekk í hjónaband með honum Villa sínum. Falleg athöfn og auðvitað veglegar veitingar á eftir.

Til lukku með daginn kæru brúðhjón :)
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52