Færslur: 2009 September

30.09.2009 21:48

afmælisbarn

faðir minn er afmælisbarn dagsins í fjölskyldunni og óska ég honum til hamingju með það. þakka fyrir flottan mat áðan og kökurnar ekki síðri...velt hér uppí bælið þar sem ég er svo SÖDD! úff ekki gott.
auðvitað var viktun...hefði bara betur sleppt henni hehe en nú verður það harkan á helv.... gengur ekki að borga sekt tvær vikur í röð, nú verður mar að taka á því..hefði verið fínt að fara í viktun í gær því þá er ég 100% vissu að hafa ekki þurft að borga neina sekt! en það var víst ekki svo þannig að ég verð bara að sætta mig við það...en samt að gera betur næst!
Þannig að nú verður bitið á jaxlinn...hef nú samt ekkert verið að sukka...borðaði kannski reyndar aðeins of mikið í saumó hjá Ásu í gær...betur sleppt einni kökunni ha! hehe :) en þetta mun ganga betur næst! ekkert annað í boði!

23.09.2009 20:41

miðvikudagsbloggið...

jæja það er komið að miðvikudagsblogginu....sem þýðir að það var viktun í kvöld. Ég ákvað að vera dáldið dugleg og labbaði þangað og þá auðvitað heim líka...þetta var sirka hálf tími hvor leið...þannig að ágætist göngutúr þarna + sundið í morgun! :)
en það dugði ekki til..mín þurfti að borga 100 kr...sem sagt þynging um 100 gr. Er nú alveg sátt með það miðað við át um helgina og á mánudagskvöldið (matreiðsluklúbbur) og síðan en ekki síst þá lækkaði fituprósentan smá...sem er það sem ég hef mestan áhuga á! þannig að sátt eftir vikuna..nú þarf maður bara að taka svona 1 kg eða svo í vikunni, að minnsta kosti 500 gr.
Annars er framundan starfsmannadjamm..verður bara stuð! Blue lagoon here i come og síðan eitthvað gott að borða auðvitað. Lífið snýst um mat :)

20.09.2009 20:50

réttir...

jájá mar skellti sér í réttir um helgina og það er óhætt að það hafi nú bara verið gaman hehe.. veðrið var alveg geðveikt á laugardeginum og gerði það daginn bara meiriháttar. Síðan var hörku ball á eftir og var Magnús Kjartansson og Sigga Beinteins að spila á ballinu. Það var mikið stuð og óhætt að segja að ættin hafi einokað ballið....eins og alltaf hehe ok það var eitthvað fleira af fólki en ættin en það voru nú ekki margir.
Annars eru komnar inn myndir og endilega kíkið á myndband líka...sett inn smá hrútaeinvígi sem átti sér stað í réttunum í gær.

ég og Maríus Þorri að draga eitt lamb. :) svakalega dugleg!

16.09.2009 20:04

vikulega bloggið....

þá er komið að þessu vikulega...er kannski ekki alveg að standa mig nógu vel hehe en er samt sátt með mín 100 gr þessa vikuna! :) enda var mar í sveitinni og borðaði mikið af góðum mat! Þannig að er mjög sátt :)
það er náttúrulega bara sama gamla sagan hér úr fjöllunum, finnst reyndar að kattarkvikindið sé að fitna...spurning að fara með hana út að labba hehe ;) ok virkar kannski ekki alveg myndi líklega missa hana útí mýri eða eitthvað álíka.
Það er spurning hvor mar eigi að æði í réttir um helgina...spáir ekki leiðinda veðri?!!? hmm spurning en stefni á það að minnsta kosti hehe

09.09.2009 20:13

kg uppdate...

jæja bara rétt að henda hérna inn...það hafa farið 500 gr á tveim vikum..verð ég nú að segja að ég er bara helv..sátt með það því ég átti frekar von á þyngingu..miðað við sukkið sem hefur verið! Ekki alveg að standa mig en eins og ég segi sátt með þessi 500 gr! :)

08.09.2009 19:55

jájá tíminn líður...

ótrúlegt...óvenju langt síðan mar bloggaði eitthvað af viti..svo sem aldrei neitt af viti hérna hehe. Annars er að vanda þetta sama að frétta úr fjöllunum...allir við þokkalega góða heilsu, þó svo mar berjist við hnéið...mjöðmina...hálsinn..hmm eitthvað fleira?? Hef verið þokkalega dugleg í sundi og er byrjuð að vera dugleg líka í tækjum, það er eitt sem ég hef átt erfitt með því mér finnst það svo leiðinlegt..er að reyna að finnast það skemmtilegt og jú fæ umbun í lokin..heita pottinn! hehe
En hvað er þetta með tryggingasölumenn í dag...ég fæ bara símtöl dag eftir dag og þa var meirað segja hringt kl hálf tíu í gærkvöldi! finnst það nú full seint fyrir svona bögg...þar sem mín er nú næstum því farin í bælið á þeim tíma..nema í gær en þá skelltum við okkur í bíó. Sáum myndina með Brad Pitt, mæli alveg með þeirri mynd...þokkalega fyndin en kannski ekki fyrir viðkvæma..mikið blóð og skotið í tætlur hehe enda bönnuð innan 16 ára!
Er að fara að skella mér í matarklúbb núna, sá fyrsti á þessum komandi vetri..bara gaman. Hefði líka viljað vera á fótboltaleik kl 21:00 en þá er litli bró að keppa...en þeim hlýtur að ganga vel án mín þó svo ég telji mig vera mikið lukkudýr hehe
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43