Færslur: 2010 Janúar

31.01.2010 12:06

helgin..

jæja svona smá uppfærsla á veikindum...er öll að koma til eftir að ég fékk pústið..spurning hvort það sé það eða hvort þetta hefði lagast án þess. Ég held að það sé pústið því ég var það slæm. Þannig að nú fer vonandi allt að komast í fastar skorður aftur...hálf drusluleg síðustu tvær til þrjár vikur. Nú vil ég fara að fá fulla orku og hana nú.
Ákvað að slá öllu uppí kæruleysi í gær og skellti mér í fyrsta spinning tímann síðan ég veit ekki hvenær...fór í Hreyfingu síðast og þar hef ég ekki verið síðan 1999 eða svo. En vá hvað ég dó í tímanum hehe enda allt önnur hreyfing en í sundinu og þó ég hjóli einhverja daga á sumrin...þarf greinilega að koma mér í betra form í þessu. Þannig að nú er ég komin með ákveðna áskorun og hún verður tekin með stæl! Stefni á annan tíma í fyrramáli þó svo að rassinn minn aumi mótmæli því örugglega harðlega...en ætla að taka með mér sílíkonpúðann minn á hnakk með mér!  Óþarfi að eiga svoleiðis hjálpartæki inní skáp enda öskrar rassinn minn á aðstoð hehe
Það er svo sem nóg að gera á öllum vígstöðvum...vinnu og cisv hehe svo reynir mar að taka því rólega þess á milli.
Það eru ennþá einhver pláss laus hjá cisv þannig að hafið bara samband ef þið hafið áhuga...t.d laust fyrir 11 ára strák hér á íslandi í 4 vikna búðir, fararstjóra í 2 búðir, 16-17 ára í sumarbúðir og mögulega í unglingaskipti til Kanada....þannig að endilega hafið samband ef þið vitið um góða kandídata :)
Ætla að fara á eftir að gefa einhverjum öndum brauð...enda búið að safnast sama hér á heimilinu hálf mygluð brauð..þannig að endurnar fá þá að minnsta kosti eitthvað bætiefni með :)

27.01.2010 22:43

smá innlit....

jæja ekki er nú heilsan að koma á þessum bæ...má segja að röddin hafi horfið í gærkvöldi aftur og er ennþá frekar slæm. Fór til læknis í dag og fékk eitthvað púst og á eftir að sjá hvort það virkar...eins gott að muna eftir því að taka það hehe það gæti orðið hausverkur að muna svona hluti.  En læknir sagði að ég gæti átt í þessu jafnvel í viku í viðbót eða lengur...úff púff....ekki gaman sko.
Annars var viktun í dag og ég var nú ekki með miklar væntingar þar sem ég hef ekki hreyft á mér rassgatið síðan á þriðjudag í síðustu viku...enda svo sem viktin eftir því ca 100 gr á dag..ótrúlega mikið eitthvað en ég sem sagt þurfti að borga 800 kr :) en gengur bara betur næst...fer vonandi að hreyfa mig eitthvað síðar í vikunni..legg ekki í það á morgun að minnsta kosti, ennþá drulluslöpp..rétt vinnufær :)
En já smá kíkk hérna inn..var á góðum cisv fundi með búðarnefnd og staffi og allt að gerast, þannig að nú er kominn tími á hvíld og hætt að tala í nokkra klukkutíma...vonandi hrýt ég ekki í staðinn hehe ;)

24.01.2010 19:38

nennessuekki

já og hana nú...ég nenni ekki að vera lengur veik..búin að vera heima síðan á miðvikudag og er samt ekki orðin nógu góð. En ætla nú samt í vinnu á morgun og já líka í sund...á að vera helv..rok á morgun en hlýtt þannig að sund ætti að vera í lagi.
Ég vona nú að þessi kyrrseta hafi ekki bætt á mig öllum kílóunum aftur...þá verður mar bara að vera extra dugleg að hreyfa sig núna næstu daga...spurning að draga brettið fram aftur og taka smá sprett á því seinnipartinn..hmm ágætis hugmynd, skoða á morgun :)
Mjallhvít hefur það svona þokkalegt...hún er ennþá mikið að hvíla sig og er á bakvið sófa, kíkir svona fram annað slagið en er langt frá því eins og hún var. Er ekki ennþá farin að koma til mín og leggjast hjá mér eins og hún gerði alltaf..labbar bara yfir mig án þess að stoppa. Hún þiggur klór þegar hún liggur á mottunni inní litla herberginu en lítið þar fyrir utan. Vona að hún jafni sig nú á þessu fljótlega.
Það er svo sem lítið að frétta úr fjöllunum enda bæði eiginlega legið í bælinu alla síðustu viku...var síðan bara spuring hvort væri hressara til að fara að versla brauð og mjólk...þannig að kannski ekki alveg það hollusta sem hefur verið lifað á síðustu daga...ekki mikil orka til að elda mikinn mat, en eitthvað smá samt.
Ég ætla að nota tækifærið hér í lokin til að auglýsa það sem er laust hjá CISV fyrir sumarið og ef þið vitið um einhvern sem er á réttum aldri eða þið sjálf á réttum aldri þá endilega látið mig vita  :)

- fararstjóri fyrir hópinn í íslensku búðunum (21 árs eða eldri)
- JC strák í íslensku búðirnar (16-17 ára)
- einn í staff í íslensku búðirnar (21 árs eða eldri)
- 12 - 13 ára strák í unglingaskipti við Mílanó á Ítalíu
- 14 -15 ára unglinga í unglingaskipti við Kanada
- 11 ára strák í íslensku búðirnar.


20.01.2010 23:00

janúar og veikindi

ég held það sé nokkuð ljóst að ég ætli að taka janúar í það að vera veik! hvað er þetta eiginlega...ekki verið veik í marga marga mánuði og núna líður varla vika!!! gjörsamlega óþolandi ástand á heimilinu! 
Í gær fór ég að finna fyrir eymslum í hálsi og þegar líða tók á daginn og kvöldið þá bara hríðversnaði þetta og röddin næstum því hvarf á tímabili....vaknaði þvílíkt hás í morgun að ég þurfti næstum því að senda sms í vinnuna til að tilkynna mig veika, en gat stunið upp hver ég var og þá fattaðist að ég væri veik! undarlegur andskoti...einhver smá hitavellingur með þessu en bara vægt. Þannig að rétt kominn 20 janúar og ég er komin nú þegar með að minnsta kosti 2 veikindadaga á árinu og ekki ólíklegt að ég verði heima á morgun miðað við hvernig ég er núna...gæti ekki tekið símann í vinnunni ef ég mætti svona hás! eins gott að þetta er ekki talblogg hehe
Það kemur nú fyrir að það sé líf og fjör í fjöllunum og óhætt að það hafi verið í gær. Siggi er einmitt líka búinn að vera veikur heima og í gær þá vildi nú svo undarlega til að það kom köttur innum glugga hjá okkur...við erum á 3ju hæð! og þvílík slagsmál sem urðu úr því og Mjallhvít ætlaði greinilega ekki að taka þessum óboðna gesti vel. Þegar ég kom heim úr vinnu var allt útí kattarskít og blóði hér og þar, greinilega mikið gengið á! Mjallhvít var greinilega í miklu sjokki því hún hefur rétt sést í mýflugumynd síðan þetta gerðist. Hún hvæsti og sýndi mér klærnar þegar ég tók hana upp í gærkvöldi og lét sig síðan hverfa. En í kvöld þá kom hún loksins fram en hafði þá ekki séð hana síðan kl 8 í morgun, þá þáði hún að fá smá klór en lagðist ekki hjá mér eins og venjulega. Greinilega eitthvað hvekkt ennþá.
Að öðru, ég klikkað alveg að blogga eftir síðustu viktun en þetta detox borgaði sig nú greinilega því það fór 1,8 kg af þá vikuna og síðan fóru 1,1 kg núna....þannig að þetta eru orðin 2,9 kg á þessu ári :) bara nokkuð hamingjusöm með það, þá er nú bara að reyna að halda þeim og ná nokkrum í viðbót.  Var dugleg að hreyfa mig í síðustu viku þrátt fyrir upp og niður. Síðan á laugardag fór ég í í tækjasalinn og labbaði aðeins á brettinu og í lokin þá "hljóp" ég í alveg heilar 5 mínútur!! ógesslega ánægð með sjálfa mig því ég hef ekki hlaupið í 15 ár eða svo....en djí hvað mikið hoppaði á manni...sem á ekki að hoppa sko...hehehe  En síðan er stefnan að reyna að hlaupa meir og meir...og spurning að setja upp brettið aftur hérna heima og taka smá törn á því...kíki á það þegar þessari pest er lokið!
En ætla að skríða í bælið núna og sjá hvernig ég verð í fyrramáli vinnulega séð :)

12.01.2010 17:44

jamm og já...

er komið að uppfærslu frá síðustu færslu...það er nú svo sem ekki mikið að frétta síðan þá nema búið auðvitað að taka niður jólin...bara eftir að koma þeim í geymsluna, það gerist í vikunni :)  síðan eru afmælin búin og mikið gómsætt á borðum í báðum veislum, hitti skurðlækninn í dag og nú er mar komin á biðlista..spurning hvað mar verður lengi á honum, en má að minnsta kosti gera ráð fyrir 4 - 8 vikum í bið eftir símtali..finnst það nú dáldið langur tími til að fá símtal! verð búin að gleyma því að eigi von á þessu símtali hehe en ég má víst hringja ef ég verð slæm...því ekki gott að bíða of lengi ef svo er komið. Síðan er það bara næringaráðgjafinn á morgun og þá er nú ekki mikið meir planað eftir það.  Nema auðvitað matarklúbbur annaðkvöld, saumó í næstu viku og já hlýtur svo að koma eitthvað meira síðar hehe alltaf nóg um að vera.
Síðan er það pússlið...úff hefur ekki gengið nógu vel enda ekki alveg haft tíma síðustu daga en núna verður sest aftur..verst hvað þetta er slæmt fyrir vöðvabólguna hehe Þá er spurning að skella sér bara í nudd eða eitthvað álíka.
En mikið svakalega var ég lasin í gær...mar verður að kvarta og kveina líka...en ég fékk þessa dásemdar gubbupest með niðurgangi (á sama tíma!) þannig að ég og salernið vorum bara saman mest allan daginn í gær...hiti og beinverkir og ekki þýddi að taka verkjalyf því þau komu bara strax upp aftur. Spurning hvort mar græði eitthvað á þessu fyrir viktunina á morgun hehe...verður spennandi að sjá.

05.01.2010 19:58

fyrsta blogg ársins! :)

finnst ég nú bara nokkuð dugleg að það sé bara 5.jan og ég blogga..kannski var ég svona dugleg í fyrra líka, man það bara ekki enda svo langt síðan hehe
Það er svo sem ekkert mikið að frétta úr fjöllunum nema maður er komin í rútínuna nema ekki alveg ræktarrútínuna en stefnt er á hana á morgun...(helv..þvagfæra og allskonar sýkingar)  Spurning að kíkja bara í tæki svona til að byrja með..sé til hvernig stemningin verður í fyrramáli.
Annars ákvað ég að halda áfram í fitubolluáskoruninni sem ég var í fyrir áramót og ég er búin að lofa sjálfri mér að gera betur núna en síðast..það er alltaf byrjunin. En fyrsta viktun var í dag þannig að nú er það bara harkan á helvítið og vinna þetta! hehe je je je bara stuð. Líst vel á hópinn sem er með núna, nokkrar frá því fyrir áramót.
Síðan er svona plan fram í næstu viku að fara í barnaafmæli..líklega tvö, slaka á (ekkert verið slakað á síðustu tvær vikur hehe), dugleg í ræktinni og sundi, taka niður jólin, gallsteinalæknir, næringaráðgjafi og eitthvað fleira skemmtilegt :)
Já síðan er púsl framunda..húsbóndinn gaf húsfreyjunni 1000 stk púsl! Það besta er að það er engin fyrirmynd...enda er þetta wasgij? púsl...maður á að reyna að giska hvað fólkið á myndinni er að horfa á! :) spennandi....ætla að fara að byrja NÚNA! spurning um borðpláss...well finn eitthvað útúr því :)
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43