Færslur: 2010 Mars

31.03.2010 20:50

viktun lokið...

þá er þessari viktunarnámskeiði lokið...endaði svo sem ekki vel en ætla ekki að bögga mig á því lengi...borða bara smá súkkulaðibitaköku til að drekkja þeim sorgum hehe ;) en það fóru að minnsta kosti 34,5 cm á þessum 12 vikum...bara nokkuð sátt með það :) Síðan tekur mar bara á því eftir páskana og fer að hreyfa sig aftur :) Nú styttist í að minnsta kosti að ég geti farið að synda, naflinn að verða gróinn þannig að hlýt að geta farið í sund strax eftir páska.
Annars svo sem lítið að frétta...búið að vera brjálað að gera í vinnunni :) bara gaman að því og í dag var gulur dagur :) alltaf gaman að svona dögum.


28.03.2010 21:08

helgarlok...

jæja þá er þessi helgi að líða undir lok...og já ég ætla að fara að vinna á morgun ;) enda kominn tími til, orðin alveg þokkaleg.
Var dáldið mikið að gera í gær í cisv, bæði fundur og bingó og fann þá reyndar að ég þoli ekkert voðalega mikið, að minnsta kosti þarf ég að passa mig á að lyfta ekki miklu..fæ þá verki. En verð bara góð í vikunni ;)
Endaði helgina á því að fara í fermingu hjá Ölmu Glóð. Fínar of flottar veitingar þar :) spurning með síðasta viktunartímann í vikunni...þarf örugglega að vera dugleg að labba í vikunni...fór í dag í helv..kuldanum!

Alma Glóð.

25.03.2010 18:06

miðvikudagur..í gær...

þá var það næst síðasta viktun þ.e opinber hehe en það fóru nú 200 gr....sem ég er mjög sátt með þar sem ég hef ekki hreyft mig ennþá eftir aðgerð og er ekki alveg að passa mataræðið nóg vel, en samt reyni ég!
Naflinn minn grær alveg ágætlega bara (verða ekki að vera uppfærðar fréttir!) þannig að ég sé jafnvel fram á að geta farið í sund í næstu viku þ.e. með þessu áframhaldi og hlakka mikið til! farin að sakna þess að komast ekki í sund og hitta skölóttu kallana hehe  En ætla að minnsta kosti að fara að vinna á mánudaginn :)
Annars er veikindaleyfið mikið búið að snúast um CISV...hef haft tíma til að hanga aðeins í síma hehe en það er Páskabingó á laugardaginn og verður mikið stuð vonandi..fullt af veglegum vinningum. Var einmitt á cisv fundi í gærkvöldi vegna sumarbúðanna í sumar hér á landi. Lítur allt saman vel út.
Endaði síðan daginn í Fossvogi á slysadeild en litla frænka slasaði sig á snjóbretti á Akureyri og ákvað ég að sitja hjá henni þangað til kæmi í ljós hvernig þetta færi allt saman. Hún var síðan innrituð og spurning um aðgerð vegna kinnbeinabrot...á eftir að fá uppfærslu á hver staðan er í dag :)
Síðan tekur mar því bara rólega núna síðustu daga veikindaleyfis...fer í göngu og síðan er saumó annaðkvöld, spurning um hvað skal hafa....hef smá tíma enn til að hugsa hehe ;)

22.03.2010 18:48

dagur 11....

jæja ég fór í endurkomu í dag og kom það bara vel út. Naflinn er þokkalegur en það er smá sár sem þarf að gróa áður en ég get t.d farið í sund, er farin að þrá sundlaugina mína.....Þannig að þarf bara að vera dugleg að þvo og þurrka næstu daga...má fara í sund þegar þetta er orðið vel gróið! :) því ekki má ég fara í líkamsrækt fyrr en eftir 3 vikur eða svo! ég verð orðin fitubolla áður en ég veit af! ok...kannski þarf ég að passa matinn betur, ekki alveg að standa mig þar!  Þarf reyndar að vera duglegri að fara út að labba...ætla að labba í sjúkraþjálfun í fyrramáli og ekkert múður með það..eins gott að ég muni það þegar ég vakna í fyrramáli hehe
Það er annars bara fínt að frétta úr fjöllunum..kötturinn er kominn út úr skápnum í bili og farin að hegða sér eins og köttur. Hún reyndar uppgötvaði bambusblómið mitt í dag...sem hún hefur látið eiga sig í rúm 2 ár eða svo! Þannig að hún hefur ekki látið það í friði í dag...þurfti að loka grey blómið inni í herbergi í dag hehe :)

20.03.2010 10:57

nú veit ég....

...hvað gerist ef ég borða eitthvað sem er ekki gott fyrir gallblöðrulausan líkama úff púff já ég sit bara á dollunni!  ég og dollan erum búin að vera bestu vinir síðan kl 9:00 í morgun en vonandi fer því að ljúka...ekki mikið eftir hehe. Helv..pizzan frá Pizzunni..en mikið helv..var hún góð! en spurning hvort þess virði...gæti kannski fengið mér með einhverju öðru en piparost..en þá er hún ekki eins góð hehe
Annars er þetta allt saman að koma langar samt að kroppa úr naflanum....en mar má það örugglega ekki hehe eða geri ráð fyrir því :) en farin að sjá hann ágætlega. Þarf núna að vera dugleg að fara út að labba...síðan kemur í ljós á mánudag hvað ég má fara að hreyfa mig...vonandi sund! að minnsta kosti þarf að hreyfa mig svo ég fái ekki fullt af kg á mig. :) Tvær viktanir eftir og verður gaman að sjá hvernig gengur....held það sé í fyrsta sinn núna sem ég verð með í síðustu viktuninni...alltaf misst af henni :)
Tek því örugglega róleg um helgina..en svo sem ekki farin að plana neitt enda kl rétt 11:00 á laugardagsmorgni.
Verð að segja frá því að mig dreymdi í nótt að ég stofnaði fyrirtæki..ok spennandi en ég er ekki alveg að átta mig tilgangi þessa fyrirtækis hehe en sem sagt fyrirtækið sá um að redda fólki staðgenglum í jarðafarir...en ekki fyrir þann látna, bara fyrir þá sem komust t.d ekki hjá ættingjum og gátu þá leigt hjá mér staðgengla eða fulltrúa sinn í jarðaförina...ég veit þetta er bilun! hehe ;)

19.03.2010 19:48

komin helgi....

eiginleg búið að vera helgi hjá mér síðustu daga hehe annars svona til að byrja á heilsunni þá er þetta allt að koma, virðist gróa ágætlega, naflinn minn að verða þokkalegur...langar að kroppa!!! en má ekki hehe
Fór á partýundirbúningsfund í dag og er þetta allt að skýrast :) fyrst ég var komin í höfuðborgina þá ákvað ég að kíkja aðeins niður í vinnu og var gaman að hitta liðið aftur :)
Síðan er það nú kattarkvikindið....hefur verið eitthvað undarleg undanfarna daga og hangið inní skáp. Er nú reyndar farin að láta sjá sig hluta úr degi... annars er hún með undarlega áráttu þessa dagana en það er að henda niður seglunum af ísskápshurðinni! og það liggur við að ég þurfi að setja mottu undir því þeir detta á gólfið og brotna! Tveir seglar búnir að fara í þessari viku...samt hélt ég að ég væri búin að færa þá sem lengst í burtu en greinilega ekki...einn fór í nótt. Þarf að kíkja hvernig restin er.. :)


17.03.2010 19:32

dagur 6...kæri jóli..

farin að hljóma eins og bréf til jólasveinsins hehe. Annars er ég betri dag frá degi nema helv..bakið..það batnar ekkert eða jú alveg yfir daginn en slæmt á næturnar, endaði fram í stofusófa í morgun hehe held ég sé nú samt að fá legusár á vinstri hlið og eyrað sérstaklega hehe...ekki getað farið yfir á hægri ennþá :)
En annars bara góð, fór til næringaráðgjafans í dag og allt í góðu þar, hún kíkti aðeins á naflann á mér og fannst hann bara nokkuð góður þannig að það er bara flott. Fór síðan í viktun og samkvæmt þeirri vikt þá stend ég í stað á milli vikna og er bara sátt með það...stemmir reyndar ekki við aðrar vogir (eða segir mar viktar??) en það er aukaatriði.
Ætla nú að taka því rólega á morgun...að minnsta kosti eins og er..ekkert planað. Síðan á föstudag þá ætla ég að kíkja á einn fund kl 9:00 (spurning hvort mar vakni!!) en þá er undirbúningsfundur fyrir Partý ársins sem verður haldið í apríl. En þá verður svona reunionpartý hjá þeim sem hafa unnið saman á Lyngási...held það verði bara dáldið flott og meiriháttar..eða vona það að minnsta kosti. Vona að endi ekki í einhverju floppi..að það mæti svona um 50 - 70 manns eða svo.
Sem sagt bara nokkuð spræk..ekkert lagt mig í dag! geri aðrir betur en er dauðþreytt! :)



16.03.2010 11:07

dagur 5...frá aðgerð

þetta fer nú að verða svona daglegt blogg..mér leiðist ekkert!! hehe en já í dag eru 5 dagar frá aðgerðinni og ég er ennþá aum í saumum og því dóti öllu. Plástrarnir fóru af áðan og lítur þetta bara vel út...smá áhyggjur af naflanum en læt kíkja á hann ef lagast ekki, blæðir smá núna....ætli ég setji plástur??  Kíki kannski á heilsugæsluna á eftir ef lagast ekki...á tíma í sjúkraþjálfun á eftir og sé til hvernig verð eftir það.
Annars bara fínt að frétta úr fjöllunum...held að vorið sé að koma...hehe fer örugglega að snjóa núna fyrst ég sagði þetta...hehe

15.03.2010 14:54

mánudagur..

óvenjulegt að ég bloggi svona snemma á mánudegi..enda er mar í veikindaleyfi. Annars er bara allt þetta fína að frétta af götunum mínum, aum auðvitað en kominn samt meiri sveigjanleiki og gat legið á vinstri hlið aðeins í nótt..að vísu er bakið að drepa mig að liggja svona á bakinu en vonandi fer því að ljúka og ég get legið á þeirri hlið sem er best...endaði fram í lazyboy í morgun og kláraði svefninn þar. Er ótrúlega þreytt eitthvað...ekki vön því...sofna bara fyrir framan tv og fer og legg mig....reyni líka að vera dugleg að rölta um og skellti mér í sturtu :)
Annars komst meltingin á ról í gær...er að reyna að vera pen sko...hehe en vá hvað það var vont! þannig að ætla ekkert að fara útí nánari lýsingar!! just pain in the ass!
Mjallhvít er búin að finna sér nýjan svefnstað og vil helst bara sofa inní fataskápnum mínum...veit ekki hvort það er vegna þess að hún fær ekki að lúra á maganum á mér...en að minnsta kosti sækir hún ekki í það en sniglast bara í kringum hann.
Sem sagt...þetta kemur allt saman hægt og rólega og spurning um sjúkraþjálfun á morgun...hlýt að lifa það af enda meiga plástrar fara af saumunum á morgun. Líst ekkert á að taka naflaplásturinn...bíð kannski með hann í 1 dag í viðbót...sé til :) kannski er hann skástur. :)

13.03.2010 21:40

jams

jæja þetta er nú allt að skríða saman...að vísu verið ótrúlega þreytt í dag, kannski af því að ég hef ekki sofið nógu vel, erfitt þegar mar getur ekki verið í sinni uppáhaldsstellingu sofandi vegna einhverra sauma og verkja. En vonandi fer það nú að koma. Endaði fram í stofu kl 6 í morgun og svaf í lazyboy stólnum hehe svaf þar til 9:30..helv..bakið að drepa mann að liggja svona á bakinu. Síðan var ég bara búin á því kl 14:00 og endaði inní rúmi og svar í tvo tíma eða svo. Greinilega á góðum töflum hehe
Er aðeins farin að sjá í naflann minn..hann er nú bara fullur af blóði greyið...hlýtur að eiga að vera þannig í bili...hreinsaðist aðeins í sturtu í dag, en mikið svakalega er maginn á manni þrútinn og loftið sem kemur frá manni...hehe uss suss og svei sko.  Meltingin ekki komin í lag en vonandi fer það að gerast ekki gott að hafa hana í ólagi.
En já annars er ég bara nokkuð sátt með þetta...er miklu verkjaminni en ég gerði ráð fyrir en óttarlega þreklaus og aum og sé fram á það næstu daga..spurning hvort mar verði orðin rólfær í sjúkraþjálfun á þriðjudaginn...sé til. Annars finn ég ekkert til í tennisolnboganum hehe líklega hafa töflurnar svona góð áhrfi á hann líka :)
Mjallhvít skilur ekkert í því að geta ekki þæft á maganum á mér en samt alveg ótrúlegt að hún sækir ekki svo mikið í það, kemur og þefar og leggst síðan bara annarstaðar en á magann sem er óvenjulegt því það er hennar staður :)
En nú er Philadelfia að byrja á DR 1...spurning að horfa...reyndar séð hana mörgum sinnum og grenja alltaf..úff þannig að spurning með kvöldið í kvöld hehe :)

12.03.2010 11:18

daginn eftir....

jæja þá er gallblöðruaðgerðin yfirstaðin og hef ég það bara alveg þokkalegt, gerði ráð fyrir meiri verkjum en ég hef en kannski kemur eitthvað síðar..en það eru verkir í kringum saumana...erfiðast að leggjast, standa upp og setjast...en hlýtur að koma allt saman :)

flottir sokkar :)

Nú tekur mar því bara rólega og horfir á sjónvarpsdagskrána frá því í vikunni...ágætt að taka svona upp hehe.
Annars var viktunin alveg ágæt en það fóru 200 gr síðustu vikuna og er bara sátt með það. Spurning hvort þeir hafi gert eitthvað fitusög í svæfingunni í gær hehe má vona það besta...hehe :)

03.03.2010 18:51

loksins eitthvað...

jæja þá gerðist eitthvað í þessari viktun...fóru 500 gr niður þannig að búin að bæta upp það sem ég bætti á mig síðustu tvö skipti og aðeins meir :)
svo er spurning hvað gerist á næstu vikum sem eftir eru...verð að vera dugleg núna þessa viku sem er fram að næstu viktun, því vikurnar tvær eftir það þá verður ekki mikið um hreyfingu. Fékk að vita það í dag að ég er skráð í gallblöðruaðgerðina næsta fimmtudag..úff púff :) en verður ágætt að losna við þetta grey...hefur verið að hrella mig dáldið undanfarið.  Ég held ég haldi uppi heilbrigðiskerfinu núna 2010...örugglega að nálgast afsláttarkort eftir þessa aðgerð :) hehe spurning hvort það sé jákvætt eða neikvætt að ná því áður en 3 mánuðir eru liðnir af árinu! hmm gæti komið sér vel ef ég ætla að halda áfram þessu læknastússi sem hefur verið undanfarið hehe
en annars er matarklúbbur hér á mér í kvöld..og best að fara að byrja að undirbúa pínu! að minnsta kosti að koma pússlinu fyrir einhverstaðar annarstaðar en á borðinu! :)
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52