Færslur: 2010 Maí

29.05.2010 10:26

sumarið...

..það er óhætt að segja að veðrið hafi verið hið besta síðustu daga að minnsta kosti í forsælu. Er nú ekki alveg komið sumar.
Að vanda er bara fínt að frétta úr fjöllunum, kosningar í dag og ég er ekki búin að skella mér hér yfir götuna að kjósa, fer bara síðar í dag. Framsókn gaf mér framsóknarkaffipoka í gær þannig að ef einhver kemur í kaffi þá er bara framsóknarkaffi í boði! :) Sjálfstæðisflokkurinn lét mig fá plakat af brosandi andlitum og misfallegu fólki híhí. Aðrir flokkar hafa ekkert verið að troða uppá mann neinu. Þannig að spurning hvað mar kýs!
Ég fer síðan í útskriftarveislu í dag hjá henni Þrúði en hún hefur verið að vinna hjá mér sumarvinnu undanfarin ár og verður gaman að fagna þessum gleðidegi með henni.  Síðan er spurning með júróvision ætli mar kíki ekki eitthvað á það til að vera viðræðuhæf í vinnunni eftir helgi. Síðan er þetta alltaf ástæða til að fá sér eitthvað gott að narta í hehe
Ég gerðist kærulaus í gær og keypti mér nýja síma híhí jibbí...búin að vera að fikta í honum og gengur það bara alveg ágætlega! :) Að vísu eftir að læra eitthvað meira á hann en það kemur örugglega... er lengi að pikka á hann t.d sms en hlýtur að koma með æfingunni.
Annars lítur síminn minn svona út:


Síðan ein mynd af sætu minni...sakna hennar nú og sé hana í hverju skúmaskoti hérna hehe

20.05.2010 21:20

leti..

...já það er leti á frúnni í fjöllunum. Hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið. Svo sem ekki mikið að frétta nema same old same old..vinna..sofa..sund..borða og já búin að hjóla 1x í vinnuna hehe spurning hvað það verður mikið oftar!?!
Saumaklúbbur á síðasta mánudag og þann dag hefði hún Mjallhvít kattarkvikindi orðið 3ja ára, það verður nú að setja mynd af henni í tilefni af því ekki satt! :)

Eitt af hennar uppáhaldi...hlaupa um í hreinum rúmfötum hehe

En já síðan var nú Keilukeppni vinnunnar í dag og þar unnu starfsmenn mínir 1 og 2 sæti! Ekki hægt að gera betur það með aðeins tvö lið hehe Er að setja inn myndir frá því. Glæsileg lið! :)
Síðan er að styttast í 3ja daga helgi..mikið verður það nú gott...einn aukadagur. Spurning að skella sér á ball með Króm en þeir verða að spila á Kónginum sportbar í Grafarholti á laugardagskvöldið! Verður örugglega mikil stemming!

16.05.2010 19:37

helgin...

Alveg ágætis helgi að baki. Man reyndar ekkert hvað ég gerði á föstudagskvöldið...líklega ekki neitt enda hafði ég hjólað í vinnuna og heim aftur...drulludugleg stelpan ha! :) þannig að líklega hefur skrokkurinn verið aumur eftir þetta hehe. Jú audda heimsóttum við Örn Þór frænda og var það stórfínt!
Síðan hófst laugardagurinn á því að heimsækja Forseta Íslands og sjá um að myndatakan fyrir sumarið í sumar hjá CISV. Þetta tók stóran hluta af deginum þannig að það var alveg tími til að hvíla sig aðeins seinnipartinn :)
Þá var laugardagskvöldið eftir og ákváðum við hjónakornin að skella okkur í heimsókn til Dodda og Höllu og í framhaldi af því skelltum við okkur á Sálarball í Haukahúsinu! Það var sko sveitt ball!! Langt síðan ég hef farið á ball með Sálinni og var þetta því stórglæsilegt!  Dreymdi síðan restina af nóttinni að ég var í partýi með Gumma úr Sálinni pg fleiru skemmtilegu fólki hehehe og ekki nóg með það heldur var partýið í Odda þannig að stuð með Sálinni fram á morgun.
Síðan voru það bara rólegheit í dag og nú skal horft á Emmu á Rúv :)

09.05.2010 22:43

ekki að standa mig....

það er kominn 9.maí og ég ekkert búin að blogga í þessum mánuði! suss og svei! Það hefur svo sem verið nóg að gera þannig að þessi hluti hefur alveg gleymst.
CISV er allt á fullu núna og styttist óðum í búðirnar hérna heima. Ennþá vantar okkur reyndar fararstjóra fyrir íslenska hópinn og síðan er laust fyrir 16 -17 ára stelpur líka þar. Það losnaði síðan um helgina alveg óvænt fyrir tvær stelpur 17-18 ára..önnur til Kanada og hin Lúxemborg...þannig að ef þið vitið um einhverja á lausu fyrir þessi frábæru ævintýri þá endilega látið mig vita! :)
Ég ætla nú ekki að fara að tala um sumarfrí strax..en það styttist hehe ;) BARA sirka svona 9 vikur eða svo..iss það verður fljótt að líða. Þannig að styttist í kríumerkingar og Berlín og Gautaborg og já fullt meira skemmtilegt.
En nú er best að skella sér í bælið..vakna í sund í fyrramáli fyrst ég var svona löt að fara ekki um helgina! :)
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43