Færslur: 2010 September

25.09.2010 09:20

Rocky horror

já sæll...er það ekki bara góður frasi. Fór með vinnukonunum mínum (þ.e konunum úr vinnunni) í leikhús á Akureyri í gærkvöldi. Fórum við að sjá Rocky horror og mikið svaðanlega var það gaman! Mæli alveg með því að fara í menningarferð og skella sér á þessa sýningu. Alveg eðalsýning og ég veit ekki hvað...en ég verð nú samt að segja að það slá fáir við Páli Óskari sem Frank M Furter!


Síðan er það bara menningareisa um Akureyris í dag...en fyrst í pottinn eftir smá stund!

24.09.2010 14:06

Akureyri...

jæja þá er mar á Akureyri með kellunum úr vinnunni og búið að þræla þeim út að skoða ýmsa staði hér. Mikið fjör hjá öllum og framundan er meira fjör...;) Stefnan tekin á Kalda...sem sagt klukkan er bara 14:00 en ég keyri bara eðaltrukkinn sem við tókum á leigu.
Já ferðin í gær gekk alveg dúndurvel og þurfti bara að stoppa nokkrum sinnum til að pissa hehe
En best að hætta í bili...fara að bruna þjóðveginn ;) og já ekki má gleyma því að það er Rocky Horror picture show i kvöld! BARA STUÐ!
Það koma inn myndir jafnvel í kvöld fyrst ég er komin með netið á hreint! :) later geiter!

18.09.2010 11:29

Fálki í Odda

Bara svona smá blogg...náði mynd af mínum fyrsta fálka..eða svo segja fróðir menn hér í sveitinni..einhverjar myndir í albúmi...mis góðar enda er maður ekki með alvöru fuglalinsu :)

11.09.2010 20:02

rigning blaut

já það rignir..svo sem ekkert nýtt þessa dagana sem sagt týpískt haust :) hefur nú oft verið betra samt. Vonandi lagast þetta nú eitthvað þegar líður á vikurnar...
Það hefur svo sem ekki mikið verið um að vera eins og sagt er...vinna og reynt að skríða í sund og svona, gengur ekki alveg nógu vel en þó 3x í viku...byrjunin. :) stefni á 5x í viku.
Fékk tíma hjá bæklunarlækni 5.okt og ætla að láta kíkja á hnéin mín..auðvitað eftir að ég fékk tíma þá fóru þau að skána týpískt..en læt samt kíkja á þau, nenni ekki að vera með eitthvað vesen á þeim síðar ef eitthvað er. Finnst þau ekki alveg eðlileg...hef svo sem fundist það í mörg ár en læknar aldrei viðukennt neitt...að vanda! þannig að nú verður það bara bæklunarlæknir! og hana nú!
Stefni á það að fara í réttir á næstu helgi..vonandi helst góða veðrið á ströndum :)
Kíkið endilega á www.cisv.is til að skoða hvað er í boði fyrir næsta sumar...hver að verða síðastur! :)

05.09.2010 00:40

september

já september er kominn..sem þýðir að ég er búin í sumarfríi og byrjuð að vinna. :) svo sem alveg ágætt en hefði verið fínt að vera sirka 1 - 2 vikur í viðbót í fríi hehe...finnst það ætti að vera lágmark 8 vikur í sumarfrí! :)
Annars kíkti ég á Ljósanótt í kvöld þar var margt um manninn þó svo það væri hífandi rok og rigning á köflum. Hitti fullt af skemmtilegu fólki og tók eitthvað af myndum sem eru komnar hér inn auðvitað, einnig eru einhver videó..eða myndbönd á góðri íslensku.
Það er nóg að gera framundan...hvað annað svo sem..CISV byrjar með trukki..sumarið varla búið þegar þarf að halda uppá allt í sambandi við sumarið! :) hitta þennan og hinn og þessi fundur og annar fundur og svo já auðvitað eru komnar upplýsingar um sumarið 2011! ekki seinna vænna hehe þannig að endilega kíkið á www.cisv.is og sjáið hvað er í boði næsta sumar.
Nú er að byrja einhver mynd sem á að tengjast Berlín..gæti orðið gaman að sjá hana...ætla að kíkja á það, þangað til næst ;) spurning hvort hún sé nógu spennandi..

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43