Færslur: 2011 Desember

31.12.2011 10:41

árið að líða....

mikið svakalega hefur þetta ár liðið eitthvað hratt...ég ætla að vera löt þetta árið og ekki taka saman árið...enda hefur svo sem verið nóg að gera...en verð samt að minnast á ferðina mína til Singapore, Balí og Kuala lumpur...ekki spurning að það var góður pakki í reynslubankann þetta árið..mæli eindregið með því að fólk kíki þangað! :) 

uppáhaldshúsið mitt í Singapore :) En hvet ykkur til að skoða myndir hér á siðunni minni ef þið viljið sjá fleiri myndir frá ferðinni :) erfitt fyrir mig að velja og hafna myndum :) 

En svona að lokum: 

og gangið hægt um gleðinnar dyr og þakka fyrir árið sem er að líða :) 
Bloggumst hress á nýju ári :) 

25.12.2011 20:49

Jólin

já þau komu og líða...mar þarf að fara að vinna fljótlega aftur.... Annars búin að vera hin indælustu jól, matur hjá tengdó í gærkvöldi og síðan hádegishangikjötið hjá mömmu og pabba í dag...ljúft var það. Siðan jólakaffi hjá Munda og Tobbu...og síðan er lokatörn á morgun hjá Dísu og Begga í jólakaffi. 
Fékk margt fallegt og skemmtilegt í jólagjöf: kindle , hálsmen, bók, gjafabréf, kaffi og súkkulaði, konfekt, uppskriftabók, kaffi/kakó bolla og undirkskálar, vettlinga, æfingabuxur, eldföst lítil mót, dúkur og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma í augnablikinu...
Er ennþá ekki góð í hendinni og spurning hvort mar kíki uppá slysó á morgun í endurkomu...ekki eðlilegt að vera svona illt svona löngu seinna ef ekkert er að...mar getur lítið nýtt hægri hendi nema með verkjum. 
En eigið góða gleðilega jólarest ;) vatnslosandi meðferð framundan á þessum bæ... ;) 

23.12.2011 18:59

Gleðileg jól!

Jæja kæru lesendur...þá eru jólin að koma og ég hef verið róleg í blogginu, enda löt í ræktinni... hendin er ennþá að bögga mig talsvert og ekki alveg sátt við hana. Að vísu ágætur dagur í gær en ekki góður í dag. Búin að vera á smá jólarölti í dag að klára síðustu jólagjafir og held að allt sé komið í hús núna...vonandi hehe kemur þá að minnsta kosti í ljós á morgun ef eitthvað hefur gleymst ;) 
En vil svona að lokum óska öllum gleðilegra jóla og hafði það nú gott um helgina, þetta eru víst bara helgarjól..+ mánudagur :) 17.12.2011 22:37

litlu dýrin...

..mar saknar þeirra nú aðeins þó svo dáldið sé síðan þau fóru á brott :) 
Varði stóð nú alltaf fyrir sínu :) 


Brúskur og Bína með krakkaskara...2x og þá var klippt á Brúsk hehe


Síðan hún Mjallhvít og þessi mynd er frá jóladegi 2008 :) 

Margar skemmtilegar minningar með þeim öllum :) 


15.12.2011 11:31

jæja...

...skellti mér á hjólið hérna heima áðan, hjólaði í 30 mín...ágætt í bili en ætla síðan að stefna að því að fara aftur niður í ræktina strax eftir helgi...jafnvel um helgina :) þannig að þýðir ekkert að draga þetta mikið lengur..enda skrokkurinn að verða skakkur og skældur, maður beitir sé einhvernvegin allt öðruvísu þegar ein hendi dettur úr sambandi. Ennþá smá verkir en ekkert sem íbúfen getur ekki lagað hehe ;) 

13.12.2011 21:01

framhald...

...jamm er ennþá heima enda gerir mar litið gagn í þessari vinnu á þessum árstíma með eina hendi :) en þetta er nú allt að koma samt, fór að vísu á fund í morgun frá kl 8:30 - 12:30, mjög fínt. 
Er farin að geta notað hendina meira og minni verkir í dag en í gær, en finn að um leið og verkjalyf hætta að virka þá aukast verkir, þannig að hún er nú ekki alveg verkjalaus, fékk mér bara íbufen í dag og það virkaði mjög vel :) tek smá fyrir svefninn. 
Ætla að kíkja í vinnu í fyrramáli líka fram að hádegi eins og í dag...get tekið fundina og svona :) ágætt að brjóta daginn upp aðeins. 
Reyni að nýta tímann heima vel...hehehehe horfði á alla diskana með Önnu í Grænuhlíð..tekur sirka 12 - 13 tima..ekki neitt mar! ;) en lovely að horfa á aftur, langt síðan síðast. Skrifaði á jólakortin með nokkrum hléum en því er lokið..ekki slæmt að borða mömmukökur og mjólk með :) Mamma kom með bakka með smákökum í aðventukaffið á sunnudaginn en ég faldi hann inní pottskáp ;) thíhí tímdi ekki að gefa gestunum af honum hehe :) 
En jæja þangað til næst..hafið það gott...ætla ekki að taka fleiri myndir af áverkum hehe en marblettur dökknar þessa dagana og stækkar aðeins... ætla nú að reyna að fá tryggingarnar til að greiða lækniskostnað og svo er spurning hvor mar þurfi sjúkraþjálfun á eftir...fyndist það ekki ólíklegt. Ágætt að vera vel tryggður :)  og já..fer að fara í ræktina ;) 

12.12.2011 11:29

marblettir...

...gaman að taka myndir af marblettum :) svona mér til gleði... en það eru nú slatti verkir í hendi í dag en það jafnar sig eins og allt annað :) 

vola...svona lítur þetta út í dag :) aukist slatta frá því í gær. 

11.12.2011 19:42

aðventukaffi ársins....

..er búið og var gaman að fá allt þetta skemmtilega fólk í heimsókn. :) Undibúningur hjá hjónunum í fjöllunum gekk bara vel, bakstur var gerður með "einar" hendi og gekk bara alveg ágætlega. Einhverjir smá afgangar...en það verður ekki vandmál að borða það hérna...lét pabba taka smá :) 
af fatlafólinu er samt ágætt að frétta...þetta er allt saman að koma hægt og hægt...get klórað mér i nefinu..en ekki tannburstað ennþá...það hlýtur að gerast bráðum :) ætla að reyna að skella mér í ræktina fljótlega og fara þá á hjól og svona...fæ einhverjar æfingar hjá litlu sys..get tekið einhverjar sem ég er með fyrir, þýðir ekkert að slaka á í þessu þó hendi sé að mestu leiti óvirk :) 
jólagjafakaup ganga vel...eitthvað smotterí eftir :) þannig að allt að gerast :)

08.12.2011 21:09

helv...

...well það þýðir ekkert að bölva...lítið hægt að gera í þessu...lyfti ekki lóðum með hægri hendi alveg á næstunni að minnsta kosti...
Tók uppá því að detta í morgun og þegar mar tekur uppá svoleiðis þá gerir mar það með stæl. Það voru hálkublettir á stigaganginum í morgun og ég rúllaði á rassinum niður tröppurnar og var alveg í góðu til að byrja með...fór að ná í bílinn á verkstæðið þar sem var verið að gera við rispurnar á húddinu, en að nokkrum mínútum liðnum fór verkur í hægri hendi að magnast og gat síðan varla spennt á mig öryggistbeltið, sá þarna að þetta myndi enda á slysó og þangað fór ég þangað um hálf níu. Síðan hófst biðin...síðan var það um kl 11:30 sem ég komst í skoðun hjá lækni, endaði í röntgen eftir það og var gífurlegur verkur í hendinni, síðan kom flökurleiki og eymsli i skrokk....það sáust engin brot á myndunum en læknirinn taldi líklegt að það væri lítið brot sem ekki sæist en mikill vökvi er í olnboganum og jafnvel blóðvökvi. En fékk þennan fína fatla og parkódín forte... síðan er bara að vona að þetta gangi vel til baka... er farin að geta hreyft hendina meira en í morgun...en það er sko ekkert grín að reyna að girða sig með einari! hehehe
velti því reyndar fyrir mér hvort ekki sé nóg að taka 1 parkódín forte...tók tvær í dag og mar er bara dáldið mikið syfjuð og ómöguleg...tek eina fyrir svefninn og næ vonandi að sofa vel :) 

06.12.2011 18:20

jæja...

...þá kom að því...fór ekkert í ræktina um helgina hreinlega vegna þreytu og anna við annað....nóg að gera þessa dagana. En fór í dag og tók dag 2 2x...fór ekki 3x þar sem ég ætla að vera komin annað kl 20:00...og langaði að eiga smá tíma heima (til að blogg) áður...hehehe.  Þurfti reyndar aðeins að breyta og fara öðruvísi hring þar sem það voru einhverjir kallar voru að flækjast fyrir mér í mínum tækjum!! uss suss suss... ætlaði að reyna að taka tabataæfingu á bretti en vá hvað það gekk ekki...fékk svaðalega verki í hnéið um leið og ég byrjaði og gat ekki einu sinni gengið..þannig að skellti mér á hjólið og fann ekkert fyrir neinu þar.... en áfram heldur maður.
En annars fór ég á Frostrósar tónleika með Helenu sys og Valdísi á laugardagskvöld kl 22:30...mikið lifandi skelfing var þetta stórfenglegt! :) ótrúlegt söngfólk og skemmti ég mér mjög vel.... reyndi að hemja nokkur tár þegar Ó helga nótt var sungið...en gekk ekkert ofboðslega vel...gjörsamlega vonlaust mál hehe er eitt af mínum uppáhalds jólalögum og ef vel sungið þá bara gerist eitthvað... :) og Margrét Eir og Hera saman...þá verður mar bara að taka afleiðingunum!  og já keypti jólakjólinn um helgina..nokkuð sátt með hann...þarf að fá mér góðar rauðar sokkabuxur við hann fyrir jólin :) 

02.12.2011 23:15

jájá veit..

aðeins of seint...gleymdi mér bara í gær hehe ;) en já tók dag 1 alveg 3x...þannig að bara nokkuð gott... þyngdi helling og náði 12 armbeygjum! jessss massi sko hehe 
annars var mikið fjör í vinnunni í dag en það var aðventumarkaður og mætti helling af fólki :) Starfsmannafélagið Hallgerður gerði það líka alveg ágætt bara og stefnum við hraðbyr til svergje í apríl :) Kellan mætti í jólasveinkubúning og vakti mikla lukku meðal starfsmanna :) 


Síðan eftir vinnu hittumst við vinnufélagar í smá jólamat saman heima hjá einni og áttum þar rólega stund í kvöld...borða allskonar eitthvað...paté og fleira. En nú er komin þreyta eftir svona dag og þarf að vakna í fyrramáli til að mæta á cisv fund...en síðan endar dagurinn á morgun að mín fer á Frostrósartónleika...eins gott að mar nái að vaka þá! :) hehe þangað til næst..farið varlega í kuldanum :) 
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43