Færslur: 2012 Mars

30.03.2012 17:48

tíminn líður...

svakalega hratt...mar ætlar að vera dugleg að blogga en neinei allt í einu er komin heil vika síðan síðast. 
Annars hefur ræktarvikan verið þokkaleg..ekki eins góð og vikunni þar áður en fór samt á sunnudag, mánudag, þriðjudag, fimmtudag..síðan var skrokkur dauður..en plana á morgun :) Hefur gengi ágætlega og kg fara niður..þá er mar sáttur :) 
Annars er villibráð í kvöld hjá Óla og Selmu og hlakka mikið til... síðan ætlum við hjónakornin að skella okkur í leikhús á morgun og fara að sjá Sögu þjóðar..hlakka mikið til! :) 
Sem sagt fínt að frétta úr fjöllunum :)

22.03.2012 18:12

góð vika...

..já sátt við vikuna eins langt og hún er komin :) búin að fara í ræktina á hverjum degi núna. Mánudagur var sund og tók ég þá 1 km..langt síðan það hefur verið gert. Síðan var skellt í dag 1 á þriðjudagsmorgun og það alveg 2x, næ ekki oftar svona að morgni þar sem tíminn er of stuttur. Fór aðeins í sund í gær, synti 600 metra og smá pottur..hef verið með góða vöðvabólgu í öxlum undanfarið og farið uppí höfuð..en læt það auðvitað ekki stoppa mig..og já skemmtilegir verkir í hnjám..en það lagast örugglega einhverntíman :) Síðan var að ég koma núna úr ræktinni og tók dag 2, 2x og var með nýja ipodinn minn :):):) fékk loksins í dag nýjan ipod í stað þess gamla sem var innkallaður í nóvember.. þessi þrír mánuðir hafa verið lengi að líða að bíða eftir honum..en alveg þess virði núna :) ekki slæmt að fá nýjan 8 gb fyrir 6 ára gamlan 2 gb :) hehe
Já síðan er bara að fína að frétta úr fjöllunum.... hugurinn er kominn hálfa leið til svíþjóðar í námsferðina okkar í vinnunni núna í apríl :) á fullu í undirbúningi og drög að dagskrá barst í dag..bara spennandi! :) Við erum að fá styrki og síðan er markaður í vinnunni minni núna á fimmtudaginn í næstu viku eftir hádegi (Brautarholt 6, 4.hæð) hvet alla til að mæta og gera góð kaup! :)  Ef einhver vill fá flatkökur og kleinur þá endilega láta mig vita fyrir þriðjudagshádegi..þá panta ég fyrir ykkur :) 

13.03.2012 18:27

já sæll....

..þó svo ég hafi ekki bloggað undanfarið þá þýðir það ekkert að ég hafi verið að slá slöku við! :) þvert á móti...Sunnudagur tekinn með trompi, mánudagur var farið í sund og 700 metrar teknir í nefið...siðan var það ræktin í dag og stefnt á sund í fyrramáli! Þannig að nóg að gera í ræktinni þessa dagana...harkan á helvítið bara ha! hehe
Annars bara fínt úr fjöllunum...og nú á fullu að skipuleggja námsferðina til svergje í apríl, mikið stuð framundan þar :) sem sagt líf og fjör og allir í stuði...

03.03.2012 12:14

finaly again

jájá og jæja...smá pása búin að vera...en skellti mér í morgun og tók dag 2 2x og næstum því dó... skellti mér síðan í sundlaugin og synti 200 m baksund...gleymdi öllum sundgræjum heima en fékk lánaðar blöðkur í lauginni...fæ smá verki í hné þegar ég syndi en það lagast örugglega..ætla að reyna að bæta aðeins sundinu með núna á næstunni..sjá hvernig það gengur.
Annars snérist vikan um vinnu auðvitað og eftir vinnu var meðal annars fundir, skyndihjálp, salatmasterkynning og fleira skemmtilegt, þannig að alltaf nóg að gera hjá kellu. 
Einnig er á fullu undirbúningur að skipuleggja námsferðina og næsta föstudag 9. mars þá verður starfsmannafélagið Hallgerður í Mjóddinni að selja dýrindis kökubotna og eitthvað meira gómsætt...þannig að endilega kíkja á það! :) verður líklega frá 14 og þangað til birgðir endast!
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43