Færslur: 2012 Október

25.10.2012 19:24

ó mæ...

jájá mar er bara ekkert að standa sig í blogginu...en stend mig þeim mun betur í ræktinni...hef alveg mætt 3x í viku, jafnvel 4x stundum og er bara alveg ótrúleg sátt með þetta allt saman...er farin að geta aðeins erfiðaðri æfingar en ég gerði t.d í upphafi og hefði ekki meðal annars getað hlaupið 3x í 1 mínútu í einum tíma í september...þó svo hellingur af æfingum á milli...ég bara ekkert vön að hlaupa! :) og er svo sem ekkert að fara að stunda það...en já hljóp líka einn og hálfan hring í íþróttahúsinu sem upphitun. 
Annars er ég að skipuleggja að geta gert tvær armbeygjur á tánum þennan mánuðinn...er alveg skelfilega léleg í höndunum..betri í fótaæfingum...en þetta er allt að koma, farin að geta gert planka á tánum í smá tíma :) gat það ekki í upphafi..þannig að allt að gerast mar..kellan bara spræk hehe

16.10.2012 19:10

brjálað stuð...

brjáluð stemning í gangi bara...fór reyndar ekki í ræktina á laugardag..var dáldið þreytt og þurfti að sofa smá... :) skellti mér í smátíma í Hörpu á Friðarþing og var það stórgott alveg, fór á fínan fyrirlestur hjá Eddu Björgvins. Síðan um kvöldið skellti ég mér í leikhús og sá Með fulla vasa af grjóti, ágætur endir á þessum fína afmælisdegi. 
Fór í Hörpu aftur á sunnudag og hlustaði þar á tvo fyrirlestra og síðan dvalið lítilega að hitta og spjalla við fólk. Restin af deginum fór i rólegheit og videógláp..huggulegt bara. 
Fór í morgun í ræktina og þar var tími sem heitir Doubler og var stórgóður....og síðan áframhald í vikunni bara...spurning hvað verður næst! ;) 

10.10.2012 14:29

já já...dekk hvað..

gleymdi alveg að blogga í gær..alltaf verið að gera einhverjar nýjar æfingar og viti menn...kellan dróg eitthvað heljarinnar dekk í gærmorgun úff púff. og henda dýnum...hvað verður næst?!  jú það er einhver mix&match tími á morgun...spurning hvernig hann verður...

06.10.2012 11:27

harðsperrur....

...vó þokkalegt mar, get varla sest á wc vegna harðsperra...úff púff...en skellti mér nú í tíma í morgun og kannski liðkast mar eitthvað smá við það...en verð nú að segja að harðsperrur eru betri en verkir í hnjám og kálfa..skil ekkert hvert þeir verir fóru...en hef má segja verið verkjalaus í kálfanum núna í tvær vikur...sjö - níu - þrettán...
annars er afmæli í dag hjá Kristófer Loga..orðin 9 ára, mikið fjör. Síðan ætla ég að hafa rólega helgi með tærnar uppí loft....

04.10.2012 17:10

oh my god....

já sæll sko...það er alltaf verið að reyna að drepa mann í þessari rækt! hehe í morgun var ný tegund af tíma...countdown...hljómar saklaust en vá mar! lauslega var það svona, fjórar æfingar: 
60 sek sprettur, 45 sek armbeygjur, 15 sek splithopp og 15 sek drophnébeygja  - 15 sek á milli í hvíld og síðan 45 sek þegar allt búið - síðan var önnur umferð af þessu.... síðan kom 60 sek drophnébeygja, 45 sek splithopp, 15 sek armbeygjur og 15 sek sprettur... þetta í tvær umferðir og síðan síðasta umferðin alveg eins og fyrsta...svo fullt af kvið og bak æfingum í lokin.. = död! híhí
En samt skemmtilegur tími...það er það skemmtilega finnst mér við Metabolic er að það er svo fjölbreytt...alltaf verið að brjóta eitthvað upp og t.d á þriðjudag var ég að gera 2 æfingar sem hafði aldrei gert áður...búin að vera í þessu síðan í lok ágúst...og ennþá eitthvað nýtt að gerast. 
Mæli með þessu fyrir fólk! :) 
En já annars bara fínt úr fjöllunum...alltaf einhvernvegin nóg að gera og stundum of mikið..finnst vanta smá meiri slökun sem er ekki í svefnformi híhí :) en bara stuð! 
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43