Færslur: 2012 Desember

31.12.2012 15:36

Takk fyrir árið!

Ég vil þakka fyrir árið sem er að líða og vonandi verð ég dugleg að láta í mér heyra hér á nýju ári... að minnsta kosti er það planið..og ætli það snúist ekki mikið um ræktina og hvernig kílóinn eiga að fjúka...já er ekki kominn tími á það núna...mar getur ekki hlussast í gegnum mikið fleiri ár hehe ;)  en markmiðið er að minnsta kosti að vera dugleg að mæta í Metabolic á nýju ári...þegar mar er farin að mæta á gamlársdag kl 7 að morgni í metabolic þá efast ég ekki um að ég geti haldið því áfram á nýju ári :) 

Annars gerði ég smá myndband með árinu sem er að líða...fannst nú dáldið erfitt að velja og hafna myndum en þetta gefur einhverja mynd af því sem var í gangi á árinu...endilega kíkið á það hérna: Árið 2012 vona að þetta virki! :)

Annars við ég bara óska ykkur Gleðilegs árs og takk fyrir það gamla! :)

 

25.12.2012 18:53

Jólakveðja

Gleymdi næstum því....en Gleðileg jól kæru vinir og ættingar ;) 19.12.2012 22:08

aðventuleti...

já greinileg aðventuleti hefur verið í gangi hér á bloggi....en ég hef nú verið aðeins duglegri að hreyfa á mér rassgatið...alveg mætt 3x í viku og svitnað eins og svín...ætti meirað segja verin komin í bælið núna þvi það er 5:25 í fyrramáli. 
Annars verið nóg að gera, brjálað stuð í vinnunni og margt spennandi framundan. Skellti mér í klippingu í gær og fékk þessa fínu stuttu klippingu, alveg eins og ég vildi..alveg stutt stutt stutt ;) híhí
Jólakortin skrifuð í kvöld sem þýðir liklega milli jóla og nýárskveðja þetta árið...hmm well verður að duga þetta árið ;) 
En nú dugar ekkert hangs...skella sér í bælið...lesa pínu og síðan sofa vært :) 

09.12.2012 01:06

jólahjólahvað..

já sæll...jólametabolic tími í dag og það var tekið þokkalega á því..æfði með Helenu sys í fyrsta sinn..mikið stuð á okkur. Fórum síðan á Gló í Hafnarfirði og fengum okkur að borða og eftir það var jólarúnturinn okkar tekinn með stæl þetta árið! 
Rúnturinn var gróflega svona...Ikea...Laugarvegsrúntur + hafnarsvæðið, Intersport, Elko, Saffran, Rúmfatalagerinn og Smáralind. Þurftum að muna eftir að taka með innkaupakerru í búðunum..en klikkuðum á því eiginlega í öllum... hehe svo sem ekki mikið verslað en náði að kaupa aðeins inn fyrir vinnuna og Helena eyddi helling híhí! ;) 
Set inn einhverjar myndir hér á eftir..eða á morgun ;) 

04.12.2012 18:30

jamm og já...

...þá er mar að reyna að koma sér í rútínu aftur.. skellti mér í metabolic í morgun og það var í gangi Partner og endurance tími..var bara alveg ágætur, fann mér fínan partner..eða reyndar hún fann mig :) tókum vel á því! 

Ennþá smá hósti í kellunni...og þvílík hella á vinstra eyra og heyri ekki mjög vel..greinilega einhver vökvi ennþá í því...spurning hvort eitthvað hægt að gera...að minnsta kosti yrði það ekki sársaukalaust og spurning hvort þrýstingur sé ekki bara skárra...í bili :) 

02.12.2012 18:20

aðventan..

er ekki tilvalið að skipta um þema þegar aðventan kemur :) 

01.12.2012 16:35

loksins...

...hafði ég orku að fara í metabolic í morgun..mikið lifandi skelfilega var það gott! :) hafði af allan tímann, en það tók nú aðeins á...fékk nokkur hóstaköst en hafði fengið mér púst fyrir tímann..þannig að þetta slapp alveg allt saman. 

Skellti mér síðan með smá mat fyrir litlu sys í Seljaskóla og þaðan kíkt í Garðheima og keypt smá greni...og síðan fekk eiginmaðurinn að dunda sér...;) 


  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43