Færslur: 2014 Apríl

29.04.2014 20:14

tímaflakk...

verð líklega að fara í smá tímaflakk þar sem ég hef alveg klikkað á öllu bloggi undanfarið. En páskarnir liðu alltof hratt en sem var líka bara gott þar sem Finnlandsferð var væntanleg eftir páskana! :) og auðvitað er hún liðin líka en mikið var nú gaman að koma þangað aftur og ekki var verra að ég hitti tvær cisv vinkonur mínar sem ég hef ekki séð í 12 ár eða svo...
Ég er nú búin að ná að setja inn myndir frá ferðinni og þeir sem vilja endilega njótið... Fengum frábæra leiðsögn um þær heimsóknir sem við fórum í og græddum alveg helling...og tekur einhvern tíma að vinna úr því :) 

21.04.2014 18:45

Bláa lóns ganga...

Skelli mér í góða göngu í dag...hún var um 8 km í heildina og bara í þokkalegu veðri eftir um klukkutíma rigningaskúri... :) 
Gengur eitthvað illa að setja inn myndir hérna í bloggið....en þær eru komnar í albúm...vonandi sjást þær þar...
Annars styttist í Finnlandsferðina mína...vúhú...verður bara gaman að fara með vinnufélögunum þangað og skoða eitthvað skemmtilegt. Ekki skemmir fyrir að ég ætla að hitta cisv vinkonur sem ég hef ekki hitt í um 12 ár eða svo...síðan verður kannski eitthvað smá sjoppað...en tek samt ekki stóra tösku með mér út :) 

14.04.2014 16:31

helv....

....blóðsykur...þá hefst líklega baráttan við hann aftur...skemmtilegt :) 

12.04.2014 12:53

Úlfarsfell..

Já þá er það staðfest, komst upp Úlfarsfellið og fer líklegast aftur í maí, þetta var bara mjög fínt og gekk vel.  :) skemmtilegt með góðum hóp. 

Er síðan að koma mér í Metabolic rútínuna mína og gengur ágætlega...nú þarf mar að taka á því ef á að taka eina góða göngu síðar á árinu..en það er jafnvel í pælingu að gönguhópurinn minn labbi á Fimmvörðuháls í ágúst..spenanndi! en þá þarf maður aðeins að koma skrokknum í betra lag...hef fjóra mánuði og það er allt hægt :) 
Annars að vanda rólegt bara í fjöllunum...styttist í Finnlandsferð og hlakka mikið til! :) og ekki verra að geta prufað nýju myndavélina sem ég keypti í vikunni! :) þar rættis draumur hjá kellunni!  :) 

02.04.2014 17:16

er þetta ekki að verða gott..

ok..samantekt síðasta mánaðar...2x pensilínkúr..og núna í gær fékk ég sterakrem á kálfann á mér..læknir metur að sé exem...hef verið svona í rúman mánuð..þannig að ég held bara að ég nái afsláttarkorti með þessu áframhaldi ha!! ;) hehe en vonandi fer þetta að verða búið. 
Annars hef ég verið að koma mér í gang í hreyfingu aftur...komin í gönguhóp hjá Ferðafélaginu sem er hugsað fyrir fólk sem er í yfirþyngd og er þetta bara mjög fínt :) í næstu viku á að labba á Úlfarsfell. Mætt í Metabolic 2 - 3x í viku og í gær fór ég í Zumba í fyrsta sinn...allt í lagi...en fékk verki í kálfa og beinhimnubólgu..en prófa nú aftur ekki spurning ;) 
Annars fínt í fjöllunum..alltaf nóg að gera og líður eins og ég sé aldrei heima...útum allt, bústað, ferming, fundir og fleira og fleira :) mikið fjör. 

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43